HEKLA með 73% hlutdeild vistvænna bíla Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2016 14:52 Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíll. Bílaumboðið HEKLA er með 73% markaðshlutdeild í vistvænum bílum, samkvæmt nýjustu tölum af íslenska bílamarkaðnum. Ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir vistvænna bifreiða til sölu en HEKLA, hvort sem um er að ræða metanbíla, rafmagnsbíla eða tengiltvinnbíla. „Íslendingar eru meðvitaðir um umhverfi sitt og þegar valkostirnir eru jafn margir og fjölbreyttir og nú, vilja margir leggja sitt af mörkum. Rekstrarkostnaður bifreiðanna er jafnframt stór þáttur og allt þetta gerir það að verkum að vistvænir bílar eru í mikilli sókn,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. HEKLA afhenti 429 bíla í aprílmánuði, þar af 233 bílaleigubíla og 196 bíla til einstaklinga og fyrirtækja. Það sem af er ári hafa 1.063 bílar frá HEKLU verið skráðir, þar af 203 bílar sem knúnir eru metan, tengiltvinnbílar eða rafmagnsbílar, en það er 73% af öllum vistvænum bílum sem skráðir hafa verið það sem af er ári. Þetta undirstrikar vel þá gríðarlega sterku stöðu sem HEKLA hefur í flokki vistvænna bíla. Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent
Bílaumboðið HEKLA er með 73% markaðshlutdeild í vistvænum bílum, samkvæmt nýjustu tölum af íslenska bílamarkaðnum. Ekkert bílaumboð hefur fleiri tegundir vistvænna bifreiða til sölu en HEKLA, hvort sem um er að ræða metanbíla, rafmagnsbíla eða tengiltvinnbíla. „Íslendingar eru meðvitaðir um umhverfi sitt og þegar valkostirnir eru jafn margir og fjölbreyttir og nú, vilja margir leggja sitt af mörkum. Rekstrarkostnaður bifreiðanna er jafnframt stór þáttur og allt þetta gerir það að verkum að vistvænir bílar eru í mikilli sókn,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri HEKLU. HEKLA afhenti 429 bíla í aprílmánuði, þar af 233 bílaleigubíla og 196 bíla til einstaklinga og fyrirtækja. Það sem af er ári hafa 1.063 bílar frá HEKLU verið skráðir, þar af 203 bílar sem knúnir eru metan, tengiltvinnbílar eða rafmagnsbílar, en það er 73% af öllum vistvænum bílum sem skráðir hafa verið það sem af er ári. Þetta undirstrikar vel þá gríðarlega sterku stöðu sem HEKLA hefur í flokki vistvænna bíla.
Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent