Aron Einar er mikill áhugamaður um blandaðar bardagaíþróttir og eftir bardaga Gunnars náði Aron að hitta á bardagahetjuna og fá með honum rándýra mynd sem gæti heitið „tveir grjótharðir“.
Aron Einar var ekki eina íslenska knattspyrnuhetjan sem var viðstödd bardagann. Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon sáu Gunnar Nelson einnig fara á kostum.