Sölumet Volkswagen Golf á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2016 11:28 Volkswagen Golf GTE tengiltvinnbíll. Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar sölu á VW Golf. Til að kóróna enn frekar árangur Heklu flýgur Skoda Octavia einnig út, en yfir 600 bílar af þeirri tegund hafa verið seldir á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrir utan þessi tvö sölumet í september er óhætt að segja að september hafi verið góður mánuður hjá Heklu því markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu til einstaklinga og fyrirtækja var 21,65% og þar með hæst allra bílaumboða á Íslandi. Hekla heldur svo enn miklu forskoti þegar kemur að vistvænum bílum en í lok september var Hekla með 69,3% markaðshlutdeild í þeim flokki bíla. Volkswagen hefur þar yfirburðastöðu með 330 selda bíla en Skoda er í öðru sæti með 114 selda bíla. Staðan er einnig feykigóð hjá Audi sem hefur selt hátt í 90 e-tron tengiltvinnbíla það sem af er ári og Mitsubishi sem er með hátt í 80 selda Outlander PHEV. Hér að neðan má sjá töflu yfir sölu á vistvænum bílum á Íslandi í ár.Sala í vistvænum bílum á Íslandi í ár. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent
Yfir 700 Volkswagen Golf hafa verið seldir hjá bílaumboðinu Heklu á árinu 2016 og hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi. Sölumetið var slegið nú í september og því ljóst að árið 2016 verður það langbesta frá upphafi hvað varðar sölu á VW Golf. Til að kóróna enn frekar árangur Heklu flýgur Skoda Octavia einnig út, en yfir 600 bílar af þeirri tegund hafa verið seldir á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrir utan þessi tvö sölumet í september er óhætt að segja að september hafi verið góður mánuður hjá Heklu því markaðshlutdeild fyrirtækisins í sölu til einstaklinga og fyrirtækja var 21,65% og þar með hæst allra bílaumboða á Íslandi. Hekla heldur svo enn miklu forskoti þegar kemur að vistvænum bílum en í lok september var Hekla með 69,3% markaðshlutdeild í þeim flokki bíla. Volkswagen hefur þar yfirburðastöðu með 330 selda bíla en Skoda er í öðru sæti með 114 selda bíla. Staðan er einnig feykigóð hjá Audi sem hefur selt hátt í 90 e-tron tengiltvinnbíla það sem af er ári og Mitsubishi sem er með hátt í 80 selda Outlander PHEV. Hér að neðan má sjá töflu yfir sölu á vistvænum bílum á Íslandi í ár.Sala í vistvænum bílum á Íslandi í ár.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent