Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 92-64 | KR í úrslit eftir stórsigur Ingvi Þór Sæmundsson Í DHL-höllinni skrifar 15. apríl 2016 22:00 Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KR eftir sigurinn í kvöld. Vísir/vilhelm KR er komið úrslit Domino's deildar karla í körfubolta eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mættust einnig í oddaleik í DHL-höllinni fyrir ári, nánast upp á dag. Sá leikur er einn sá besti og eftirminnilegasti sem hefur farið fram hér á landi en leikurinn í kvöld var allt öðruvísi. Njarðvík byrjaði leikinn í kvöld ágætlega en KR-ingar voru fljótir að ná undirtökunum og hreinlega völtuðu yfir gestina. Heimamenn voru frábærir, jafnt í vörn sem sókn, og gáfu Njarðvíkingum engin grið. Það var hvergi veikan blett að finna í KR-liðinu sem spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni í kvöld. KR mætir Haukum í úrslitum en fyrsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í DHL-höllinni. Öfugt við leikinn í fyrra, þar sem KR komst í 16-0, byrjuðu Njarðvíkingar vel í kvöld og leiddu framan af. Þeir voru sérstaklega grimmir í sóknarfráköstunum og voru komnir með fimm slík eftir sjö mínútur. KR-ingar voru smá tíma að finna taktinn en um leið og þeir hættu að tapa boltanum og fóru að frákasta betur náðu þeir tökum á leiknum. Jeremy Atkinson var atkvæðamestur í liði Njarðvíkinga í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Hann kom gestunum í 14-17 en KR kláraði 1. leikhluta á 8-0 spretti og leiddi með fimm stigum, 22-17 að honum loknum. Í 2. leikhluta voru KR-ingar með öll völd á vellinum og spiluðu stórvel. Þeir sigu fram úr í frákastabaráttunni, spiluðu góða vörn og sóknarleikurinn gekk smurt undir styrkri stjórn Pavels Ermonlinskij. Leikstjórnandinn meiddist í upphitun fyrir leik fjögur en hann mætti klár í leik kvöldsins og spilaði afar vel. Pavel skoraði reyndar bara sex stig en hann þarf að ekki alltaf að skora til að gagnast liðinu. Hann tók fimm fráköst, gaf átta stoðsendingar og stjórnaði hraðanum í leiknum frábærlega. Heimamenn hittu úr 58% skota sinna í fyrri hálfleik, þar af 57% fyrir utan þriggja stiga línuna, gegn slakri vörn Njarðvíkinga. Gestirnir réðu ekkert við Michael Craion undir körfunni en hann skoraði að vild, 13 stig í fyrri hálfleik og nýtti öll sex skot sín. Þá átti Craion þrjár stoðsendingar í fyrri hálfleik. Snorri Hrafnkelsson átti einnig prýðisgóða innkomu og skoraði sex stig á tæpum átta mínútum í fyrri hálfleik. Annars skiluðu allir leikmenn KR sínu, jafnt í vörn sem sókn. Það sama verður ekki sagt um lykilmenn Njarðvíkinga. Haukur Helgi Pálsson var í vandræðum líkt og í leikjum þrjú og fjögur og skoraði aðeins sex stig í fyrri hálfleik. Logi Gunnarsson fann heldur ekki taktinn sem og Maciej Baginski. Atkinson reyndi eins og hann gat en vantaði meiri hjálp. KR vann 2. leikhluta 25-16 og leiddi með 14 stigum í hálfleik, 47-33. Fjórtán stig er ekki mikill munur í körfubolta en KR-ingar gáfu Njarðvíkingum aldrei tækifæri á að nálgast sig í seinni hálfleik. Heimamenn hittu áfram vel á meðan að sóknarleikur Njarðvíkinga var stirður. Vörn KR var þétt og heimamenn beindu gestunum hvað eftir inn í miðjuna þar sem sóknir þeirra runnu út í sandinn. KR vann 3. leikhlutann 29-12 og fyrir lokaleikhlutann munaði 31 stigi á liðunum, 76-45, og úrslitin svo gott sem ráðin. Fjórði leikhlutinn var bara formsatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar unnu hann 19-16 en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 92-64, KR í vil. Craion var stigahæstur í liði KR með 20 stig en Brynjar Þór Björnsson, sem átti skínandi leik, kom næstur með 16 stig. Darri Hilmarsson skoraði 13 stig, tók átta fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og spilaði sína frábæru vörn að vanda. Hann hitti einnig úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum en alls var KR-liðið með 53% þriggja stiga nýtingu í kvöld. Framlag Snorra hefur verið nefnt og þá skiluðu Helgi Már Magnússon, Björn Kristjánsson og Þórir Þorbjarnarson sínu. Atkinson skoraði 22 stig og tók 14 fráköst fyrir Njarðvík. Haukur kom næstur með 13 stig en hann fann sig engan veginn í kvöld og hitti aðeins úr fimm af 15 skotum sínum. Logi og Maciej voru einnig í vandræðum í sókninni og þegar sú er raunin er á brattan að sækja fyrir Njarðvík.KR-Njarðvík 92-64 (22-17, 25-16, 29-12, 16-19)KR: Michael Craion 20/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 8, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 6/5 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Jón Hrafn Baldvinsson 1.Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 22/14 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 13/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Logi Gunnarsson 8, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2, Adam Eiður Ásgeirsson 2.Finnur er kominn með KR í úrslit þriðja árið í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Verður að hrósa Pavel Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sína menn eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í heild sinni. Eftir andlega erfiðan leik í Njarðvík á miðvikudaginn svaraði KR-liðið kallinu og sýndi að það er ekki að ástæðulausu að við erum að fara í úrslit þriðja árið í röð,“ sagði Finnur eftir leik en KR-ingar mæta Haukum í úrslitum. „Haukarnir eru með gott lið og hafa verið mjög flottir eftir áramót. Þetta verða úrslitaleikir tveggja góðra liða og við hlökkum til að takast á við það.“ KR spilaði stórvel í kvöld, bæði í vörn og sókn. Hittnin var einnig til mikillar fyrirmyndar en Vesturbæingar hittu 53%, bæði inni í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna. Varnarleikur KR-inga var einnig afar vel útfærður og Njarðvíkingar áttu í mestu vandræðum í sókninni. „Við breyttum varnarleiknum aðeins eftir leik tvö þar sem það losnaði um Loga [Gunnarsson] og Hauk [Helga Pálsson]. Við neyddum þá til að sækja meira á körfuna í staðinn fyrir að gefa þeim pláss til að skjóta,“ sagði Finnur. „[Jeremy] Atkinson gerði okkur erfitt fyrir í síðasta leik þegar hann fann sér holur undir körfunni. Og þótt hann hafi skorað 22 stig í dag var það mikið eftir sóknarfráköst eða undir lokin þegar minni spámenn voru komnir inn á völlinn. „Mér fannst þeir skora lítið af körfum út úr kerfunum sínum. Það var meira tilfallandi eftir að þeir fóru út úr kerfunum sínum, eftir sóknarfráköst eða misskilning hjá okkur. Við lokuðum fyrir það í 2. leikhlutanum og í þeim þriðja komum við út og stýrðum tempóinu vel.“ Pavel Ermolinskij meiddist í upphitun fyrir leikinn í Njarðvík á miðvikudaginn en hann var mættur á parketið í kvöld og spilaði vel. „Ég veit ekki alveg hver staðan á honum er, leikurinn er bara nýbúinn. En það verður að hrósa drengnum fyrir karakterinn sem hann sýndi. Hann er okkur gríðarlega mikilvægur og mér fannst það miður, þegar maður las fjölmiðlaumfjöllun um síðasta leik, hversu lítið var talað um fjarveru hans,“ sagði Finnur. „Hann datt út fimm mínútum fyrir leik. Það var ákveðið sjokk og við lentum strax 14 stigum undir en náðum að vinna okkur inn í leikinn sem sýndi andlegan styrk í liðinu.“Logi hitti illa í kvöld eins og fleiri Njarðvíkingar.vísir/vilhelmLogi: Héldum alltaf í vonina Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði að KR-ingar hafi einfaldlega verið sterkari aðilinn í leik kvöldsins. „Við byrjuðum reyndar vel og vorum yfir í byrjun. En svo fóru þeirra skot að detta og okkar að geiga og svoleiðis hélst það út leikinn. Þeir spiluðu góða vörn á okkur og eiga hrós skilið fyrir frábæran varnar- og sóknarleik,“ sagði Logi í leikslok. Fjórtán stigum munaði á liðunum í hálfleik en í stað þess að Njarðvík næði að minnka muninn í þeim seinni stungu KR-ingar af. „Við vonuðumst til að ná áhlaupi strax og fengum ágætis skot sem fóru ekki ofan í. Á meðan hittu þeir úr sínum skotum og þá er ekkert hægt að koma til baka. „Við héldum alltaf í vonina og gáfumst aldrei upp,“ sagði Logi en á hann einhverja skýringu á muninum á sóknarleik Njarðvíkur á heimavelli og útivelli í þessu einvígi? „Munurinn er sá að þeir hittu vel í dag en ekki við. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði fyrirliðinn. Njarðvík hefur nú fallið úr leik eftir oddaleik í undanúrslitum þrjú ár í röð. Þótt það sé svekkjandi segir Logi að það sýni að vissu leyti styrk liðsins. „Það er ákveðinn „standard“ að vera alltaf í þessum oddaleikjum og meðal þeirra bestu, ár eftir ár. Bilið er alltaf, að manni finnst, að minnka og vonandi minnkar það enn frekar á næsta ári,“ sagði Logi að endingu.Brynjar skoraði 16 stig í kvöld.vísir/vilhelmBrynjar Þór: Þegar við spilum svona á ekkert lið möguleika í okkur Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, átti góðan leik þegar Vesturbæingar slógu Njarðvík úr leik í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Hann tók undir með blaðamanni Vísis að leikurinn í kvöld væri sá besti hjá KR í einvíginu við Njarðvík og jafnvel úrslitakeppninni allri. „Jú, algjörlega. Það sýnir sig að þegar við spilum á okkar krafti og höldum einbeitingu, þá á ekkert lið möguleika í okkur. Við vorum bara miklu betri í dag og fengum frábært framlag frá öllum. Það lögðu allir í púkkið,“ sagði Brynjar sigurreifur eftir leik. KR-ingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr 53% skota sinna þaðan. „Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta, menn létu þetta bara fljúga. Menn hugsuðu ekkert of mikið og það er best í svona leikjum,“ sagði Brynjar sem var ánægður með varnarleik KR í kvöld. „Þeir spila betur í Njarðvíkurhúsinu, Logi [Gunnarsson], Maciej [Baginski] og allir þessir strákar. Þeir voru með kraft þar en voru bara búnir á því í kvöld.“ KR-ingar fá þrjá daga til að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið við Hauka sem hefst á þriðjudaginn. Brynjar býst við erfiðum leikjum gegn Hafnfirðingum sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er alltaf gott að koma úr oddaleikjaseríu og fara í fyrsta leik. Við erum tilbúnir í allt og nú er bara að sýna Haukunum að þeir eiga ekki möguleika í okkur,“ sagði Brynjar. „Þeir eru flott lið og fljúga á einhverju skýi núna en við ætlum okkur að taka þá af því.“Bein lýsing: KR - NjarðvíkTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
KR er komið úrslit Domino's deildar karla í körfubolta eftir stórsigur á Njarðvík, 92-64, í oddaleik í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mættust einnig í oddaleik í DHL-höllinni fyrir ári, nánast upp á dag. Sá leikur er einn sá besti og eftirminnilegasti sem hefur farið fram hér á landi en leikurinn í kvöld var allt öðruvísi. Njarðvík byrjaði leikinn í kvöld ágætlega en KR-ingar voru fljótir að ná undirtökunum og hreinlega völtuðu yfir gestina. Heimamenn voru frábærir, jafnt í vörn sem sókn, og gáfu Njarðvíkingum engin grið. Það var hvergi veikan blett að finna í KR-liðinu sem spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni í kvöld. KR mætir Haukum í úrslitum en fyrsti leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í DHL-höllinni. Öfugt við leikinn í fyrra, þar sem KR komst í 16-0, byrjuðu Njarðvíkingar vel í kvöld og leiddu framan af. Þeir voru sérstaklega grimmir í sóknarfráköstunum og voru komnir með fimm slík eftir sjö mínútur. KR-ingar voru smá tíma að finna taktinn en um leið og þeir hættu að tapa boltanum og fóru að frákasta betur náðu þeir tökum á leiknum. Jeremy Atkinson var atkvæðamestur í liði Njarðvíkinga í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 13 stig og tók sjö fráköst. Hann kom gestunum í 14-17 en KR kláraði 1. leikhluta á 8-0 spretti og leiddi með fimm stigum, 22-17 að honum loknum. Í 2. leikhluta voru KR-ingar með öll völd á vellinum og spiluðu stórvel. Þeir sigu fram úr í frákastabaráttunni, spiluðu góða vörn og sóknarleikurinn gekk smurt undir styrkri stjórn Pavels Ermonlinskij. Leikstjórnandinn meiddist í upphitun fyrir leik fjögur en hann mætti klár í leik kvöldsins og spilaði afar vel. Pavel skoraði reyndar bara sex stig en hann þarf að ekki alltaf að skora til að gagnast liðinu. Hann tók fimm fráköst, gaf átta stoðsendingar og stjórnaði hraðanum í leiknum frábærlega. Heimamenn hittu úr 58% skota sinna í fyrri hálfleik, þar af 57% fyrir utan þriggja stiga línuna, gegn slakri vörn Njarðvíkinga. Gestirnir réðu ekkert við Michael Craion undir körfunni en hann skoraði að vild, 13 stig í fyrri hálfleik og nýtti öll sex skot sín. Þá átti Craion þrjár stoðsendingar í fyrri hálfleik. Snorri Hrafnkelsson átti einnig prýðisgóða innkomu og skoraði sex stig á tæpum átta mínútum í fyrri hálfleik. Annars skiluðu allir leikmenn KR sínu, jafnt í vörn sem sókn. Það sama verður ekki sagt um lykilmenn Njarðvíkinga. Haukur Helgi Pálsson var í vandræðum líkt og í leikjum þrjú og fjögur og skoraði aðeins sex stig í fyrri hálfleik. Logi Gunnarsson fann heldur ekki taktinn sem og Maciej Baginski. Atkinson reyndi eins og hann gat en vantaði meiri hjálp. KR vann 2. leikhluta 25-16 og leiddi með 14 stigum í hálfleik, 47-33. Fjórtán stig er ekki mikill munur í körfubolta en KR-ingar gáfu Njarðvíkingum aldrei tækifæri á að nálgast sig í seinni hálfleik. Heimamenn hittu áfram vel á meðan að sóknarleikur Njarðvíkinga var stirður. Vörn KR var þétt og heimamenn beindu gestunum hvað eftir inn í miðjuna þar sem sóknir þeirra runnu út í sandinn. KR vann 3. leikhlutann 29-12 og fyrir lokaleikhlutann munaði 31 stigi á liðunum, 76-45, og úrslitin svo gott sem ráðin. Fjórði leikhlutinn var bara formsatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar unnu hann 19-16 en það breytti engu um úrslitin. Lokatölur 92-64, KR í vil. Craion var stigahæstur í liði KR með 20 stig en Brynjar Þór Björnsson, sem átti skínandi leik, kom næstur með 16 stig. Darri Hilmarsson skoraði 13 stig, tók átta fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og spilaði sína frábæru vörn að vanda. Hann hitti einnig úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum en alls var KR-liðið með 53% þriggja stiga nýtingu í kvöld. Framlag Snorra hefur verið nefnt og þá skiluðu Helgi Már Magnússon, Björn Kristjánsson og Þórir Þorbjarnarson sínu. Atkinson skoraði 22 stig og tók 14 fráköst fyrir Njarðvík. Haukur kom næstur með 13 stig en hann fann sig engan veginn í kvöld og hitti aðeins úr fimm af 15 skotum sínum. Logi og Maciej voru einnig í vandræðum í sókninni og þegar sú er raunin er á brattan að sækja fyrir Njarðvík.KR-Njarðvík 92-64 (22-17, 25-16, 29-12, 16-19)KR: Michael Craion 20/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/7 fráköst, Darri Hilmarsson 13/8 fráköst, Helgi Már Magnússon 12/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 8, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 7, Björn Kristjánsson 6/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 6/5 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Jón Hrafn Baldvinsson 1.Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 22/14 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 13/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Logi Gunnarsson 8, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Maciej Stanislav Baginski 2, Adam Eiður Ásgeirsson 2.Finnur er kominn með KR í úrslit þriðja árið í röð.vísir/antonFinnur Freyr: Verður að hrósa Pavel Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sína menn eftir sigurinn örugga á Njarðvík í kvöld. „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu í heild sinni. Eftir andlega erfiðan leik í Njarðvík á miðvikudaginn svaraði KR-liðið kallinu og sýndi að það er ekki að ástæðulausu að við erum að fara í úrslit þriðja árið í röð,“ sagði Finnur eftir leik en KR-ingar mæta Haukum í úrslitum. „Haukarnir eru með gott lið og hafa verið mjög flottir eftir áramót. Þetta verða úrslitaleikir tveggja góðra liða og við hlökkum til að takast á við það.“ KR spilaði stórvel í kvöld, bæði í vörn og sókn. Hittnin var einnig til mikillar fyrirmyndar en Vesturbæingar hittu 53%, bæði inni í teig og fyrir utan þriggja stiga línuna. Varnarleikur KR-inga var einnig afar vel útfærður og Njarðvíkingar áttu í mestu vandræðum í sókninni. „Við breyttum varnarleiknum aðeins eftir leik tvö þar sem það losnaði um Loga [Gunnarsson] og Hauk [Helga Pálsson]. Við neyddum þá til að sækja meira á körfuna í staðinn fyrir að gefa þeim pláss til að skjóta,“ sagði Finnur. „[Jeremy] Atkinson gerði okkur erfitt fyrir í síðasta leik þegar hann fann sér holur undir körfunni. Og þótt hann hafi skorað 22 stig í dag var það mikið eftir sóknarfráköst eða undir lokin þegar minni spámenn voru komnir inn á völlinn. „Mér fannst þeir skora lítið af körfum út úr kerfunum sínum. Það var meira tilfallandi eftir að þeir fóru út úr kerfunum sínum, eftir sóknarfráköst eða misskilning hjá okkur. Við lokuðum fyrir það í 2. leikhlutanum og í þeim þriðja komum við út og stýrðum tempóinu vel.“ Pavel Ermolinskij meiddist í upphitun fyrir leikinn í Njarðvík á miðvikudaginn en hann var mættur á parketið í kvöld og spilaði vel. „Ég veit ekki alveg hver staðan á honum er, leikurinn er bara nýbúinn. En það verður að hrósa drengnum fyrir karakterinn sem hann sýndi. Hann er okkur gríðarlega mikilvægur og mér fannst það miður, þegar maður las fjölmiðlaumfjöllun um síðasta leik, hversu lítið var talað um fjarveru hans,“ sagði Finnur. „Hann datt út fimm mínútum fyrir leik. Það var ákveðið sjokk og við lentum strax 14 stigum undir en náðum að vinna okkur inn í leikinn sem sýndi andlegan styrk í liðinu.“Logi hitti illa í kvöld eins og fleiri Njarðvíkingar.vísir/vilhelmLogi: Héldum alltaf í vonina Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, sagði að KR-ingar hafi einfaldlega verið sterkari aðilinn í leik kvöldsins. „Við byrjuðum reyndar vel og vorum yfir í byrjun. En svo fóru þeirra skot að detta og okkar að geiga og svoleiðis hélst það út leikinn. Þeir spiluðu góða vörn á okkur og eiga hrós skilið fyrir frábæran varnar- og sóknarleik,“ sagði Logi í leikslok. Fjórtán stigum munaði á liðunum í hálfleik en í stað þess að Njarðvík næði að minnka muninn í þeim seinni stungu KR-ingar af. „Við vonuðumst til að ná áhlaupi strax og fengum ágætis skot sem fóru ekki ofan í. Á meðan hittu þeir úr sínum skotum og þá er ekkert hægt að koma til baka. „Við héldum alltaf í vonina og gáfumst aldrei upp,“ sagði Logi en á hann einhverja skýringu á muninum á sóknarleik Njarðvíkur á heimavelli og útivelli í þessu einvígi? „Munurinn er sá að þeir hittu vel í dag en ekki við. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði fyrirliðinn. Njarðvík hefur nú fallið úr leik eftir oddaleik í undanúrslitum þrjú ár í röð. Þótt það sé svekkjandi segir Logi að það sýni að vissu leyti styrk liðsins. „Það er ákveðinn „standard“ að vera alltaf í þessum oddaleikjum og meðal þeirra bestu, ár eftir ár. Bilið er alltaf, að manni finnst, að minnka og vonandi minnkar það enn frekar á næsta ári,“ sagði Logi að endingu.Brynjar skoraði 16 stig í kvöld.vísir/vilhelmBrynjar Þór: Þegar við spilum svona á ekkert lið möguleika í okkur Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, átti góðan leik þegar Vesturbæingar slógu Njarðvík úr leik í undanúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld. Hann tók undir með blaðamanni Vísis að leikurinn í kvöld væri sá besti hjá KR í einvíginu við Njarðvík og jafnvel úrslitakeppninni allri. „Jú, algjörlega. Það sýnir sig að þegar við spilum á okkar krafti og höldum einbeitingu, þá á ekkert lið möguleika í okkur. Við vorum bara miklu betri í dag og fengum frábært framlag frá öllum. Það lögðu allir í púkkið,“ sagði Brynjar sigurreifur eftir leik. KR-ingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu úr 53% skota sinna þaðan. „Ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta, menn létu þetta bara fljúga. Menn hugsuðu ekkert of mikið og það er best í svona leikjum,“ sagði Brynjar sem var ánægður með varnarleik KR í kvöld. „Þeir spila betur í Njarðvíkurhúsinu, Logi [Gunnarsson], Maciej [Baginski] og allir þessir strákar. Þeir voru með kraft þar en voru bara búnir á því í kvöld.“ KR-ingar fá þrjá daga til að undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið við Hauka sem hefst á þriðjudaginn. Brynjar býst við erfiðum leikjum gegn Hafnfirðingum sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er alltaf gott að koma úr oddaleikjaseríu og fara í fyrsta leik. Við erum tilbúnir í allt og nú er bara að sýna Haukunum að þeir eiga ekki möguleika í okkur,“ sagði Brynjar. „Þeir eru flott lið og fljúga á einhverju skýi núna en við ætlum okkur að taka þá af því.“Bein lýsing: KR - NjarðvíkTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira