Heimska og geðveiki Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. mars 2016 07:00 Notkun kannabisefna dregur úr greind fólks og gerir það útsettara fyrir geðsjúkdómum. Þetta er meðal þess sem lesa má á nýrri upplýsingasíðu um efnið á vefslóðinni kannabis.is. Að síðunni stendur, með fleirum, Arnar Jan Jónsson, deildarlæknir á Landspítalanum. Um er að ræða framtak sem vert er að fagna, enda virðast oft vaða uppi í opinberri umræðu vitleysingar sem ákaft halda fram skaðleysi þessara efna. Á þær árar virðast líka leggjast margir framleiðendur afþreyingarefnis vestan hafs. Í síðustu könnunum Rannsókna og greiningar var enda fjórðungur nemenda í tíunda bekk hér á landi ósammála þeirri fullyrðingu að marijúana væri hættulegt. Á slíkar ranghugmyndir segist Arnar hafa rekist á í starfi sínu á fíknigeðdeild, þegar hann var að ljúka læknisnámi. „Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hversu skaðlegt efnið getur verið,“ segir hann í viðtali við blaðið. Skortur á áreiðanlegum upplýsingum á netinu hafi svo orðið til þess að hann hafi í samstarfi við fleiri ákveðið að búa til vefsíðu um skaðsemi kannabiss. Óhætt er að hvetja bæði ungmenni og aðstandendur þeirra til að sækja síðuna heim, því þar er að finna áreiðanlegar upplýsingar sem byggja á raunverulegum rannsóknum, ekki úreltum gögnum og furðurannsóknum sem hasshausar vilja halda á lofti til að réttlæta eigin neyslu. Meðal forvitnilegra upplýsinga er að notkun kannabiss á unglingsaldri leiðir til óafturkræfrar lækkunar á greindarvísitölu um átta stig. Við því mega ekki allir. Þá er ljóst orðið að endurtekin neysla kannabisefna er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma á borð við geðklofa. Læknar hafa svo sem áður reynt að halda á lofti staðreyndum um skaðsemi kannabisefna. Þannig hrakti Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, í erindi sem hún hélt á fræðslumálþingi síðasta sumar, fullyrðingar um að efnin væru ekki ávanabindandi. Níu prósent allra sem prófa verða háðir efninu, en þar með er ekki öll sagan sögð, því yngri notendur eru í meiri áhættuhópi. Fram kom í máli Halldóru að 17 prósent unglinga sem prófa verði háð neyslunni. Meðmælendur kannabisnotkunar hafa oft viljað benda á skaðsemi annarra fíkniefna og þá gjarnan löglegra, eins og áfengis eða tóbaks líkt og með því væri á einhvern hátt léttvægari sá skaði sem hætt er við með notkun kannabiss. Það er vitanlega rökleysa. Ein synd afsakar ekki aðra. Með því að nú er auðfundin áreiðanleg upplýsingaveita um skaðsemi þessara fíkniefna er foreldrum og öðrum aðstandendum ungs fólks vonandi auðveldara að hrekja þær ranghugmyndir sem fíkniefnasalar og fíklar hafa haldið á lofti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Bjó til síðu um skaðsemi kannabisefna Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jónsson sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúkdómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúklinganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskilningur ríkti um kannabisefni. 1. mars 2016 07:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Notkun kannabisefna dregur úr greind fólks og gerir það útsettara fyrir geðsjúkdómum. Þetta er meðal þess sem lesa má á nýrri upplýsingasíðu um efnið á vefslóðinni kannabis.is. Að síðunni stendur, með fleirum, Arnar Jan Jónsson, deildarlæknir á Landspítalanum. Um er að ræða framtak sem vert er að fagna, enda virðast oft vaða uppi í opinberri umræðu vitleysingar sem ákaft halda fram skaðleysi þessara efna. Á þær árar virðast líka leggjast margir framleiðendur afþreyingarefnis vestan hafs. Í síðustu könnunum Rannsókna og greiningar var enda fjórðungur nemenda í tíunda bekk hér á landi ósammála þeirri fullyrðingu að marijúana væri hættulegt. Á slíkar ranghugmyndir segist Arnar hafa rekist á í starfi sínu á fíknigeðdeild, þegar hann var að ljúka læknisnámi. „Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hversu skaðlegt efnið getur verið,“ segir hann í viðtali við blaðið. Skortur á áreiðanlegum upplýsingum á netinu hafi svo orðið til þess að hann hafi í samstarfi við fleiri ákveðið að búa til vefsíðu um skaðsemi kannabiss. Óhætt er að hvetja bæði ungmenni og aðstandendur þeirra til að sækja síðuna heim, því þar er að finna áreiðanlegar upplýsingar sem byggja á raunverulegum rannsóknum, ekki úreltum gögnum og furðurannsóknum sem hasshausar vilja halda á lofti til að réttlæta eigin neyslu. Meðal forvitnilegra upplýsinga er að notkun kannabiss á unglingsaldri leiðir til óafturkræfrar lækkunar á greindarvísitölu um átta stig. Við því mega ekki allir. Þá er ljóst orðið að endurtekin neysla kannabisefna er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma á borð við geðklofa. Læknar hafa svo sem áður reynt að halda á lofti staðreyndum um skaðsemi kannabisefna. Þannig hrakti Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á geðdeild Landspítalans, í erindi sem hún hélt á fræðslumálþingi síðasta sumar, fullyrðingar um að efnin væru ekki ávanabindandi. Níu prósent allra sem prófa verða háðir efninu, en þar með er ekki öll sagan sögð, því yngri notendur eru í meiri áhættuhópi. Fram kom í máli Halldóru að 17 prósent unglinga sem prófa verði háð neyslunni. Meðmælendur kannabisnotkunar hafa oft viljað benda á skaðsemi annarra fíkniefna og þá gjarnan löglegra, eins og áfengis eða tóbaks líkt og með því væri á einhvern hátt léttvægari sá skaði sem hætt er við með notkun kannabiss. Það er vitanlega rökleysa. Ein synd afsakar ekki aðra. Með því að nú er auðfundin áreiðanleg upplýsingaveita um skaðsemi þessara fíkniefna er foreldrum og öðrum aðstandendum ungs fólks vonandi auðveldara að hrekja þær ranghugmyndir sem fíkniefnasalar og fíklar hafa haldið á lofti.
Bjó til síðu um skaðsemi kannabisefna Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jónsson sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúkdómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúklinganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskilningur ríkti um kannabisefni. 1. mars 2016 07:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun