Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 25-24 | Agnar Smári hetja Eyjamanna Gabríel Sighvatsson í Íþróttamiðstöðinni Vestmannaeyjum skrifar 18. september 2016 18:00 Agnar Smári skoraði sigurmark ÍBV. vísir/ernir Það var líf og fjör í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum þar sem heimamenn tóku á móti Akureyri í Olís-deild karla. Lokatölur 25-24, ÍBV í vil. Akureyringar mættu vel stemmdir til leiks og byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Leikmenn ÍBV voru hinsvegar fljótir að hrökkva í gang og eftir að hafa jafnað í 6-6 var jafnræði með liðunum. Það voru Eyjamenn sem fóru með forystu í hálfleik eftir flottan lokasprett þar sem Stephen Nielsen varði eins og berserkur en þetta var einmitt síðasti leikur hans fyrir ÍBV þar sem hann er á leið til Frakklands á lánssamning. Þeir héldu áfram af sama krafti í seinni hálfleik en sterk vörn Akureyrar hélt vel aftur af ÍBV sem náði ekki að auka forystuna. Róbert Sigurðsson jafnaði fyrir Akureyri í fyrsta skiptið í seinni hálfleik þegar fjórar mínútur lifðu leiks og gríðarleg spenna var framundan. Vendipunkturinn kom þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Agnar Smári var nýbúinn að koma Eyjamönnum yfir en Akureyringar voru fljótir að taka miðju og settu boltann í autt markið þar sem Stephen náði ekki að koma inná í tæka tíð. Hinsvegar var Sverre Jakobsen of fljótur á sér og búinn að skella spjaldinu á borð dómarans til marks um að hann vildi taka leikhlé og markið taldi ekki. Akureyri náði ekki að skora á þeim örfáu sekúndum sem þeir höfðu og Eyjamenn fögnuðu öðrum sigri sínum á þessu tímabili á meðan Akureyri er enn stigalaust.Magnús: Tökum hverju stigi fagnandi Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, var að vonum sáttur með tvö stig úr leiknum í dag. „Ég er mjög sáttur með tvö stig í dag, við þurftum karakter og baráttur í lokin til þess að klára þetta og það var það sem sótti þessi tvö stig frekar en gæðin,“ sagði Magnús. „Mótið er rétt að byrja og við tökum hverju einasta stigi fagnandi, við erum hægt og rólega að koma okkur inn í þetta og stilla saman strengi, þetta er allt á réttri leið.“ Magnús segist litlar áhygju hafa af fjarveru Róberts Arons Hostert sem meiddist í síðasta leik. „Við erum með frábært lið og sama hvað allir segja þá finnst mér við hafa góða breidd og Robbi fær bara sinn tíma,“ Næsti leikur Eyjamanna er gegn FH. „FH-ingarnir eru með frábært lið og þeir eru búnir að sýna það, þeir eru mjög vel spilandi, þú mætir ekkert svona liði öðruvísi en 100%,“ sagði Magnús að lokum.Sverre: Þetta skrifast 100% á mig „Strákarnir mínir voru mjög einbeittir og eiga mikið hrós skilið í dag, ég held að jafntefli hefði verið sanngjarnt miðað við allt en það er hálfleiðinlegt að það skuli vera ég sem komi í veg fyrir það,“ sagði Sverre Jakobson, þjálfari Akureyrar. Mistök hans sem fólust í því að taka leikhlé þegar hans lið var í sókn undir lok leiksins, kostaði liðið stig í dag og viðurkenndi hann það fúslega. Hann var þó ánægður með spilamennsku sinna manna. „Við tökum hverju verkefni fagnandi og strákarnir voru flottir frá A-Ö og það er sorglegt að þurfa að fara héðan með ekkert í farteskinu og aftur skrifast þetta á mig, 100 prósent,“ sagði Sverre. „Ég er ekki kominn með stig, sem ég er ekki sáttur með en þetta er frábært svar hjá liðinu og gefur tilefni til bjartsýni,“ bætti hann við. Krafan er tvö stig gegn Aftureldingu í næstu umferð. „Það er krafa um tvö stig fyrir hvern einasta leik og við viljum að sjálfsögðu fara að safna einhverjum stigum.“Arnar: Mjög sáttur með fimm stig Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið eftir sigurinn í dag. „Þetta var hörkuleikur og ég er mjög ánægður að ná í sigur, þetta var barátta frá fyrstu mínútu og við þurftum að hafa mjög mikið fyrir þessu,“ sagði Arnar. Arnar ákvað að taka séns með leikmann sinn sem var tæpur vegna meiðsla. „Við byrjum þetta svolítið í óðagoti, Aggi (Agnar Smári Jónsson) er meiddur en vildi reyna þetta en tókum hann síðan út af á sjöundu mínútu og þá róaðist leikurinn aðeins.“ Lokamínúturnar voru dramatískar í dag og endaði það með að þjálfari Akureyrar var ábyrgur fyrir að tapa stigi í dag. „Ég veit ekki alveg hvað gerist undir lokin, við fáum gott mark og þeir keyra upp þegar við erum með engan í markinu og Sverre tekur leikhlé eins og eðlilegt er, hann átti ekki von á því að þeir myndu nýta sóknina sína,“ sagði Arnar. Þá er hann virkilega sáttur með byrjunina á tímabilinu og hvernig strákarnir hafa spilað í fyrstu leikjunum. „Ég er mjög sáttur með fimm stig, það er svolítið í land með Agga, Magga og Sindra og eftir 45 mínútur í dag erum við orðnir þreyttir. Í dag setum við inn Daníel Örn Griffin úr 3. flokki sem kemur gríðarlega sterkur og flottur inn, við erum með Tedda í skyttunni, Dag á miðjunni og Begga, Grétar og Kára sem stóðu sig allir mjög vel,“ sagði Arnar. Róbert Aron Hostert meiddist í síðasta leik gegn Fram en Arnar vonast eftir að fá hann sterkan til baka. „Auðvitað er það áfall að missa Robba, hann er frábær leikmaður en svona er þetta, það er ekkert við þessu að segja, við fáum hann bara þrefaldan til baka,“ sagði Arnar sem leyfði Stephen Nielsen, markverði liðsins, að fara á láni til Aix í frönsku úrvalsdeildinni. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa honum tækifæri til þess að fara til Frakklands, og spila í einni af bestu deildum í heimi, mér fannst ekki réttlætanlegt að leyfa honum ekki fara, við treystum alveg Kolla og Andra Ísaki, ungum markmanni okkar,“ sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Sjá meira
Það var líf og fjör í Íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum þar sem heimamenn tóku á móti Akureyri í Olís-deild karla. Lokatölur 25-24, ÍBV í vil. Akureyringar mættu vel stemmdir til leiks og byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Leikmenn ÍBV voru hinsvegar fljótir að hrökkva í gang og eftir að hafa jafnað í 6-6 var jafnræði með liðunum. Það voru Eyjamenn sem fóru með forystu í hálfleik eftir flottan lokasprett þar sem Stephen Nielsen varði eins og berserkur en þetta var einmitt síðasti leikur hans fyrir ÍBV þar sem hann er á leið til Frakklands á lánssamning. Þeir héldu áfram af sama krafti í seinni hálfleik en sterk vörn Akureyrar hélt vel aftur af ÍBV sem náði ekki að auka forystuna. Róbert Sigurðsson jafnaði fyrir Akureyri í fyrsta skiptið í seinni hálfleik þegar fjórar mínútur lifðu leiks og gríðarleg spenna var framundan. Vendipunkturinn kom þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Agnar Smári var nýbúinn að koma Eyjamönnum yfir en Akureyringar voru fljótir að taka miðju og settu boltann í autt markið þar sem Stephen náði ekki að koma inná í tæka tíð. Hinsvegar var Sverre Jakobsen of fljótur á sér og búinn að skella spjaldinu á borð dómarans til marks um að hann vildi taka leikhlé og markið taldi ekki. Akureyri náði ekki að skora á þeim örfáu sekúndum sem þeir höfðu og Eyjamenn fögnuðu öðrum sigri sínum á þessu tímabili á meðan Akureyri er enn stigalaust.Magnús: Tökum hverju stigi fagnandi Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, var að vonum sáttur með tvö stig úr leiknum í dag. „Ég er mjög sáttur með tvö stig í dag, við þurftum karakter og baráttur í lokin til þess að klára þetta og það var það sem sótti þessi tvö stig frekar en gæðin,“ sagði Magnús. „Mótið er rétt að byrja og við tökum hverju einasta stigi fagnandi, við erum hægt og rólega að koma okkur inn í þetta og stilla saman strengi, þetta er allt á réttri leið.“ Magnús segist litlar áhygju hafa af fjarveru Róberts Arons Hostert sem meiddist í síðasta leik. „Við erum með frábært lið og sama hvað allir segja þá finnst mér við hafa góða breidd og Robbi fær bara sinn tíma,“ Næsti leikur Eyjamanna er gegn FH. „FH-ingarnir eru með frábært lið og þeir eru búnir að sýna það, þeir eru mjög vel spilandi, þú mætir ekkert svona liði öðruvísi en 100%,“ sagði Magnús að lokum.Sverre: Þetta skrifast 100% á mig „Strákarnir mínir voru mjög einbeittir og eiga mikið hrós skilið í dag, ég held að jafntefli hefði verið sanngjarnt miðað við allt en það er hálfleiðinlegt að það skuli vera ég sem komi í veg fyrir það,“ sagði Sverre Jakobson, þjálfari Akureyrar. Mistök hans sem fólust í því að taka leikhlé þegar hans lið var í sókn undir lok leiksins, kostaði liðið stig í dag og viðurkenndi hann það fúslega. Hann var þó ánægður með spilamennsku sinna manna. „Við tökum hverju verkefni fagnandi og strákarnir voru flottir frá A-Ö og það er sorglegt að þurfa að fara héðan með ekkert í farteskinu og aftur skrifast þetta á mig, 100 prósent,“ sagði Sverre. „Ég er ekki kominn með stig, sem ég er ekki sáttur með en þetta er frábært svar hjá liðinu og gefur tilefni til bjartsýni,“ bætti hann við. Krafan er tvö stig gegn Aftureldingu í næstu umferð. „Það er krafa um tvö stig fyrir hvern einasta leik og við viljum að sjálfsögðu fara að safna einhverjum stigum.“Arnar: Mjög sáttur með fimm stig Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var ánægður með sitt lið eftir sigurinn í dag. „Þetta var hörkuleikur og ég er mjög ánægður að ná í sigur, þetta var barátta frá fyrstu mínútu og við þurftum að hafa mjög mikið fyrir þessu,“ sagði Arnar. Arnar ákvað að taka séns með leikmann sinn sem var tæpur vegna meiðsla. „Við byrjum þetta svolítið í óðagoti, Aggi (Agnar Smári Jónsson) er meiddur en vildi reyna þetta en tókum hann síðan út af á sjöundu mínútu og þá róaðist leikurinn aðeins.“ Lokamínúturnar voru dramatískar í dag og endaði það með að þjálfari Akureyrar var ábyrgur fyrir að tapa stigi í dag. „Ég veit ekki alveg hvað gerist undir lokin, við fáum gott mark og þeir keyra upp þegar við erum með engan í markinu og Sverre tekur leikhlé eins og eðlilegt er, hann átti ekki von á því að þeir myndu nýta sóknina sína,“ sagði Arnar. Þá er hann virkilega sáttur með byrjunina á tímabilinu og hvernig strákarnir hafa spilað í fyrstu leikjunum. „Ég er mjög sáttur með fimm stig, það er svolítið í land með Agga, Magga og Sindra og eftir 45 mínútur í dag erum við orðnir þreyttir. Í dag setum við inn Daníel Örn Griffin úr 3. flokki sem kemur gríðarlega sterkur og flottur inn, við erum með Tedda í skyttunni, Dag á miðjunni og Begga, Grétar og Kára sem stóðu sig allir mjög vel,“ sagði Arnar. Róbert Aron Hostert meiddist í síðasta leik gegn Fram en Arnar vonast eftir að fá hann sterkan til baka. „Auðvitað er það áfall að missa Robba, hann er frábær leikmaður en svona er þetta, það er ekkert við þessu að segja, við fáum hann bara þrefaldan til baka,“ sagði Arnar sem leyfði Stephen Nielsen, markverði liðsins, að fara á láni til Aix í frönsku úrvalsdeildinni. „Við tókum þessa ákvörðun að gefa honum tækifæri til þess að fara til Frakklands, og spila í einni af bestu deildum í heimi, mér fannst ekki réttlætanlegt að leyfa honum ekki fara, við treystum alveg Kolla og Andra Ísaki, ungum markmanni okkar,“ sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Sjá meira