Lífið

Slúðurvefur fjarlægir slúður um Kim Kardashian

Birgir Olgeirsson skrifar
Kim Kardashian.
Kim Kardashian. Vísir/AFP
Stofnandi slúðurvefsins MediaTakeOut, Fred Mwangaguhunga, hefur fjarlægt fréttir af vefnum sem gáfu til kynna að Kim Kardashian hefði sett ránið í París á svið. Vopnaðir ræningjar sviptu Kardashian frelsinu með því að hóta henni með byssu fyrr í mánuðinum.

MediaTakeOut birti þrjár greinar á vef sínum þar sem mátti finna getgátur þess efnis að að Kim og móðir hennar Kris Jenner hefðu sviðsett ránið. Kim Kardashian hefur tekið sér frí frá sviðsljósinu síðan ránið átti sér stað og hvergi tjáð sig, en hún hins vegar lagði fram stefnu gegn stofnanda MediaTakeOut í síðustu viku.

Í stefnunni kemur fram að tveir grímuklæddir menn hefðu veist að Kim Kardashian, beint byssu að höfði hennar, keflað hana á höndum og fótum, auk þess að teipa fyrir munn hennar. Eftir að hafa haft af henni verðmæti upp á milljónir dollara skildu þeir hana hjálparlausa eftir á baðherbergisgólfi í íbúðinni sem hún var með á leigu.

MediaTakeOut ákvað í kjölfarið að fjarlægja þessar þrjár greinar af vef sínum. Mwangaguhunga veitti síðan CNNMOney viðtal þar sem hann ræddi þetta mál en þar sagði hann lítið vit í því að vera með greinar á vef sínum sem væru ekki sannar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×