Lífið

Pabbi kynnir íslensku stigin í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar fréttir.
Skemmtilegar fréttir. garðar
Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson kynnir stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision í ár, en eins og margir vita þá er Björgvin faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir fyrir Íslands hönd í keppninni í Kænugarði.

Björgvin keppti sjálfur í keppninni árið 1995 með laginu Núna. RÚV greindi fyrst frá.

„Það er mjög skemmtilegt fyrir mig að taka þátt í Eurovison á þennan hátt, sérstaklega núna þegar hún Svala mín stendur í sömu sporum og ég í Dublin 1995. Ég vona bara að Íslendingar velji rétta lagið að þessu sinni,“ segir Björgvin í samtali við RÚV.

Svala stígur á svið þann 9. maí í Kænugarði og er hún 13. á svið.



Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júró í dag.


Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×