Innlent

Handtekinn fyrir að bíta dyravörð í fótlegg

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og beit hann í fótlegg á dyraverði.
Maðurinn er grunaður um líkamsárás og beit hann í fótlegg á dyraverði. vísir/ktd
Karlmaður var handtekinn við veitingahús í Ingólfsstræti laust eftir miðnætti í nótt. Maðurinn er grunaður um líkamsárás og samkvæmt dagbók lögreglu beit hann í fótlegg á dyraverði. Maðurinn var ölvaður og var vistaður í fangageymslu við rannsókn máls.

Einn maður var handtekinn í nótt grunaður um þjófnað í Pósthússtræti. Maðurinn tók veski af ofurölvi konu og gekk í burtu. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu við rannsókn máls.

Þá hafði lögreglan einnig afskipti af ofurölvi manni í Pósthússtræti um hálf tvö í nótt. Lögreglan telur hann vera erlendan ferðamann og gat hann ekki tjáð sig sökum ölvunar. Var hann vistaður fangageymslur meðan ástand hans lagast.

Lögreglan handtók mann á heimili í Hafnarfirði rétt fyrir hálf eitt í nótt. Maðurinn var gestkomandi og er grunaður um líkamsárás. Maðurinn var vistaður í fangageymslu við rannsókn máls og árásarþoli var fluttur slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×