Leikjavísir

GameTíví fékk atvinnumann til að prófa Gran Turismo

Samúel Karl Ólason skrifar
Óli Jóels og Kristján Einar.
Óli Jóels og Kristján Einar.
Ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson kom í GameTíví á dögunum til að prófa nýja Gran Turismo Sport leikinn og þá sérstaklega sýndarveruleikahluta leiksins. Kristján hefur verið atvinnumaður í akstursíþróttum og er sérfræðingur í Formúlunni á Stöð 2 Sport. Hann og Óli Jóels kepptu sín á milli og komu úrslitin á óvart.

Kristján segir kappaksturssögu sína hafa hafist með Mario Kart í Super Nintendo þegar hann var gutti. Hann hefur spilað alla GT leikina og mikið.

Hægt er að sjá keppni Kristjáns og Óla hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.