Fimmtándi sigur City í röð | Rooney tryggði Everton sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. desember 2017 21:30 David Silva fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Topplið Man. City missteig sig ekki gegn botnliði Swansea í kvöld og raðaði inn mörkum eins og svo oft áður í vetur. Lokatölur 0-4 þar sem David Silva skoraði tvö mörk og þeir Kevin de Bruyne og Sergio Aguero komust einnig á blað. City heldur því ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið var að vinna sinn fimmtánda leik í röð sem er met. Wayne Rooney spilaði sinn 100. leik fyrir Everton í kvöld og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur, 0-1, gegn Newcastle. Southampton sá aldrei til sólar gegn Leicester og varð að sætta sig við 1-4 tap. Shinji Okazaki skoraði tvívegis fyrir Leicester og Riyadh Mahrez og Andy King voru einnig á skotskónum. Maya Yoshida skoraði mark Southampton í leiknum. Enski boltinn
Topplið Man. City missteig sig ekki gegn botnliði Swansea í kvöld og raðaði inn mörkum eins og svo oft áður í vetur. Lokatölur 0-4 þar sem David Silva skoraði tvö mörk og þeir Kevin de Bruyne og Sergio Aguero komust einnig á blað. City heldur því ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið var að vinna sinn fimmtánda leik í röð sem er met. Wayne Rooney spilaði sinn 100. leik fyrir Everton í kvöld og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sigur, 0-1, gegn Newcastle. Southampton sá aldrei til sólar gegn Leicester og varð að sætta sig við 1-4 tap. Shinji Okazaki skoraði tvívegis fyrir Leicester og Riyadh Mahrez og Andy King voru einnig á skotskónum. Maya Yoshida skoraði mark Southampton í leiknum.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti