Lífið

„Kominn tími á þessa kynslóð”

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. Vísir/Anton Brink
„Það hlaut að koma að þessu. Óska nafna mínum alls hins besta í þessu verkefni, það er kominn tími á þessa kynslóð,” segir Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið er bréf sem alnafni hans, níu ára gamall sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, fékk í dag frá innanríkisráðuneytinu þess efnis að búið væri að skipa hann sem stjórnarformann Byggðastofnunar.

Bréfið átti vitanlega að fara til menntamálaráðherrans fyrrverandi, en Katrín og eiginmaður hennar, Gunnar Sigvaldason, tóku vel í þessi mistök ráðuneytisins og sögðust afar stolt af syninum.

„Við höfum einu sinni fengið jólakort en gerðum ekkert úr því nema bara að áframsenda það á réttan stað en þetta er nú í fyrsta skipti sem hið opinbera ákveður að velja son okkar fram yfir þann eldri. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á þetta sem mikla ábyrgðarstöðu fyrir þennan unga mann,” sagði Katrín létt í samtali við fréttastofu í dag.

Illugi hinn eldri tók sömuleiðis vel í þetta ef marka má Facebook-færslu hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×