Fanginn sem sakað hefur lögreglumann, sem sérhæfir sig í rannsóknum ofbeldismála, um að hafa beitt sig ofbeldi í maí í fyrra reyndi að komast undan því að láta handjárna sig með því að hóta lögreglumanninum og veitast að honum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir brot í starfi og var vikið tímabundið frá lögreglunni í síðasta mánuði, um tíu mánuðum eftir atvikið. Yfirmaður lögreglumannsins, Grímur Grímsson, vissi af atvikinu, því hann var yfir rannsókn málsins á sínum tíma, þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Atvikið átti sér stað í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra þegar leiða átti manninn fyrir dómara. Lögum samkvæmt voru tveir lögreglumenn fengnir til þess að fara með manninn, en aðeins annar þeirra sótti hann í fangaklefann. Myndbandsupptaka er til af atvikinu þar sem bæði má sjá og heyra það sem fram fór á milli fangans og lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði hans í tvígang í gólfið. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort lögreglumaðurinn hafi lagt fram kæru á hendur fanganum.Langur sakaferill að baki Fanginn á langan sakaferil að baki og á töluverða afplánun að baki. Hann er á fertugsaldri og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir líkamsárás, tilraun til manndráps, fíkniefnalagabrot og fjársvik. Fyrir tæpum tveimur áratugum var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á lögreglumann. Sá lögreglumaður hugðist handjárna manninn, sem brást við með því að skalla hann. Efri vör lögreglumannsins sprakk og framtönn losnaði.Myndbandsupptaka er til af meintu atviki í fangaklefa á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið.vísir/eyþórLögreglumaðurinn, sem nú sætir ákæru, er á fimmtugsaldri og starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglu, en hann hefur verið lögreglumaður í rúman áratug. Hann starfaði hjá lögreglunni á meðan rannsókn á málinu stóð yfir en hann er einn þriggja starfsmanna miðlægu deildarinnar sem einbeita sér alfarið að rannsóknum ofbeldisbrota. Þá er hann annar tveggja sem hafa að mestu leyti séð um yfirheyrslur yfir Thomasi Møller Olsen sem í gær var ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Lögreglumaðurinn starfaði hjá miðlægu deildinni allt frá því að rannsókn á málinu hófst, í júní í fyrra þar til ákæra var gefin út í mars síðastliðnum.Yfirmaðurinn vissi af atvikinu Stjórnendur lögreglunnar, lögreglustjóri og aðstoðarlögreglustjóri, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum. Héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst þá þegar rannsókn hófst í júní. Sá sem upplýsti stjórnendur um málsatvik í júní var Grímur Grímsson, sem nú er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar og yfirmaður ákærða. Grímur var yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara þegar málið kom upp og var sá sem óskaði eftir öllum gögnum málsins. „Ég verð bara að viðurkenna það að ég mundi þetta ekki þegar hér var komið. Ég hef ekki séð nein gögn í málinu. Ég skrifaði bréf sem starfsmaður hjá héraðssaksóknara og óskaði eftir gögnum og eftir það var aðkoma mín engin. Ég var yfirmaður þarna hjá héraðssaksóknara, ég skrifaði þetta bréf [til lögreglustjóra] og eftir það var aðkoma mín engin. Þetta var mér bara ekki í minni þegar ég kom hingað,“ segir Grímur, sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Grímur starfaði hjá héraðssaksóknara þar til í október í fyrra en þá tók hann við starfi yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar og varð þar af leiðandi yfirmaður ákærða. Hann stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur en lögreglumaðurinn var sem fyrr segir í aðalhlutverki í yfirheyrslum yfir Thomasi Møller Olsen.Mistök gerð og skoðað hvort fleiri hafi brotið gegn starfsskyldum sínumLögreglan sendi frá sér tilkynningu eftir umfjöllun Vísis um málið þar sem segir að mistök hafi verið gerð og að farið hafi verið fram á óháða úttekt frá ríkislögreglustjóra vegna málsins. Í tilkynningunni segir að valbeitingarheimildum lögreglu fylgi mikil ábyrgð og feli í sér að öll mál er varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum sé liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála. Þá greindi RÚV frá því í gær að verið sé að skoða hvort fleiri lögreglumenn hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með því að tilkynna ekki um málið.Ólafur Þór Hauksson segist hafa upplýst lögreglustjóra um atvikið í fangaklefanum í júní síðastliðnum. Hvorki lögreglustjóri né aðstoðarlögreglustjóri segjast hafa vita af því fyrr en sjö mánuðum síðar.Fékk allar upplýsingar þegar málið kom uppJón H.B. sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann hefði ekki vitað af málinu fyrr en sjö mánuðum eftir að það kom upp. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari leiðrétti það í samtali við fréttastofu og sagðist hafa sent honum allar upplýsingar um málið í júní síðastliðnum. Þegar leitað var svara við fullyrðingum Ólafs sagði Jón H.B. það rétt að allar upplýsingar hefðu legið fyrir – en að innanhússmistök hefðu orðið til þess að hann þekkti ekki til málsatvika.Samskiptavandi Tilfæringar og brottvísanir í starfi hafa verið óvenju tíðar hjá lögreglu undanfarin misseri og valdið yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu erfiðleikum. Þá hefur verið viðloðandi samskiptavandi yfirstjórnenda hjá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sem var í fríi þegar málið kom upp í maí í fyrra, vill ekki tjá sig um mál lögreglumannsins og vísar á Jón H.B. Snorrason. Svör hans má sjá fyrr í fréttinni. Fjallað hefur verið um samskiptavanda yfirmanna lögreglunnar en eitt af fyrstu verkum Sigríðar Bjarkar þegar hún tók við embætti var að færa stjórnendur til í starfi, þar á meðal Jón H.B. Snorrason.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson og hægra megin Jón H. B. Snorrason.lögreglan„Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ sagði Sigríður Björk við Vísi haustið 2015. Ekki bætti úr skák tölvupóstssamskipti Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Jóns H.B. þar sem „stelpurnar í löggunni“ voru til umræðu. Um var að ræða Sigríði Björk og Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðing hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og nánasta samstarfsmann Sigríðar Bjarkar.Tilfærslur Varðandi brottvísanir má nefna mál sem á rætur sínar að rekja til þess að vorið 2015 lögðu níu lögreglumenn hjá þáverandi fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nafn sitt við lista þar sem gerð var alvarleg athugasemd við starfsmann, lögreglufulltrúa sem þeir töldu sig ekki geta treyst. Umræddur lögreglufulltrúi gegndi yfirmannsstöðu bæði í rannsóknar- og upplýsingadeild á sama tíma sem þykir óheppilegt fyrirkomulag. Lögreglumaðurinn, sem var grunaður um að leka upplýsingum til umsvifamikils aðila í fíkniefnaheiminum, var síðan færður á milli deilda, meðal annars í símhlustanir. Honum var vikið frá störfum í ársbyrjun 2016 og rannsókn héraðssaksóknara hófst.Jens Gunnarsson mætir í dómssal í nóvember. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels.VÍSIR/ERNIRRannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni, þurfti meðal annars að hætta afskiptum af rannsókninni. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni. Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Þá komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að brottvikning lögreglufulltrúans hefði brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ákvörðunin hefði verið byggð á orðrómi.Annar lögreglumaður bíður dóms Um svipað leyti var annar rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglu, Jens Gunnarsson, úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa þegið greiðslur frá brotamönnum í skiptum fyrir upplýsingar. Var honum um leið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins fór fram. Rannsókn málsins leiddi til ákæru en á meðal sönnunargagna í málinu er upptaka af samtali Jens við Pétur Axel Pétursson sem einnig er ákærður fyrir að bera fé á lögregluna. Upptakan barst ríkissaksóknara í lok árs 2015 og sættu Jens og Pétur Axel gæsluvarðhaldi í framhaldinu. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum og má reikna með dómi á næstu tveimur vikum.Samskiptavandi hefur ríkt innan lögreglunnar um nokkurt skeið.vísir/gvaÍ framhaldi af því að lögreglumönnunum tveimur var vikið frá störfum í janúar 2016 var Aldís Hilmarsdóttir, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeilarinnar, færð til í starfi. Hún hefur kært ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fer fram á milljónir í skaðabætur.Dæmdir fyrir ofbeldisbrot Nokkuð hefur verið um að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi undanfarin ár, þar á meðal ofbeldisbrot.Lögreglumaður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Hæstarétti í lok árs 2014 fyrir harkalega handtöku á Laugavegi sumarið 2013. Handtakan náðist á myndband.Þá fékk lögreglumaður sextíu daga skilorðsbundinn dóm sumarið 2015 fyrir að skalla jafnaldra sinn á frívakt í Keflavík sumarið 2013. Sömuleiðis fékk lögreglumaður dóm árið 2011 fyrir að aka á ölvaðan einstakling sem hann hafði veitt eftirför. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. 30. mars 2017 14:29 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Fanginn sem sakað hefur lögreglumann, sem sérhæfir sig í rannsóknum ofbeldismála, um að hafa beitt sig ofbeldi í maí í fyrra reyndi að komast undan því að láta handjárna sig með því að hóta lögreglumanninum og veitast að honum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögreglumaðurinn hefur verið ákærður fyrir brot í starfi og var vikið tímabundið frá lögreglunni í síðasta mánuði, um tíu mánuðum eftir atvikið. Yfirmaður lögreglumannsins, Grímur Grímsson, vissi af atvikinu, því hann var yfir rannsókn málsins á sínum tíma, þegar hann starfaði hjá héraðssaksóknara. Atvikið átti sér stað í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra þegar leiða átti manninn fyrir dómara. Lögum samkvæmt voru tveir lögreglumenn fengnir til þess að fara með manninn, en aðeins annar þeirra sótti hann í fangaklefann. Myndbandsupptaka er til af atvikinu þar sem bæði má sjá og heyra það sem fram fór á milli fangans og lögreglumannsins. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði hans í tvígang í gólfið. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort lögreglumaðurinn hafi lagt fram kæru á hendur fanganum.Langur sakaferill að baki Fanginn á langan sakaferil að baki og á töluverða afplánun að baki. Hann er á fertugsaldri og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir líkamsárás, tilraun til manndráps, fíkniefnalagabrot og fjársvik. Fyrir tæpum tveimur áratugum var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á lögreglumann. Sá lögreglumaður hugðist handjárna manninn, sem brást við með því að skalla hann. Efri vör lögreglumannsins sprakk og framtönn losnaði.Myndbandsupptaka er til af meintu atviki í fangaklefa á Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í tvígang í gólfið.vísir/eyþórLögreglumaðurinn, sem nú sætir ákæru, er á fimmtugsaldri og starfaði í miðlægri rannsóknardeild lögreglu, en hann hefur verið lögreglumaður í rúman áratug. Hann starfaði hjá lögreglunni á meðan rannsókn á málinu stóð yfir en hann er einn þriggja starfsmanna miðlægu deildarinnar sem einbeita sér alfarið að rannsóknum ofbeldisbrota. Þá er hann annar tveggja sem hafa að mestu leyti séð um yfirheyrslur yfir Thomasi Møller Olsen sem í gær var ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Lögreglumaðurinn starfaði hjá miðlægu deildinni allt frá því að rannsókn á málinu hófst, í júní í fyrra þar til ákæra var gefin út í mars síðastliðnum.Yfirmaðurinn vissi af atvikinu Stjórnendur lögreglunnar, lögreglustjóri og aðstoðarlögreglustjóri, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum. Héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst þá þegar rannsókn hófst í júní. Sá sem upplýsti stjórnendur um málsatvik í júní var Grímur Grímsson, sem nú er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar og yfirmaður ákærða. Grímur var yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara þegar málið kom upp og var sá sem óskaði eftir öllum gögnum málsins. „Ég verð bara að viðurkenna það að ég mundi þetta ekki þegar hér var komið. Ég hef ekki séð nein gögn í málinu. Ég skrifaði bréf sem starfsmaður hjá héraðssaksóknara og óskaði eftir gögnum og eftir það var aðkoma mín engin. Ég var yfirmaður þarna hjá héraðssaksóknara, ég skrifaði þetta bréf [til lögreglustjóra] og eftir það var aðkoma mín engin. Þetta var mér bara ekki í minni þegar ég kom hingað,“ segir Grímur, sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Grímur starfaði hjá héraðssaksóknara þar til í október í fyrra en þá tók hann við starfi yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar og varð þar af leiðandi yfirmaður ákærða. Hann stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur en lögreglumaðurinn var sem fyrr segir í aðalhlutverki í yfirheyrslum yfir Thomasi Møller Olsen.Mistök gerð og skoðað hvort fleiri hafi brotið gegn starfsskyldum sínumLögreglan sendi frá sér tilkynningu eftir umfjöllun Vísis um málið þar sem segir að mistök hafi verið gerð og að farið hafi verið fram á óháða úttekt frá ríkislögreglustjóra vegna málsins. Í tilkynningunni segir að valbeitingarheimildum lögreglu fylgi mikil ábyrgð og feli í sér að öll mál er varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum sé liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála. Þá greindi RÚV frá því í gær að verið sé að skoða hvort fleiri lögreglumenn hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með því að tilkynna ekki um málið.Ólafur Þór Hauksson segist hafa upplýst lögreglustjóra um atvikið í fangaklefanum í júní síðastliðnum. Hvorki lögreglustjóri né aðstoðarlögreglustjóri segjast hafa vita af því fyrr en sjö mánuðum síðar.Fékk allar upplýsingar þegar málið kom uppJón H.B. sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann hefði ekki vitað af málinu fyrr en sjö mánuðum eftir að það kom upp. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari leiðrétti það í samtali við fréttastofu og sagðist hafa sent honum allar upplýsingar um málið í júní síðastliðnum. Þegar leitað var svara við fullyrðingum Ólafs sagði Jón H.B. það rétt að allar upplýsingar hefðu legið fyrir – en að innanhússmistök hefðu orðið til þess að hann þekkti ekki til málsatvika.Samskiptavandi Tilfæringar og brottvísanir í starfi hafa verið óvenju tíðar hjá lögreglu undanfarin misseri og valdið yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu erfiðleikum. Þá hefur verið viðloðandi samskiptavandi yfirstjórnenda hjá lögreglunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sem var í fríi þegar málið kom upp í maí í fyrra, vill ekki tjá sig um mál lögreglumannsins og vísar á Jón H.B. Snorrason. Svör hans má sjá fyrr í fréttinni. Fjallað hefur verið um samskiptavanda yfirmanna lögreglunnar en eitt af fyrstu verkum Sigríðar Bjarkar þegar hún tók við embætti var að færa stjórnendur til í starfi, þar á meðal Jón H.B. Snorrason.Frá fyrsta starfsdegi Sigríðar Bjarkar þann 1. september 2014. Til vinstri er Hörður Jóhannesson og hægra megin Jón H. B. Snorrason.lögreglan„Þetta er ekki þannig að það séu einhver læti, hamagangur eða eitthvað slíkt. Við erum bara í breytingaferli og það er mikið í gangi. Það er meðal annars verið að færa fólk á milli eininga og sameina lögreglustöðvar,“ sagði Sigríður Björk við Vísi haustið 2015. Ekki bætti úr skák tölvupóstssamskipti Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Jóns H.B. þar sem „stelpurnar í löggunni“ voru til umræðu. Um var að ræða Sigríði Björk og Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðing hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og nánasta samstarfsmann Sigríðar Bjarkar.Tilfærslur Varðandi brottvísanir má nefna mál sem á rætur sínar að rekja til þess að vorið 2015 lögðu níu lögreglumenn hjá þáverandi fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nafn sitt við lista þar sem gerð var alvarleg athugasemd við starfsmann, lögreglufulltrúa sem þeir töldu sig ekki geta treyst. Umræddur lögreglufulltrúi gegndi yfirmannsstöðu bæði í rannsóknar- og upplýsingadeild á sama tíma sem þykir óheppilegt fyrirkomulag. Lögreglumaðurinn, sem var grunaður um að leka upplýsingum til umsvifamikils aðila í fíkniefnaheiminum, var síðan færður á milli deilda, meðal annars í símhlustanir. Honum var vikið frá störfum í ársbyrjun 2016 og rannsókn héraðssaksóknara hófst.Jens Gunnarsson mætir í dómssal í nóvember. Með honum á myndinni er Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels.VÍSIR/ERNIRRannsókn lögreglu gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni, þurfti meðal annars að hætta afskiptum af rannsókninni. Ástæðan var sú að Grímur er náinn vinur Karls Steinars Valssonar, fyrrverandi yfirmanns lögreglufulltrúans í fíkniefnadeildinni. Rannsókn héraðssaksóknara var hætt sumarið 2016 þar sem ekkert þótti benda til þess að hann hefði gerst brotlegur. Þá komst innanríkisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að brottvikning lögreglufulltrúans hefði brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Ákvörðunin hefði verið byggð á orðrómi.Annar lögreglumaður bíður dóms Um svipað leyti var annar rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglu, Jens Gunnarsson, úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa þegið greiðslur frá brotamönnum í skiptum fyrir upplýsingar. Var honum um leið vikið frá störfum á meðan rannsókn málsins fór fram. Rannsókn málsins leiddi til ákæru en á meðal sönnunargagna í málinu er upptaka af samtali Jens við Pétur Axel Pétursson sem einnig er ákærður fyrir að bera fé á lögregluna. Upptakan barst ríkissaksóknara í lok árs 2015 og sættu Jens og Pétur Axel gæsluvarðhaldi í framhaldinu. Aðalmeðferð í málinu fór fram á dögunum og má reikna með dómi á næstu tveimur vikum.Samskiptavandi hefur ríkt innan lögreglunnar um nokkurt skeið.vísir/gvaÍ framhaldi af því að lögreglumönnunum tveimur var vikið frá störfum í janúar 2016 var Aldís Hilmarsdóttir, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeilarinnar, færð til í starfi. Hún hefur kært ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fer fram á milljónir í skaðabætur.Dæmdir fyrir ofbeldisbrot Nokkuð hefur verið um að lögreglumenn hafi verið dæmdir fyrir brot í starfi undanfarin ár, þar á meðal ofbeldisbrot.Lögreglumaður hlaut þrjátíu daga skilorðsbundinn dóm í Hæstarétti í lok árs 2014 fyrir harkalega handtöku á Laugavegi sumarið 2013. Handtakan náðist á myndband.Þá fékk lögreglumaður sextíu daga skilorðsbundinn dóm sumarið 2015 fyrir að skalla jafnaldra sinn á frívakt í Keflavík sumarið 2013. Sömuleiðis fékk lögreglumaður dóm árið 2011 fyrir að aka á ölvaðan einstakling sem hann hafði veitt eftirför.
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. 30. mars 2017 14:29
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00