Viltu koma í félag? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2016 07:00 Ég geri mér grein fyrir að í þessum pistli hljóma ég eins og þriggja ára barn sem vill ekki deila dótinu sínu. Og svo er ég með sterk afdalabóndagen. Að því sögðu langar mig að ræða aðeins þann möguleika að við sem búum á þessu stórskrýtna skeri stofnum leynifélag. Ég er að tala um eldri og nýrri og alls konar eyjarskeggja sem eiga það sameiginlegt að kaupa dýrar kjúklingabringur og berjast við norðanáttina alla daga ársins. Búist er við einni og hálfri milljón ferðamanna til landsins í ár og ég held að allur fjöldinn hafi verið samankominn í miðbænum um helgina. Mér leið allavega þannig. Ég hef eins og aðrir fagnað fjölgun ferðamanna með dollaramerki í augum og fjölbreytileika í hjarta. Trúað því að lundagróði muni lækka matarverð og hækka barnabæturnar. Notið þess að sjá fleiri andlit á götunum. En nú langar mig skyndilega að taka Vesturbæjarlaug af Google, opna veitingastaði í myrkum kjöllurum og leynibari með aðgangskóðum. Væri það ekki stemning? Þeir öfgafullu í leynifélaginu (alltaf nokkrir þannig) gætu falsað skilti og náð ítökum í rútufyrirtækjum svo Gullni hringurinn verði Leynihringurinn. Gullfoss myndi endurheimta reisn, Geysir fengi að sofa og bílastæðavörðurinn á Þingvöllum fengi frí. Það væri líka fínt að fela Seljavallalaug áður en hún slær heimsmet fyrir að vera stærsta sýklabúr heims. Svo er pæling að leynifélagið færi saman í sumardvala. Við gætum friðað smábæ og tekið af GPS. Kópasker til dæmis. Hver er með?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Ég geri mér grein fyrir að í þessum pistli hljóma ég eins og þriggja ára barn sem vill ekki deila dótinu sínu. Og svo er ég með sterk afdalabóndagen. Að því sögðu langar mig að ræða aðeins þann möguleika að við sem búum á þessu stórskrýtna skeri stofnum leynifélag. Ég er að tala um eldri og nýrri og alls konar eyjarskeggja sem eiga það sameiginlegt að kaupa dýrar kjúklingabringur og berjast við norðanáttina alla daga ársins. Búist er við einni og hálfri milljón ferðamanna til landsins í ár og ég held að allur fjöldinn hafi verið samankominn í miðbænum um helgina. Mér leið allavega þannig. Ég hef eins og aðrir fagnað fjölgun ferðamanna með dollaramerki í augum og fjölbreytileika í hjarta. Trúað því að lundagróði muni lækka matarverð og hækka barnabæturnar. Notið þess að sjá fleiri andlit á götunum. En nú langar mig skyndilega að taka Vesturbæjarlaug af Google, opna veitingastaði í myrkum kjöllurum og leynibari með aðgangskóðum. Væri það ekki stemning? Þeir öfgafullu í leynifélaginu (alltaf nokkrir þannig) gætu falsað skilti og náð ítökum í rútufyrirtækjum svo Gullni hringurinn verði Leynihringurinn. Gullfoss myndi endurheimta reisn, Geysir fengi að sofa og bílastæðavörðurinn á Þingvöllum fengi frí. Það væri líka fínt að fela Seljavallalaug áður en hún slær heimsmet fyrir að vera stærsta sýklabúr heims. Svo er pæling að leynifélagið færi saman í sumardvala. Við gætum friðað smábæ og tekið af GPS. Kópasker til dæmis. Hver er með?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun