Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2016 15:30 Broddi er einn reynslumesti fréttamaður landsins. „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
„Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag og þeir sem hlustuðu á tímann urðu ekki fyrir vonbrigðum. Broddi hefur verið ein ástsælasti fréttaþulur þjóðarinnar undanfarna áratugi enda með einstaka rödd. „Starfsmaður ríkisútvarpsins var kallaður heim úr vinnunni í morgun vegna neyðarástands,“ sagði í upphafi fréttarinnar sem fékk vafalítið eyrun á hlustendum til að rísa. Neyðarástandið fólst í því að heimiliskötturinn Moli hafði veitt mús og komið með hana heim, lifandi. Kona fréttamannsins var ekki spennt fyrir félagsskap músarinnar og flúði upp í rúm þar til fréttamaðurinn fékk leyfi hjá yfirmönnum sínum í Efstaleiti til að fara heim „og bjargaði maka sínum úr prísundinni án hjálpar Mola sem reyndist lítill veiðikisi innanhúss,“ eins og Broddi orðaði það í fréttunum. „Svo húsbóndinn veiddi mýslu í saladskál heimilisins og gaf henni frelsi, úti, og mætti svo hróðugur til vinnu og montaði sig af frægðarverki sínu.“ Þar með var fréttinni ekki lokið því frægðarsaga fréttamannsins var jöfnuð með tveggja ára gamalli veiðisögu annars starfsmanns RÚV. Sá hafði lent í því að rotta hafði gert sig heimankomna á bak við ísskáp í kjallaraíbúð Rúv-arans. Þar lifði rottan á kattamat en rask holræsismanna fyrir utan er talið valdur að óvæntri og heldur langri heimsókn rottunnar. Þann starfsmann RÚV brast kjark til að glíma við rottuna og kallaði á meindýraeyði. Lýsir RÚV-arinn því þannig að það hafi verið eins og þriðja heimstyrjöldin væri brostin á þegar glíman stóð sem hæst í eldhúsinu. Meindýraeyðirinn hafi að lokum haft betur. Hvorugur starfsmanna RÚV er nafngreindur í fréttinni. Hægt er að hlýða á lestur Brodda hér en fréttin hefst eftir sautján og hálfa mínútu.https://ruv.is/sarpurinn/ras-1/hadegisfrettir/20161007
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira