Þjóðin í áfalli eftir ákall Ástrósar: „Ógeðslegt samfélag sem níðist á sínum minnstu bræðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. mars 2017 10:45 Myndband Ástrósar hefur fengið gríðarleg viðbrögð Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ sagði Ástrós Rut í samtali við Vísi. Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 240 þúsund sinnum. Viðbrögðin við myndbandinu voru rosaleg, og þá sérstaklega á Facebook og blöskraði Íslendingum greinilega. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur þar sem sjá má hvernig myndbandið snerti fólk hér á landi. Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á Bylgjunni segir meðal annars; „Jæja. Er ekki kominn tími til að breyta áherslunum í samfélagi okkar og þó fyrr hefði verið. Skammsýni, eiginhagsmunasemi, hreppapólitík, klíkuskapur og græðgi hafa fengið að ráða alltof lengi. Ísland á að ,,funkera" fyrir ALLA sem hér búa, ekki bara einhverja útvalda. Og svo er farið svona með sjúklingana. Er nema von að margt ungt fólk sjái ekki fyrir sér framtíðina á Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ástrósu í Bítinu á Bylgjunni í morgun Hér að neðan má síðan sjá myndbandið sem Ástrós birti seinnipartinn í gær á Facebook. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Ástrós Rut Sigurðardóttir vakti gríðarlega athygli í íslenskum miðlum og á Facebook í gær en hún birti myndband sem snerti greinilega við landanum. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ sagði Ástrós Rut í samtali við Vísi. Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Þegar þessi frétt er skrifuð hefur verið horft á myndbandið 240 þúsund sinnum. Viðbrögðin við myndbandinu voru rosaleg, og þá sérstaklega á Facebook og blöskraði Íslendingum greinilega. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar færslur þar sem sjá má hvernig myndbandið snerti fólk hér á landi. Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson á Bylgjunni segir meðal annars; „Jæja. Er ekki kominn tími til að breyta áherslunum í samfélagi okkar og þó fyrr hefði verið. Skammsýni, eiginhagsmunasemi, hreppapólitík, klíkuskapur og græðgi hafa fengið að ráða alltof lengi. Ísland á að ,,funkera" fyrir ALLA sem hér búa, ekki bara einhverja útvalda. Og svo er farið svona með sjúklingana. Er nema von að margt ungt fólk sjái ekki fyrir sér framtíðina á Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ástrósu í Bítinu á Bylgjunni í morgun Hér að neðan má síðan sjá myndbandið sem Ástrós birti seinnipartinn í gær á Facebook.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira