Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 10:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. vísir „Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild. Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
„Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild.
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16