Enski boltinn

Sjáðu markið sem skaut Chelsea aftur á toppinn og öll hin mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 12 mörk.
Diego Costa er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 12 mörk. vísir/getty
Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Diego Costa tryggði Chelsea níunda sigurinn í röð þegar hann skoraði eina markið gegn West Brom á Stamford Bridge. Chelsea er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

Manchester United vann sinn fyrsta heimasigur í deildinni frá 24. september þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark leiksins.

Sofiane Boufal, dýrasti leikmaður í sögu Southampton, tryggði Dýrlingunum öll stigin gegn Middlesbrough.

Þá gerðu Liverpool og West Ham United 2-2 jafntefli á Anfield. Rauði herinn hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið sex stigum á eftir Chelsea.

Mörkin sjö úr leikjunum fjórum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Klopp: Okkur vantaði heppni

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að heppnin hefði ekki verið með hans mönnum í liði gegn West Ham United í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×