
„Það sem okkur liggur á hjarta og höfum tekið eftir að mætta betur fara er sú staðreynd af greinaskrifin ykkar er hreint út sagt niðrandi og lítillækkandi. Í of mörgum tilfellum hafiði skrifað “…komst ekki áfram“. Það sem fyllti mælinn hjá okkur var sú fyrirsögn sem kom á síðunni ykkar í dag “Enginn Íslendinganna komst áfram”,“ skrifaði Aron og tengdi við frétt Vísis af genginu þann daginn.
Pistil Arons má sjá hér að neðan en honum hefur verið deilt mörg hundruð sinnum og á þriðja þúsund manns líkað við.
„Efalaust hefði undirritaður mátt vera betur undirbúinn til þessarar þjónustu, bæði hvað varðar upplýsingar um sundfólkið og ekki síður hefði mátt setja fram skoðanir á árangri með skýrari hætti en gert var í tölvupóstum, Facebook-texta og fréttum á heimasíðu SSÍ. Myndir sem birtar voru á Facebook-síðu og heimasíðu og jafnframt sendar ofangreindum fjölmiðlum til birtingar voru teknar af undirrituðum og sundfólkinu sjálfu en úr þeim unnið af undirrituðum.“
Hörður segist ekki geta tekið undir að um lítillækkandi eða niðrandi skrif hafi verið að ræða. Einungis fjallað um staðreyndir og notaður texti sem hann sendi sjálfur.
„Það hefur ekki verið háttur SSÍ að fara með neikvæða umræðu á samfélagsmiðla eða annað. Frekar höfum við sest niður með viðkomandi og rætt mál til lausna. Það er jafnframt ljóst að gagnrýni Arons Arnar og sundfólksins á HM25 hefði í þessu tilfelli átt að beinast beint að þeim sem miðlaði upplýsingum til fjölmiðlanna, þ.e. undirritaðs, en ekki að fjölmiðlunum eða einstökum íþróttafréttamönnum.“
Að neðan má sjá fréttir Vísis af heimsmeistaramótinu í sundi í Kanada.