Krónufíllinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnin hyggst síðar í þessum mánuði tilkynna um sérstakar aðgerðir sem eiga að stemma stigu við frekari styrkingu krónunnar. Þær aðgerðir koma þá til viðbótar afnámi gjaldeyrishaftanna sem tilkynnt var í vikunni. Gamalkunnugt harmakvein berst nú frá útflutningsgreinunum, sjávarútvegi sérstaklega, en nú í seinni tíð einnig ferðamannaiðnaði þar sem fólk óttast að hátt verðlag hér á landi valdi því hreinlega að við verðleggjum okkur út af markaðnum. Fyrir okkur sem munum tímana tvenna kemur orðið gengisfelling upp í hugann við tíðindi sem þessi. Það orð er þó ekki lengur í tísku að því er virðist og því talað um „sérstakar aðgerðir“. Krónan féll snarplega í kjölfar tíðindanna um afnám haftanna á þriðjudag. Nú í lok viku er hún hins vegar allt að því búin að vinna þá veikingu til baka. Skyldi engan undra. Ísland er skuldlaust land, hagvöxtur er kringum 7 prósent og hér ríkir að því er virðist ævarandi hávaxtarstefna. Við þetta bætist svo ferðamannastraumurinn sem engan enda virðist ætla að taka. Skilyrði eru einfaldlega með þeim hætti að krónan ætti að halda áfram að styrkjast að minnsta kosti til skamms tíma. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað eru enn sem komið er óútfærðar. Þó nefndi fjármálaráðherra að til greina kæmi aukin gjaldtaka í ferðaþjónustunni. Önnur hugmynd ráðherrans er að skikka lífeyrissjóðina til frekari fjárfestinga erlendis. Með öðrum orðum, það á að reyna að stemma stigu við ferðamannaflaumnum og senda lífeyri landsmanna úr landi með valdi. Seðlabankinn hefur svo látið í skína að vaxtalækkun fylgi í kjölfarið. Ekki er að undra þótt útflutningsfyrirtækin í landinu kvarti. Það er engin leið að gera áætlanir þegar uppgjörsmyntin styrkist um 15 til 25 prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á tólf mánaða tímabili. Gallinn er bara sá að sömu fyrirtæki kvarta ekki þegar aðstæður eru á hinn veginn og krónan hefur tekið snarpa dýfu. Þá ríkir gullgrafarahugarfar og gullfiskaminnið tekur völdin. Þar liggur þeirra sök. Stöðugt hagkerfi er forsenda farsælla viðskipta til lengri tíma. Sveifluhagkerfi býður hins vegar hættu á skammtímahugsun heim. Ef hér væri stöðugur gjaldmiðill í stað okkar íslensku örmyntar þyrfti ekki að koma til „sérstakra aðgerða“ eins og nefndar voru hér að ofan. Við þyrftum heldur ekki að hlusta á regluleg harmakvein frá innflutnings- og útflutningsgreinum á víxl. Þeim sem legðu áherslu á stöðugan rekstur til lengri tíma yrði umbunað. Góðu árin væru kannski ekki alveg jafn góð, en þau mögru væru heldur ekki alveg jafn mögur. Íslenska krónan er, sem fyrr, fíllinn í herberginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Ríkisstjórnin hyggst síðar í þessum mánuði tilkynna um sérstakar aðgerðir sem eiga að stemma stigu við frekari styrkingu krónunnar. Þær aðgerðir koma þá til viðbótar afnámi gjaldeyrishaftanna sem tilkynnt var í vikunni. Gamalkunnugt harmakvein berst nú frá útflutningsgreinunum, sjávarútvegi sérstaklega, en nú í seinni tíð einnig ferðamannaiðnaði þar sem fólk óttast að hátt verðlag hér á landi valdi því hreinlega að við verðleggjum okkur út af markaðnum. Fyrir okkur sem munum tímana tvenna kemur orðið gengisfelling upp í hugann við tíðindi sem þessi. Það orð er þó ekki lengur í tísku að því er virðist og því talað um „sérstakar aðgerðir“. Krónan féll snarplega í kjölfar tíðindanna um afnám haftanna á þriðjudag. Nú í lok viku er hún hins vegar allt að því búin að vinna þá veikingu til baka. Skyldi engan undra. Ísland er skuldlaust land, hagvöxtur er kringum 7 prósent og hér ríkir að því er virðist ævarandi hávaxtarstefna. Við þetta bætist svo ferðamannastraumurinn sem engan enda virðist ætla að taka. Skilyrði eru einfaldlega með þeim hætti að krónan ætti að halda áfram að styrkjast að minnsta kosti til skamms tíma. Þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað eru enn sem komið er óútfærðar. Þó nefndi fjármálaráðherra að til greina kæmi aukin gjaldtaka í ferðaþjónustunni. Önnur hugmynd ráðherrans er að skikka lífeyrissjóðina til frekari fjárfestinga erlendis. Með öðrum orðum, það á að reyna að stemma stigu við ferðamannaflaumnum og senda lífeyri landsmanna úr landi með valdi. Seðlabankinn hefur svo látið í skína að vaxtalækkun fylgi í kjölfarið. Ekki er að undra þótt útflutningsfyrirtækin í landinu kvarti. Það er engin leið að gera áætlanir þegar uppgjörsmyntin styrkist um 15 til 25 prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á tólf mánaða tímabili. Gallinn er bara sá að sömu fyrirtæki kvarta ekki þegar aðstæður eru á hinn veginn og krónan hefur tekið snarpa dýfu. Þá ríkir gullgrafarahugarfar og gullfiskaminnið tekur völdin. Þar liggur þeirra sök. Stöðugt hagkerfi er forsenda farsælla viðskipta til lengri tíma. Sveifluhagkerfi býður hins vegar hættu á skammtímahugsun heim. Ef hér væri stöðugur gjaldmiðill í stað okkar íslensku örmyntar þyrfti ekki að koma til „sérstakra aðgerða“ eins og nefndar voru hér að ofan. Við þyrftum heldur ekki að hlusta á regluleg harmakvein frá innflutnings- og útflutningsgreinum á víxl. Þeim sem legðu áherslu á stöðugan rekstur til lengri tíma yrði umbunað. Góðu árin væru kannski ekki alveg jafn góð, en þau mögru væru heldur ekki alveg jafn mögur. Íslenska krónan er, sem fyrr, fíllinn í herberginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.