Ofurhetjurnar komnar í Djúpavík Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 11. október 2016 07:00 Skyndilega er lítið friðsælt þorp á Vestfjörðum orðinn miðdepill kvikmyndaáhugamanna. Þar eru yfir 200 manns nú samankomnir. vísir/stefán Andrúmsloftið á Ströndum er öðruvísi þessa dagana enda hefjast tökur á tveimur atriðum á Hollywood-stórmyndinni Justice League í dag. Rúmlega 200 manna lið er komið til Djúpavíkur þar sem tökur fara fram. Svartir Range Rover-ar og aðrir lúxusbílar keyra nú um vegina og þyrlur ferja fólk til og frá. Undirbúningur fyrir þessi tvö atriði hefur gengið vel samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og eru Hollywood-starfsmenn sagðir ánægðir með samstarfið við íslenska kollega sína.Ben Affleck leikur Batman í kvikmyndinni Justice League.vísir/gettyFjölskyldur sem sóttu í friðinn og einveruna vestur á fjörðum fengu lítinn frið um helgina. Hávaði frá þyrlum og aukin umferð lúxusbíla rufu þann frið. Þeir Íslendingar sem vinna að myndinni eru látnir skrifa undir þagnareið og mega því ekki tjá sig um framvindu mála. Kvikmyndastjörnurnar Jason Momoa og William Dafoe eru komnar norður en ekki er vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur til landsins en hann tók þátt í að leiklesa handrit Good Will Hunting um helgina í New York. Öryggisgæsla er töluverð á Djúpavík en þó fékk kvikmyndagerðarmaðurinn William Short, sem staddur er hér á landi til að gera litla heimildarmynd um lokabardaga Grettis Ásmundarsonar, að sitja í mat með þeim sem eru að taka upp myndina. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en maturinn er eldaður af Múlakaffi. Jason Momoa, sem leikur Aquaman, birti myndir á Instagram-reikningi sínum af Djúpuvík og dásamaði þar haustfegurðina. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Baywatch og Game of Thrones þar sem hann lék Khal Drogo. William Dafoe var gómaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir utan Kalda bar en Dafoe leikur vin Aquaman, sem kallaður er Nuidis Vulko. Dafoe er gamalreyndur leikari og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Platoon árið 1986. Stefnt er að því að Justice League verði jólamyndin árið 2017, leikstjóri er Zack Snyder.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Andrúmsloftið á Ströndum er öðruvísi þessa dagana enda hefjast tökur á tveimur atriðum á Hollywood-stórmyndinni Justice League í dag. Rúmlega 200 manna lið er komið til Djúpavíkur þar sem tökur fara fram. Svartir Range Rover-ar og aðrir lúxusbílar keyra nú um vegina og þyrlur ferja fólk til og frá. Undirbúningur fyrir þessi tvö atriði hefur gengið vel samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og eru Hollywood-starfsmenn sagðir ánægðir með samstarfið við íslenska kollega sína.Ben Affleck leikur Batman í kvikmyndinni Justice League.vísir/gettyFjölskyldur sem sóttu í friðinn og einveruna vestur á fjörðum fengu lítinn frið um helgina. Hávaði frá þyrlum og aukin umferð lúxusbíla rufu þann frið. Þeir Íslendingar sem vinna að myndinni eru látnir skrifa undir þagnareið og mega því ekki tjá sig um framvindu mála. Kvikmyndastjörnurnar Jason Momoa og William Dafoe eru komnar norður en ekki er vitað hvenær Ben Affleck, sem leikur Batman, kemur til landsins en hann tók þátt í að leiklesa handrit Good Will Hunting um helgina í New York. Öryggisgæsla er töluverð á Djúpavík en þó fékk kvikmyndagerðarmaðurinn William Short, sem staddur er hér á landi til að gera litla heimildarmynd um lokabardaga Grettis Ásmundarsonar, að sitja í mat með þeim sem eru að taka upp myndina. Hann greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en maturinn er eldaður af Múlakaffi. Jason Momoa, sem leikur Aquaman, birti myndir á Instagram-reikningi sínum af Djúpuvík og dásamaði þar haustfegurðina. Momoa er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Baywatch og Game of Thrones þar sem hann lék Khal Drogo. William Dafoe var gómaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir utan Kalda bar en Dafoe leikur vin Aquaman, sem kallaður er Nuidis Vulko. Dafoe er gamalreyndur leikari og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Platoon árið 1986. Stefnt er að því að Justice League verði jólamyndin árið 2017, leikstjóri er Zack Snyder.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Ferðasumarið í Djúpavík: Trylltur dans norðurljósanna í björgunarleiðangri með hótelgestum Samgönguskortur, ævintýralegar reddingar og kvikmyndir er meðal þess sem Magnús Karl Pétursson, nýr hótelstjóri Hótel Djúpavíkur, ræðir um í viðtali um ferðasumarið á Djúpavík. 8. september 2016 10:00
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30