Lokaþáttur Bara geðveik: Hjónabandið þoldi ekki álagið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2016 17:45 „Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu. Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
„Við vorum að skilja, ég og maðurinn minn,“ segir Bjarney Vigdís Ingimundardóttir, þegar Lóa Pind tók við hana lokaviðtal fyrir síðasta þáttinn af Bara geðveik sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Við erum bæði sátt og þetta er gert í vinskap,“ bætir hún við en tekur fram að því fylgi sorg að slíta hjónabandi. „Maður er að syrgja framtíðina sem maður var búinn að plana. Hún kveðst ekki kenna geðhvarfasýkinni um að svona fór. Álagið hafi verið mikið og af ýmsum toga. „Ég verð strax ólétt, hann er að vinna á bát sem brennur, þannig að hann verður hálf atvinnulaus, lendir svo í því að slasa sig á hendi og ég fer snemma frá stráknum að vinna. Ég náttúrlega vinn rosalega mikið og hann er mikið heima. Ég vann frameftir kvöldi þannig að hann var sofnaður þegar ég kom heim úr vinnunni og hann var oft farinn út þegar ég vaknaði. Svo er rosalegt púsl að púsla þessu saman með öll þessi sex börn. Þetta tekur allt á og á endanum vorum við hætt að hafa tíma fyrir okkur saman.“ Bjarney flutti út úr íbúðinni sem hún og fyrrverandi eiginmaður hennar leigðu í Borgarnesi. Hún segir að þau hafi ákveðið það í sameiningu til að raska sem minnst tilveru sonarins sem þau eiga saman og stjúpsonar hennar sem einnig bjó hjá þeim. Það komi drengjunum betur, enda sé hann í dagvinnu en hún á kvöldin. Í myndbrotinu sem hér fylgir er hún að leita sér að leiguíbúð á höfuðborgarsvæðinu til að vera nær dætrum sínum sem búa þar ásamt feðrum sínum. Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma. Lokaþátturinn í heimildaþáttaseríunni „Bara geðveik“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:05. Lóa Pind Aldísardóttir hefur umsjón með þáttunum, Egill Aðalsteinsson er myndatökumaður og Ómar Daði Kristjánsson sér um klippingu.
Bara geðveik Tengdar fréttir Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00 Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15 Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00 Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Bara geðveik: Í draumaferð í Suður-Afríku en dreymir að tvíburinn sé dáinn Sól og hiti. Adrenalín og gleði. Davíð Arnar Oddgeirsson er í Suður-Afríku að lifa draumalífi, gera allt það sem honum finnst skemmtilegast, en á morgnana hrekkur hann upp með andfælum eftir að hafa dreymt að tvífari hans og tvíburabróðir sé dáinn. 21. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: Hélt hann væri að fara að giftast Rihönnu Brynjar Orri var fyrir nokkrum árum háskólanemi í fjármálaverkfræði en er í dag skapandi ungur maður að fóta sig í nýrri tilveru á geðlyfjum eftir að hann fór fyrst í maníu árið 2012. 7. nóvember 2016 17:00
Bara geðveik: Gekk skökk í tvö ár Fjórði þáttur af sex í heimildaþáttaseríunni “Bara geðveik” fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 20:00. 28. nóvember 2016 17:15
Bara geðveik: Beraði brjóstin á bensínstöð - til að sannfæra djöfulinn Ágústa Ísleifsdóttir, hláturmild og glaðlynd fjögurra barna móðir, hélt á tímabili í geðrofi að íbúðin hennar væri í maganum á djöflinum. 14. nóvember 2016 16:00
Bara geðveik: „Hún bjargaði lífi mínu“ Í 5. þætti af "Bara geðveik“ er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt. 5. desember 2016 17:52