Lífið

Kanye West: „Ég hefði kosið Trump“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Kanye West uppskar hneykslan áhorfenda á tónleikum sínum í San Jose þegar hann fullyrti að ef hann hefði kosið hefði Trump fengið atkvæði hans.
Kanye West uppskar hneykslan áhorfenda á tónleikum sínum í San Jose þegar hann fullyrti að ef hann hefði kosið hefði Trump fengið atkvæði hans. Vísir/Getty
Rapparinn Kanye West er óhræddur við að viðra skoðanir sínar og hafa þær í gegnum tíðina lagst misvel í fólk.

Kanye náði þó að ganga fram af aðdáendum sínum á tónleikum í Kaliforníu á dögunum þegar hann sagði að ef hann hefði kosið hefði Donald Trump fengið atkvæði hans.

„Ég sagði ykkur að ég kaus ekki, er það ekki? Það sem ég sagði ekki – eða kannski sagði ég það – en ef ég hefði kosið, hefði ég kosið Trump,“ sagði West og uppskar heilmikil neikvæð viðbrögð viðstaddra sem púuðu á hann þar sem hann stóð á sviðinu.



West, sem sagði árið 2005 að George Bush væri sama um svarta, útskýrði ummælin og sagðist vera glaður að rasistar hefðu sýnt sitt rétta eðli. Þá viðraði hann aftur hugmyndina að hann sjálfur myndi bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2020 en hann fullyrti á verðlaunaafhendingu MTV á síðasta ári að hann hygðist bjóða sig fram til forseta.

Því má þó ekki gleyma að Kanye West styrkti framboð Hillary Clinton árið 2015 og þá hefur hann einnig styrkt Demókrataflokkinn í gegnum tíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.