Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með leit hundruð björgunarsveitarmanna að rjúpnaskyttu sem ekki skilaði sér til byggða fyrir austan í gærkvöldi. Þá heyrum við í leiðtogum þeirra fjögurra flokka sem funduðu með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag.

Fyrrverandi ráðherra í síðustu fimm flokka ríkisstjórninni á Íslandi segir slíkar stjórnir vel geta starfað ef málefnin eru skýr og traust ríki á milli fólks.

Við heyrum líka í Jóni Bjarnasyni sem setti bann á innflutning á fersku kjöti í ráðherratíð sinni og varar Alþingi við að afnema það bann eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem telur bannið brjóta í bága við EES samninginn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×