Lífið

John Oliver hjálpar þér að leysa vandann með áramótaheit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Nýja árið er nýhafið og hafir þú ekki þegar klúðrað áramótaheitinu þá styttist í það,“ segir Oliver.
"Nýja árið er nýhafið og hafir þú ekki þegar klúðrað áramótaheitinu þá styttist í það,“ segir Oliver.
„Í hverjum desember ákveðum við einhverra hluta vegna að næsta ár verði til þess að við hættum að drekka,“ segir John Oliver í nýju innslagi úr þætti hans Last Week Tonight. Þar gerir hann stólpagrín að áramótaheitum fólks sem langflestir ná ekki að standa við.

„Nýja árið er nýhafið og hafir þú ekki þegar klúðrað áramótaheitinu þá styttist í það,“ segir Oliver. Til að nýársheit gangi upp sé alls ekki málið að leggja hart að sér, síður en svo.

Markið eigi einfaldlega ekki að setja of hátt og svo megi breyta markmiðunum eftir hentugleika að sögn Oliver.

Innslagið má sjá hér að neðan.

John Oliver helps you revise the New Year's resolutions you've already failed to keep.

Posted by Last Week Tonight with John Oliver on Sunday, January 3, 2016

Tengdar fréttir

Stjörnur sem strengja áramótaheit

Nýtt ár hefur gengið í garð og notar margur Íslendingurinn þessi miklu tímamót til þess að taka til í sínu lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×