Forstjóri Volvo sér framtíðina í rafvæðingu bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 11:45 Volvo XC90 í hleðslu. Hakan Samuelsson er sannfærður um að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafvæðingu bíla, en bætir því jafnfram við að hann gæti haft á röngu að standa. Hann sér litla framtíð í dísilvélum í ljósi þeirra ströngu mengunarstaðla sem þeim hefur verið settar hvað varðar NOx mengun. Í þessu ljósi muni Volvo einbeita sér í síauknu mæli að tengiltvinnbílum með bensínvélum og rafmótorum, sem og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Hakan segir dísilvélina þó ekki dauða en sér fyrir sér að bílar með slíkar vélar þurfi einnig að hafa rafmótora til að uppfylla mengunarskilyrði.Þróun brunavélarinnar að mestu yfirstaðinHann sgir þróunina á síminnkandi eyðslu bæði bensín- og dísilvélar að mestu yfirstaðna svo lausnin til að standast sífellt auknar kröfur um litla mengun sé fólgin í því að bæta við rafmótorum. Það hefur Volvo reyndar þegar gert með nýja XC90 T8 og S90/V90 T8 bíla sína, sem og fleiri bíla. Volvo ætlar einnig að setja á markað fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl sinn árið 2019, eða eftir aðeins tvö ár. Árið 2025 ætlar Volvo að eiga 1 milljón bíla á götunum sem annaðhvort eru rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Forstjórinn sagði að ekki bara hann, heldur almenningur almennt væri afar hrifið af aksturgetu og snerpu bíla með rafmótorum og að fólk sé orðið tilbúið að kaupa slíka bíla aðeins á þeim forsendum að þeir væri svo skemmtilegir, ekki bara sparneytnir, umhverfisvænir og ódýrir í rekstri. Þeir séu að auki yndislega hljóðlátir.Rafmagnsbílar verða brátt jafn ódýrirHann telur einnig að sílækkandi verð á rafhlöðum muni brátt gera bíla með rafmótorum jafn ódýra og hefðbundna bensín- eða dísilbíla. Volvo ætlar ekki og telur sig ekki hafa það hlutverk að byggja upp rafhleðslunet og telur aðra sjá tækifæri í því, aðila sem betur eru til þess hæfir og sjá viðskiptatækifæri í því. Það henti ekki bílaframleiðendum, þeir eigi að smíða bíla en aðrir aðilar að sjá um orkuþörf þeirra, líkt og olíufélögin nú. Volvo sér einnig tækifæri í vetnisbílum, en ætlar ekki að leggja höfuðáherslu á smíði þeirra. Volvo verði að einblína á það sem þeir hafa mesta trú á og það er að rafvæða bíla. Fókusinn megi ekki vera á of mörgum stöðum, en Hakan bætti því við að hann gæti haft á röngu að standa þarna, en tíminn einn myndi leiða það í ljós. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hakan Samuelsson er sannfærður um að framtíð bíliðnaðarins liggi í rafvæðingu bíla, en bætir því jafnfram við að hann gæti haft á röngu að standa. Hann sér litla framtíð í dísilvélum í ljósi þeirra ströngu mengunarstaðla sem þeim hefur verið settar hvað varðar NOx mengun. Í þessu ljósi muni Volvo einbeita sér í síauknu mæli að tengiltvinnbílum með bensínvélum og rafmótorum, sem og hreinræktuðum rafmagnsbílum. Hakan segir dísilvélina þó ekki dauða en sér fyrir sér að bílar með slíkar vélar þurfi einnig að hafa rafmótora til að uppfylla mengunarskilyrði.Þróun brunavélarinnar að mestu yfirstaðinHann sgir þróunina á síminnkandi eyðslu bæði bensín- og dísilvélar að mestu yfirstaðna svo lausnin til að standast sífellt auknar kröfur um litla mengun sé fólgin í því að bæta við rafmótorum. Það hefur Volvo reyndar þegar gert með nýja XC90 T8 og S90/V90 T8 bíla sína, sem og fleiri bíla. Volvo ætlar einnig að setja á markað fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl sinn árið 2019, eða eftir aðeins tvö ár. Árið 2025 ætlar Volvo að eiga 1 milljón bíla á götunum sem annaðhvort eru rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar. Forstjórinn sagði að ekki bara hann, heldur almenningur almennt væri afar hrifið af aksturgetu og snerpu bíla með rafmótorum og að fólk sé orðið tilbúið að kaupa slíka bíla aðeins á þeim forsendum að þeir væri svo skemmtilegir, ekki bara sparneytnir, umhverfisvænir og ódýrir í rekstri. Þeir séu að auki yndislega hljóðlátir.Rafmagnsbílar verða brátt jafn ódýrirHann telur einnig að sílækkandi verð á rafhlöðum muni brátt gera bíla með rafmótorum jafn ódýra og hefðbundna bensín- eða dísilbíla. Volvo ætlar ekki og telur sig ekki hafa það hlutverk að byggja upp rafhleðslunet og telur aðra sjá tækifæri í því, aðila sem betur eru til þess hæfir og sjá viðskiptatækifæri í því. Það henti ekki bílaframleiðendum, þeir eigi að smíða bíla en aðrir aðilar að sjá um orkuþörf þeirra, líkt og olíufélögin nú. Volvo sér einnig tækifæri í vetnisbílum, en ætlar ekki að leggja höfuðáherslu á smíði þeirra. Volvo verði að einblína á það sem þeir hafa mesta trú á og það er að rafvæða bíla. Fókusinn megi ekki vera á of mörgum stöðum, en Hakan bætti því við að hann gæti haft á röngu að standa þarna, en tíminn einn myndi leiða það í ljós.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent