Jarðbundin fjölskyldukona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. ágúst 2017 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GSÍmyndir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en í vikunni varð hún fyrsti Íslendingurinn sem keppir á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hún hefur reyndar verið dugleg við að brjóta niður múra fyrir íslenska kylfinga undanfarna árið en seint á síðasta ári tryggði hún sér fullan þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía Þórunn verður 25 ára þann 15. október næstkomandi en hún helgaði sér golfíþróttinni alfarið eftir að hún útskrifaðist úr Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum árið 2014 eftir fjögurra ára nám. Hún hélt utan aðeins átján ára, yngri en flest íslenskt íþróttafólk sem heldur utan í nám á skólastyrk. Foreldrar hennar eru Kristinn J. Gíslason og Elísabet Erlendsdóttir. Ólafía á tvo eldri bræður sem báðir hafa spilað golf, Kristinn og Alfreð Brynjar. Hún á einnig tvær eldri systur, Elínborgu og Lóu Kristínu. Ólafía ólst upp í Reykjavík og spilaði golf í Golfklúbbi Reykjavíkur áður en hún hélt utan til náms. Unnusti hennar er Thomas Bojanowski en þau eiga heimili í Koblenz í Þýskalandi. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrsta konan til að vinna Íslandsmót á lægra skori en Íslandsmeistari karla, en það gerði hún á Jaðarsvelli á Akureyri í fyrra. Hún er nú rétt fyrir utan hóp 100 efstu kylfinga peningalista LPGA-mótaraðarinnar en hún þarf að vera í þeim hópi í lok tímabilsins til að endurnýja þátttökurétt sinn á mótinu.Lilja ZohraEkki til dómharka í henni „Ólafía er alltaf ótrúlega hress. Hún er mest peppandi manneskja sem ég þekki,“ segir Lilja Zohra, æskuvinkona Ólafíu Þórunnar. Þær kynntust í Ingunnarskóla í Grafarholti í áttunda bekk og hafa haldið vinskapnum síðan. „Við hittumst í næstum hvert skipti sem hún kemur til landsins og hún passar alltaf vel upp á að láta mann vita þegar eitthvað stórt gerist í lífinu, hvort sem það tengist golfinu eða ekki.“ Lilja segir að þær hafi verið rólegir unglingar, en það hafi verið stutt í grínið. „Við vorum nú aðallega úti í fótbolta og að búa til myndbönd af okkur. Það var alltaf mjög gaman hjá okkur og mikið hlegið.“ Hún segir að einn helsti styrkleiki Ólafíu sé hversu góð hún er við allt og alla í kringum sig. „Það er ekki til dómharka í henni og það er eitthvað til að dást að, nú til dags. Hún er líka ekki hrædd við að hlæja að sjálfri sér en rífur aldrei aðra niður. Hún er einfaldlega alltaf hress.“ Einlægni Ólafíu skín í gegn í öllum viðtölum sem eru tekin við hana og Lilja segir að hún raun ekki breyst síðan í áttunda bekk. „Hún er nákvæmlega eins og þegar ég kynntist henni,“ leggur Lilja áherslu á. „Kannski að eini munurinn er að hún er með mun meira sjálfstraust. Það skín af henni. En það er ekki að finna hroka í henni, eins og maður býst við af fólki sem nær langt. Ólafía er jarðbundin, það er best að lýsa henni þannig.“Silvia er lengst til vinstri á myndinni.Mömmustelpa og elskar að baka Silvia Seidenfaden er mágkona Ólafíu og kynntist henni þegar hún var fjórtán ára gömul. Þær eru miklar vinkonur í dag en það fyrsta sem Silvia nefnir er hversu barngóð Ólafía Þórunn er. „Það mikilvægasta sem hún gerir þegar hún kemur til Íslands er að hitta litlu frændsystkinin sín en bræður hennar eiga fimm börn. Það er líka algengt að hún biður um að fá nýlegar myndir af börnunum fyrir stór mót hjá henni,“ segir Silvia. Hún segir einnig að Ólafía hafi gaman að því að vera í eldhúsinu, sérstaklega þegar kemur að bakstri. „Þegar hún kemur heim er byrjað á því að fara beint heim, baka köku og fá frændsystkinin í heimsókn. Hún er mjög uppátækjasöm og afar nösk á að finna skemmtilega leiki fyrir þau.“ Silva bætir við að Ólafía hafi ávallt verið sjálfri sér staðföst og trú. „Velgengnin hefur ekki breytt henni neitt. Hún er ekkert að spá í frægð eða neinu slíku. Hún nýtir sér hins vegar stuðning íslensku þjóðarinnar mjög vel og notað þetta sérkenni, að vera Íslendingur, til að einkenna sig á mótaröðinni. Hún er afar þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem hún hefur fengið.“ Ólafía er einnig mikil mömmustelpa, að sögn Silviu. „Hún vill helst íslenskan fisk að borða sem mamma eldar. Henni líður alltaf best þegar mamma er með henni á golfmótum, svo hún geti eldað fyrir hana og smurt nestið.“Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu„Ólafía lifir í núinu“ Thomas Bojanowski er unnusti Ólafíu en þau hafa verið í sambandi í hálft sjött ár. Þau kynntust í Wake Forrest háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem þau voru bæði við nám. Thomas er þýskur en er nýútskrifaður úr MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. „Ég held að ég hafi eytt meiri tíma á Íslandi síðustu árin en hún,“ segir hann í léttum dúr. Tomas lýsir henni Ólafíu sem manneskju sem auðvelt er að umgangast og áhyggjulausri. „Sem er gott því ég er þýskur og finnst gott að gera áætlanir fram í tímann. Hún tekur hins vegar öllu með mikilli yfirvegun og ró og er laus við það að taka með sér áhyggjur inn í næsta dag. Hún nær að lifa í núinu sem er mikill kostur fyrir hana sem íþróttamaður.“ Thomas segir að fyrir utan íþróttina sé fjölskyldan í fyrsta sætinu. Litlu frændsystkinin hennar og litla frænka hans í Þýskalandi eigi hug hennar allan í heimsóknum. „Fjölskyldan er númer eitt. En hún grípur í gítar og les líka. Svo stundar hún oft hugleiðslu, ekki aðeins fyrir golfið heldur líka lífið almennt.“ Thomas rekur sitt eigið fyrirtæki og fær því tækifæri til að ferðast með Ólafíu hvert sem hún fer. „Það eru mikil forréttindi að geta unnið hvar sem er og nýtist okkur mjög vel. Ég geri ráð fyrir því að ferðast áfram með henni út árið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stendur í ströngu þessa dagana en í vikunni varð hún fyrsti Íslendingurinn sem keppir á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hún hefur reyndar verið dugleg við að brjóta niður múra fyrir íslenska kylfinga undanfarna árið en seint á síðasta ári tryggði hún sér fullan þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Ólafía Þórunn verður 25 ára þann 15. október næstkomandi en hún helgaði sér golfíþróttinni alfarið eftir að hún útskrifaðist úr Wake Forest háskólanum í Bandaríkjunum árið 2014 eftir fjögurra ára nám. Hún hélt utan aðeins átján ára, yngri en flest íslenskt íþróttafólk sem heldur utan í nám á skólastyrk. Foreldrar hennar eru Kristinn J. Gíslason og Elísabet Erlendsdóttir. Ólafía á tvo eldri bræður sem báðir hafa spilað golf, Kristinn og Alfreð Brynjar. Hún á einnig tvær eldri systur, Elínborgu og Lóu Kristínu. Ólafía ólst upp í Reykjavík og spilaði golf í Golfklúbbi Reykjavíkur áður en hún hélt utan til náms. Unnusti hennar er Thomas Bojanowski en þau eiga heimili í Koblenz í Þýskalandi. Hún er þrefaldur Íslandsmeistari í golfi og fyrsta konan til að vinna Íslandsmót á lægra skori en Íslandsmeistari karla, en það gerði hún á Jaðarsvelli á Akureyri í fyrra. Hún er nú rétt fyrir utan hóp 100 efstu kylfinga peningalista LPGA-mótaraðarinnar en hún þarf að vera í þeim hópi í lok tímabilsins til að endurnýja þátttökurétt sinn á mótinu.Lilja ZohraEkki til dómharka í henni „Ólafía er alltaf ótrúlega hress. Hún er mest peppandi manneskja sem ég þekki,“ segir Lilja Zohra, æskuvinkona Ólafíu Þórunnar. Þær kynntust í Ingunnarskóla í Grafarholti í áttunda bekk og hafa haldið vinskapnum síðan. „Við hittumst í næstum hvert skipti sem hún kemur til landsins og hún passar alltaf vel upp á að láta mann vita þegar eitthvað stórt gerist í lífinu, hvort sem það tengist golfinu eða ekki.“ Lilja segir að þær hafi verið rólegir unglingar, en það hafi verið stutt í grínið. „Við vorum nú aðallega úti í fótbolta og að búa til myndbönd af okkur. Það var alltaf mjög gaman hjá okkur og mikið hlegið.“ Hún segir að einn helsti styrkleiki Ólafíu sé hversu góð hún er við allt og alla í kringum sig. „Það er ekki til dómharka í henni og það er eitthvað til að dást að, nú til dags. Hún er líka ekki hrædd við að hlæja að sjálfri sér en rífur aldrei aðra niður. Hún er einfaldlega alltaf hress.“ Einlægni Ólafíu skín í gegn í öllum viðtölum sem eru tekin við hana og Lilja segir að hún raun ekki breyst síðan í áttunda bekk. „Hún er nákvæmlega eins og þegar ég kynntist henni,“ leggur Lilja áherslu á. „Kannski að eini munurinn er að hún er með mun meira sjálfstraust. Það skín af henni. En það er ekki að finna hroka í henni, eins og maður býst við af fólki sem nær langt. Ólafía er jarðbundin, það er best að lýsa henni þannig.“Silvia er lengst til vinstri á myndinni.Mömmustelpa og elskar að baka Silvia Seidenfaden er mágkona Ólafíu og kynntist henni þegar hún var fjórtán ára gömul. Þær eru miklar vinkonur í dag en það fyrsta sem Silvia nefnir er hversu barngóð Ólafía Þórunn er. „Það mikilvægasta sem hún gerir þegar hún kemur til Íslands er að hitta litlu frændsystkinin sín en bræður hennar eiga fimm börn. Það er líka algengt að hún biður um að fá nýlegar myndir af börnunum fyrir stór mót hjá henni,“ segir Silvia. Hún segir einnig að Ólafía hafi gaman að því að vera í eldhúsinu, sérstaklega þegar kemur að bakstri. „Þegar hún kemur heim er byrjað á því að fara beint heim, baka köku og fá frændsystkinin í heimsókn. Hún er mjög uppátækjasöm og afar nösk á að finna skemmtilega leiki fyrir þau.“ Silva bætir við að Ólafía hafi ávallt verið sjálfri sér staðföst og trú. „Velgengnin hefur ekki breytt henni neitt. Hún er ekkert að spá í frægð eða neinu slíku. Hún nýtir sér hins vegar stuðning íslensku þjóðarinnar mjög vel og notað þetta sérkenni, að vera Íslendingur, til að einkenna sig á mótaröðinni. Hún er afar þakklát fyrir þennan mikla stuðning sem hún hefur fengið.“ Ólafía er einnig mikil mömmustelpa, að sögn Silviu. „Hún vill helst íslenskan fisk að borða sem mamma eldar. Henni líður alltaf best þegar mamma er með henni á golfmótum, svo hún geti eldað fyrir hana og smurt nestið.“Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu„Ólafía lifir í núinu“ Thomas Bojanowski er unnusti Ólafíu en þau hafa verið í sambandi í hálft sjött ár. Þau kynntust í Wake Forrest háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem þau voru bæði við nám. Thomas er þýskur en er nýútskrifaður úr MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. „Ég held að ég hafi eytt meiri tíma á Íslandi síðustu árin en hún,“ segir hann í léttum dúr. Tomas lýsir henni Ólafíu sem manneskju sem auðvelt er að umgangast og áhyggjulausri. „Sem er gott því ég er þýskur og finnst gott að gera áætlanir fram í tímann. Hún tekur hins vegar öllu með mikilli yfirvegun og ró og er laus við það að taka með sér áhyggjur inn í næsta dag. Hún nær að lifa í núinu sem er mikill kostur fyrir hana sem íþróttamaður.“ Thomas segir að fyrir utan íþróttina sé fjölskyldan í fyrsta sætinu. Litlu frændsystkinin hennar og litla frænka hans í Þýskalandi eigi hug hennar allan í heimsóknum. „Fjölskyldan er númer eitt. En hún grípur í gítar og les líka. Svo stundar hún oft hugleiðslu, ekki aðeins fyrir golfið heldur líka lífið almennt.“ Thomas rekur sitt eigið fyrirtæki og fær því tækifæri til að ferðast með Ólafíu hvert sem hún fer. „Það eru mikil forréttindi að geta unnið hvar sem er og nýtist okkur mjög vel. Ég geri ráð fyrir því að ferðast áfram með henni út árið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira