Lífið

Tökum á Keeping Up With The Kardashians frestað í kjölfar ránsins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kim Kardashian ásamt systur sinni Kourtney og móður sinni Kris í París þann 29. september.
Kim Kardashian ásamt systur sinni Kourtney og móður sinni Kris í París þann 29. september. Vísir/Getty
Sjónvarpsstöðin E! Network hefur frestað tökum á raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians ótímabundið eftir að Kim Kardashian, ein stjarna þáttanna, var rænd fyrr í vikunni.

„Velferð Kim er okkur efst í huga núna. Ekkert hefur verið ákveðið um hvenær tökur halda áfram,“ sagði talsmaður E! í samtali við People.

Samkvæmt heimildum People hefur Kim frestað öllum skuldbindingum um óákveðin tíma. „Kim er enn í uppnámi og ekkert er eins og vera ber. Hún vill bara vera heima með börnunum.“

Þrátt fyrir yfirlýsingu E! hefur People heimildir fyrir því að fjölskylda Kim hafi verið við tökur fyrr í vikunni. Kim hafi þó ekki verið viðstödd enda sé hún ekki enn reiðubúin til að halda áfram og að allir sýni því skilning.

Kim Kardashian var rænd af fimm grímuklæddum mönnum á mánudagsmorgun á hótelherbergi sínu í París þar sem hún var til að taka þátt í tískuvikunni. Komust ræningjarnir á brott með skartgripi að andvirði hundruð milljóna króna.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.