Leysti þrjá Rubiks teninga blindandi: „Ert þú frá þessari plánetu?“
Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta eru alvöru hæfileikar.vísir
Rúmeninn Flavian ferðaðist alla leið til Bretlands til að taka þátt í raunveruleikaþættinum Britain´s Got Talent. Hann er gæddur þeim hæfileika að geta leyst Rubik’s teninga og það blindandi og jafnvel með einni hönd.
Þegar Flavian mætti á sviðið í síðasta þætti af BGT voru dómararnir ekkert ýkja hrifnir en þegar atriði hans var búið voru þau öll orðlaus. Simon Cowell spurði drenginn t.d. „Ert þú frá þessari plánetu?“