Lífið

Kristín Ýr lætur blaðamann heyra það fyrir að drulla yfir lagið hennar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Ýr fer hér á kostum.
Kristín Ýr fer hér á kostum.
Knattspyrnukonan Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem gerði garðinn frægan með Igore, hér á árum áður, lét blaðamann vefsíðunnar Kaffið.is heyra það í Brennslunni í morgun.

„Óðinn, þetta eru þínar fimmtán sekúndur. Að ég - gellan sem samdi sumarsykur - sé að hringja í þig í beinni útsendingu. Ég ætla að vona að þú hafir notið þess. Segir kannski vinum þínum frá þessu, ég ætla að gefa mér að þú eigir einhverja,“ sagði Kristín Ýr mjög svo reið við blaðamanninn Óðinn Svan sem skrifað fréttina Topp 10 – verstu lög Íslandssögunnar á vefsíðunni Kaffið.

Kristín var ekki sátt við Óðinn en hann nefnir lagið Sumarsykur til sögunnar í upptalningu sinni.

Hér að neðan má heyra símatalið sem Kristín átti við Óðinn í Brennslunni í morgun.

Lagið Sumarsykur má heyra hér að neðan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.