Kvótinn steytti á skeri Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Staðan í pólitíkinni er flókin. Bjarna Benediktssyni tókst ekki að mynda ríkisstjórn með nýstofnuðu bandalagi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir hefur því stjórnarmyndunarumboðið, og virðist hún ætla að reyna að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri að miðju. Formönnum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ber saman um að sjávarútvegsmálin hafi verið meginástæða þess að upp úr slitnaði. Þeir eru sammála um að sneiða hefði mátt hjá stóra ásteytingarsteininum – Evrópumálunum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á að varðveita fiskveiðistjórnunarkerfið í núverandi mynd. Viðreisn og Björt framtíð vildu breytingar, þótt ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað í því felst. Við vitum því ekki hvort átti hreinlega að umturna kerfinu með svokölluðum „markaðslausnum“ eða hvort um var að ræða hófsamar breytingar. Alla vega birtist þarna hnútur vegna kvótans. Hvað sem því líður virðist Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að hætta á að dæma sig til áhrifaleysis næstu árin frekar en að gera breytingar á kvótakerfinu. Vafalaust lesa þeir stöðuna þannig að jafnvel þótt Katrínu Jakobsdóttur takist að mynda fimm flokka stjórn sé ólíklegt að hún nái að hreyfa við stórum málum. Allt eins líklegt sé að hún verði skammlíf og að skemmra gæti því verið til kosninga en menn grunar á þessari stundu. Sjálfstæðisflokknum gæti orðið hált á þessu stöðumati. Síðast þegar fimm flokka stjórn var við völd undir forystu Steingríms Hermannssonar lauk hún kjörtímabilinu. Stóru flokkarnir þrír, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem í henni sátu komu prýðilega út úr kosningum. Stjórnin þótti koma miklu í verk, og hefur fengið prýðileg eftirmæli. En gefum okkur að stöðugreining Sjálfstæðisflokksins sé rétt. Það styrkir hana að fulltrúar rótgrónu flokkanna virðast vantreysta Pírötum. Gæti því verið að áður en langt um líður standi Katrín og Bjarni frammi fyrir einföldu vali? Annaðhvort taki þau höndum saman og myndi ríkisstjórn, þá sennilega með stuðningi Framsóknar, eða að boðað verði aftur til kosninga? Miðað við það sem á undan er gengið, og þá staðreynd að sjávarútvegsmálin hafa komið í veg fyrir að hægt sé að mynda starfhæfa ríkisstjórn, er þá óvarlegt að gera þá kröfu að framtíðarskipan sjávarútvegsmála yrðu aðalkosningamálið í slíkum kosningum? Þá yrði að gera þá kröfu til flokkanna að þeir kæmu undirbúnir til leiks og skýrðu fyrir kjósendum hvernig þeir sæju framtíðarskipan þessarar stærstu auðlindar þjóðarinnar. Kannski væri það ekki svo slæm útkoma – gæti verið til þess fallin að skapa einhvers konar sátt til frambúðar um þessa dýrmætu atvinnugrein.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Staðan í pólitíkinni er flókin. Bjarna Benediktssyni tókst ekki að mynda ríkisstjórn með nýstofnuðu bandalagi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Katrín Jakobsdóttir hefur því stjórnarmyndunarumboðið, og virðist hún ætla að reyna að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri að miðju. Formönnum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar ber saman um að sjávarútvegsmálin hafi verið meginástæða þess að upp úr slitnaði. Þeir eru sammála um að sneiða hefði mátt hjá stóra ásteytingarsteininum – Evrópumálunum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á að varðveita fiskveiðistjórnunarkerfið í núverandi mynd. Viðreisn og Björt framtíð vildu breytingar, þótt ekki liggi nákvæmlega fyrir hvað í því felst. Við vitum því ekki hvort átti hreinlega að umturna kerfinu með svokölluðum „markaðslausnum“ eða hvort um var að ræða hófsamar breytingar. Alla vega birtist þarna hnútur vegna kvótans. Hvað sem því líður virðist Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn að hætta á að dæma sig til áhrifaleysis næstu árin frekar en að gera breytingar á kvótakerfinu. Vafalaust lesa þeir stöðuna þannig að jafnvel þótt Katrínu Jakobsdóttur takist að mynda fimm flokka stjórn sé ólíklegt að hún nái að hreyfa við stórum málum. Allt eins líklegt sé að hún verði skammlíf og að skemmra gæti því verið til kosninga en menn grunar á þessari stundu. Sjálfstæðisflokknum gæti orðið hált á þessu stöðumati. Síðast þegar fimm flokka stjórn var við völd undir forystu Steingríms Hermannssonar lauk hún kjörtímabilinu. Stóru flokkarnir þrír, Framsókn, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem í henni sátu komu prýðilega út úr kosningum. Stjórnin þótti koma miklu í verk, og hefur fengið prýðileg eftirmæli. En gefum okkur að stöðugreining Sjálfstæðisflokksins sé rétt. Það styrkir hana að fulltrúar rótgrónu flokkanna virðast vantreysta Pírötum. Gæti því verið að áður en langt um líður standi Katrín og Bjarni frammi fyrir einföldu vali? Annaðhvort taki þau höndum saman og myndi ríkisstjórn, þá sennilega með stuðningi Framsóknar, eða að boðað verði aftur til kosninga? Miðað við það sem á undan er gengið, og þá staðreynd að sjávarútvegsmálin hafa komið í veg fyrir að hægt sé að mynda starfhæfa ríkisstjórn, er þá óvarlegt að gera þá kröfu að framtíðarskipan sjávarútvegsmála yrðu aðalkosningamálið í slíkum kosningum? Þá yrði að gera þá kröfu til flokkanna að þeir kæmu undirbúnir til leiks og skýrðu fyrir kjósendum hvernig þeir sæju framtíðarskipan þessarar stærstu auðlindar þjóðarinnar. Kannski væri það ekki svo slæm útkoma – gæti verið til þess fallin að skapa einhvers konar sátt til frambúðar um þessa dýrmætu atvinnugrein.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun