Eins og að vera stöðugt stödd í miðri bíómynd Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2017 13:47 "Ég vissi það um leið að þetta væri lífsreynsla sem ég gæti ekki sagt nei við,“ segir Una Sighvatsdóttir um starf sitt sem upplýsingafulltrúi NATO í Afganistan. Fréttablaðið/Anton Brink Oft fer ég til baka í huganum til fyrstu augnablikanna þegar ég kom til Kabúl rétt fyrir jól. Það var svo ofboðslega súrrealísk upplifun að koma inn í þessar aðstæður í fyrsta skipti. Ég held ég muni aldrei gleyma því,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. „Ég lenti á flugvellinum og var sótt af Black Hawk-þyrlu. Það var myrkur yfir Kabúl þannig að ég sá ekki neitt. Svo lentum við á stórum fótboltavelli sem er líka þyrlulendingarpallur við höfuðstöðvar NATO í Kabúl. Ég lenti þar í þyrlu í kolniðamyrkri og gerði mér enga grein fyrir umhverfi mínu. Þar var einhver hermaður í fullum herklæðum sem stóð með blys til að sýna mér hvert ég átti að hlaupa. Ég þurfti að grípa töskuna mína, þyrlan enn í gangi, og fara í átt að blysinu. Þetta var bara svo ógleymanleg sena,“ heldur Una áfram. Hún segir atburðarásina hafa verið magnaða en síðan þá kveðst hún orðin vön hasarnum. Una hafði oft áður verið í framandi aðstæðum en hún segir að þetta hafi slegið öllu við. „Ég var fegin að það var myrkur því ég var hlæjandi, ekki af því mér fannst þetta fyndið heldur voru það mín viðbrögð við hvað þetta stuðaði mig. Mér fannst þetta svo súrrealískt.“Þurfti manneskju með sjónvarpsreynslu „Ég var búin að vera að óska eftir því við utanríkisráðuneytið að komast að hjá friðargæslunni. Ekki endilega með Afganistan eða þannig aðstæður í huga en ég var samt til í framandi aðstæður,“ segir Una. Svo kom að því að ráðuneytið spurði hana hvort hún vildi fara til Afganistans. Þörf væri á manneskju með sjónvarpsreynslu og reynslu af framandi aðstæðum og hentaði Una því vel, hefur enda ferðast um heiminn og gegnt starfi fréttamanns á Stöð 2. „Ég vissi það um leið að þetta væri lífsreynsla sem ég gæti ekki sagt nei við.“ Daglegt starf Unu felst að miklu leyti í því að framleiða myndefni fyrir NATO. „Ég er að filma fyrst og fremst. Það er svolítið nýtt fyrir mér. Þótt ég hafi verið að vinna með sjónvarpsefni þá þurfti ég svolítið að tileinka mér að vera sjálf á bak við myndavélina og að klippa og gera allt sem eins manns teymi.“Herstöðin suðupotturHöfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Kabúl eru afar fjölmennar þótt svæðið sé ekki stórt. Þar starfar fólk frá 39 ríkjum og eru höfuðstöðvarnar einnig bandarísk herstöð. Því getur stemningin á vinnustaðnum orðið skrautleg. „Þetta er bókstaflega tvíklofið því Bandaríkjamenn eru fjölmennastir þarna. Þeir eru þarna bæði sem hluti af NATO og líka sem hluti af Bandaríkjaher og eru því með tvö aðskilin verkefni í gangi. Maður sér mikinn mun á milli Evrópuþjóðanna og Bandaríkjamanna í nálgun og sýn á verkefnið. Það verða stundum árekstrar sem eru aðallega á milli Bandaríkjanna og Evrópulandanna sem heildar. Þar er bara ákveðinn áherslumunur,“ segir Una. Una segir að aðrir fulltrúar Norðurlandaþjóðanna hafi boðið hana hjartanlega velkomna og tekið vel á móti henni. Norðurlandaþjóðirnar reki félagsmiðstöð sem er meðal annars nýtt í að baka vöfflur alla föstudaga og bjóða öðrum þjóðum í veislu. „Það er skemmtilegt svona á alþjóðavettvangi hvernig þetta gerist sjálfkrafa. Ég var nýkomin út og þekkti engan og Norðurlandabúarnir koma að mér með opinn faðminn og segja: „Auðvitað ert þú með okkur um jólin. Þú ert ein af okkur.“ Það er voða notalegt að finna það,“ segir Una. Hún umgengst þó ekki einungis aðra Norðurlandabúa. „Ég fer alltaf reglulega á kaffifundi með nokkrum hermönnum þarna sem eru frá Albaníu, Tyrklandi, Rúmeníu og Spáni. Það er nokkuð tilviljanakennt hvernig þetta velst saman. Það er þannig að það eru helst Bandaríkjamennirnir sem halda sig dálítið út af fyrir sig og svo eru Evrópubúarnir allir í einum hrærigraut.“„Helmand er eitt af erfiðustu héröðum Afganistans þar sem bardagar eru harðastir milli talíbana og afganska hersins. Góð þjálfun hermanna þar þykir því mjög mikilvæg. Ég fór þangað í vikulanga vinnuferð þar sem ég fylgdist með margs konar þjálfun afganskra hermanna og er þarna á skotvellinum þar sem var verið að þjálfa leyniskyttur. Sjaldnast þarf ég að vera með slæðu við mín störf en geri það samt stundum í aðstæðum eins og þessum,“ segir Una. Mynd/Kay NissenHvekktari eftir árás Afganistan er stríðshrjáð svæði og kljást þar hermenn ríkisstjórnarinnar og Bandaríkjamenn við hryðjuverkasamtök, einkum talíbana. Í maí síðastliðnum var gerð sprengjuárás nærri vinnustað Unu þar sem rúmlega 150 fórust. Að sögn Unu voru almennir borgarar líklega ekki skotmarkið. „Við, alþjóðaliðið, vorum skotmarkið. Tilhugsunin um að svona geti gerst, að þau gætu náð markmiði sínu, er mjög slæm en það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur. Þessi tilraun misheppnaðist. Hún var náttúrulega hörmuleg, það var rosalegt mannfall þarna, en það var líklega ekki markmiðið hjá þeim að drepa almenna borgara og vegna þess að það gerðist er enginn sem lýsir ábyrgð á árásinni.“ Una segir andrúmsloftið í höfuðstöðvunum hafa orðið þrúgandi eftir árásina. „Það verður það. Maður er hvekktari.“ Þá segir hún að í kjölfar árásarinnar hafi öll umferð flutningabíla, en einn slíkur var sprengdur í árásinni, verið bönnuð tímabundið. „Við fundum fyrir því, það var ekki hægt að flytja út rusl eða flytja inn vatn og mat.“ Hins vegar er Una sjaldan í nágrenni slíkra árása. „Ég hef ekki verið í hættulegum aðstæðum þarna í sjálfu sér. Og það á ekki að gerast. Það á ekki að vera hluti af mínu starfi en það getur auðvitað alltaf eitthvað gerst.“ Einu sinni hafi hún hins vegar verið á sjúkrahúsi að taka viðtal, nánar tiltekið í marsmánuði. „Það sprakk sprengja í nágrenninu. Þá vorum við úti á opnu svæði og maður heyrði að hún var nálægt okkur en samt ekki það nálægt að okkur stafaði hætta af henni. Maður veit aldrei hvað kemur í kjölfarið þannig að við drifum okkur að pakka saman og fara burt.“ Viku síðar var ráðist á sjúkrahúsið.Una myndar hermenn í Herat. “Einn stærsti hlutinn af verkefni NATO í Afganistan núna er að þjálfa afganska herinn. Mín vinna snýst að stórum hluta um að mynda þá þjálfun, eins og ég er að gera þarna í Herat héraði, þar sem ítalski herinn stýrir verkefnum.” Mynd/Kay NissenUpplifir sig örugga Þrátt fyrir árásina í maí og þrátt fyrir að starfa á stríðshrjáðu svæði upplifir Una sig örugga. „Ég veit að það er allt gert til að tryggja öryggi, í svo miklum mæli að stundum finnst manni það fara yfir strikið. Það heftir starf okkar allra. Maður er endalaust að lenda í því að maður er að reyna að koma á verkefnum og viðtölum og það er alltaf verið að aflýsa þeim,“ segir hún. Þegar Una fer í slík verkefni þarf hún alltaf að hafa með sér hóp lífvarða og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að veita slíkan stuðning. Stundum sé jafnvel öllum þyrluferðum aflýst. Una segir afar erfitt, raunar ómögulegt, að lýsa tilfinningunni og aðstæðunum fyrir fólki sem hefur ekki upplifað þær. „Ég bjóst við því að þetta væri erfitt áður en ég fór en þetta er svo rosalega hamlandi. Það eru múrar alls staðar. Þetta er eins og völundarhús. Maður verður áttavilltur um leið og maður fer út fyrir beisið því þetta eru bara sandpokaveggir, gaddavír og vegatálmar alls staðar. Þetta er eins langt frá íslenskri upplifun og ég gæti mögulega ímyndað mér. Það er engin leið að koma upplifuninni almennilega til skila, hvernig það er að fara þarna um. Mér líður stundum stanslaust eins og ég sé í bíómynd.“ Þá stendur Unu ekki til boða að fara út fyrir veggi borgarinnar til þess að upplifa mannlífið í Kabúl. „Það er eiginleg alveg búið að taka fyrir það, nánast að öllu leyti,“ segir hún og bætir við: „Þeir sem eru þarna fyrir alþjóðastofnanir eða fyrir herlið, þeir mega eiginlega ekki fara inn í borgina til að versla eða fara á veitingastaði. Það tíðkast ekki lengur út af öryggisástæðum. Bæði út af okkar öryggi en líka af því að við erum þá að stofna öryggi þeirra sem eru í kringum okkur í hættu. Því miður.“ Þar af leiðandi hefur hún ekki kynnst almennum borgurum í Kabúl mikið. Hún hefur þó kynnst afgönskum blaðamönnum og segir hún þróun blaðamennsku ljósan punkt í stöðu mála í Afganistan. „Það er mjög blómleg afgönsk pressa, sem var ekki til undir talíbönum. Það er fullt af sjálfstæðum fjölmiðlum þarna og mikill metnaður í því. Það er mjög jákvæð og góð þróun í lýðræðisátt enda fjölmiðlar ein af grunnstoðunum.“„Yfir hátíðarnar fór ég með John Nicholson hershöfðingja, æðsta manni herafla NATO í Afganistan, í ferðir milli herstöðva um landið allt. Þennan daginn fórum við í Chinook-þyrlunni sem sést þarna fyrir aftan mig,“ segir Una um þessa mynd. Mynd/Robert TrujilloÁstandið að versna Þótt fjölmiðlar séu að styrkjast í Afganistan telur Una að ástand mála í landinu sé að versna. „Allavega að því leyti að óvissan er orðin meiri og það hefur færst aukinn þungi í árásir sem eru gerðar. Það hefur ekki batnað nóg í of langan tíma núna þannig að fólk er að verða svartsýnna og það missir vonina svolítið,“ segir Una. „Á þessum tímapunkti hefði fólk viljað sjá fyrir endann á þessu og vegna þess að það sér ekki fyrir endann á þessu er það svolítið erfitt. Það er svolítið áfall,“ bætir hún við. Átökin eru fyrst og fremst við talíbana. „Al-Kaída er þarna ennþá en það fer ekki mikið fyrir þeim. Það eru aðallega talíbanar og svo eru ISIS-liðar að færa sig upp á skaftið. Þeir komu ekki þarna inn fyrr en seint árið 2015 og hafa ekki mjög mikil ítök þarna. Þeir eru ekki fjölmennir og eru á jaðrinum. En þeir eru að reyna og það er ekki góð þróun,“ segir Una. „Það vill enginn hafa þá, ekki talíbanar heldur. Það eru líka að brjótast út átök milli ISIS og talíbana. ISIS er alger hryllingur.“ Í apríl varpaði Bandaríkjaher svokallaðri MOAB-sprengju á neðanjarðargangakerfi ISIS í Nangarhar í austurhluta Afganistans. Að sögn Unu höfðu liðsmenn ISIS þar meðal annars afhöfðað lögreglumenn, þvingað þorpshöfðingja til að setjast á sprengjur, skyldað konur í búrkur og karla til að vera með alskegg. „Fyrir vikið virðast almennir borgarar þarna hafi verið sáttir við aðgerðir Bandaríkjamanna, þótt þessi sprengja hafi verið drastísk,“ segir Una. Allir þeir sem vinna á sömu skrifstofu og Una eru bandarískir hermenn og var stemningin á skrifstofunni skrítin í aðdraganda árásarinnar. „Þeir vissu af henni áður en sprengjunni var varpað og funduðu um það. Þá þurfti að gæta þess mjög vel að ég stæði algjörlega utan við slíka fundi því ég mátti ekki vita af þessu,“ segir Una og bætir því við að ekki sé um einsdæmi að ræða. Að sögn Unu virðist ætla að takast að koma í veg fyrir að ISIS nái fótfestu í Afganistan. Hins vegar sé óljóst hvernig átökin við talíbana fari. „Það er samhljómur um að það muni ekki vinnast fullnaðarsigur með hernaði í Afganistan. Ef það ætti að vera lokamarkmiðið þá myndi þetta stríð halda endalaust áfram. Það sem þarf að nást þarna er friðarsamkomulag og pólitískur stöðugleiki sem hugsanlega næst með samningum við talíbana. Bandaríkjamenn telja að til þess að ná því fram þurfi að draga vígtennurnar úr talíbönum. Þeim má ekki finnast þeir vera að sigra.“„Ég ákvað að klæða mig í sparifötin á aðfangadagskvöld þótt norrænu hermennirnir sem ég hélt jólin með væru allir í herklæðum. Þarna er ég að deila út möndlugraut í eftirrétt ásamt danska hershöfðingjanum Torben Möller,“ segir Una um þessa sjálfsmynd. Mynd/UnaMikilvægt að fá innsýn „Eins og flestir Íslendingar er ég mjög mikill friðarsinni og allur hernaður stendur manni dálítið fjarri,“ segir Una. Að hennar mati er hægt að vera tvenns konar friðarsinni. Annars vegar er hægt að loka augunum algjörlega fyrir stríði. „Eða þú getur nálgast þetta á raunsærri hátt og gert þér grein fyrir að stríð séu í gangi í heiminum og að afleiðingarnar snerti okkur. Við eigum líka aðild að þeim menningarheimi og þeirri pólitík sem liggur að baki. Mér finnst mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa sem fá innsýn í hvernig stríðsmaskínan virkar og hvernig stórveldin vinna,“ segir Una. „Við getum kosið að vera ekki virkur þátttakandi í því, sem er jákvætt, en við ættum samt að hafa stofnanaþekkinguna á því hvað er að gerast þarna. Ég tel að það sé gagnlegt fyrir Ísland að gæta að því að vera meðvitað um ástandið og hafa þekkingu í kerfinu hjá sér um hvað sé að gerast á alþjóðavettvangi. Þannig getum víð líka tekið upplýstar ákvarðanir um okkar friðarafstöðu,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Oft fer ég til baka í huganum til fyrstu augnablikanna þegar ég kom til Kabúl rétt fyrir jól. Það var svo ofboðslega súrrealísk upplifun að koma inn í þessar aðstæður í fyrsta skipti. Ég held ég muni aldrei gleyma því,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. „Ég lenti á flugvellinum og var sótt af Black Hawk-þyrlu. Það var myrkur yfir Kabúl þannig að ég sá ekki neitt. Svo lentum við á stórum fótboltavelli sem er líka þyrlulendingarpallur við höfuðstöðvar NATO í Kabúl. Ég lenti þar í þyrlu í kolniðamyrkri og gerði mér enga grein fyrir umhverfi mínu. Þar var einhver hermaður í fullum herklæðum sem stóð með blys til að sýna mér hvert ég átti að hlaupa. Ég þurfti að grípa töskuna mína, þyrlan enn í gangi, og fara í átt að blysinu. Þetta var bara svo ógleymanleg sena,“ heldur Una áfram. Hún segir atburðarásina hafa verið magnaða en síðan þá kveðst hún orðin vön hasarnum. Una hafði oft áður verið í framandi aðstæðum en hún segir að þetta hafi slegið öllu við. „Ég var fegin að það var myrkur því ég var hlæjandi, ekki af því mér fannst þetta fyndið heldur voru það mín viðbrögð við hvað þetta stuðaði mig. Mér fannst þetta svo súrrealískt.“Þurfti manneskju með sjónvarpsreynslu „Ég var búin að vera að óska eftir því við utanríkisráðuneytið að komast að hjá friðargæslunni. Ekki endilega með Afganistan eða þannig aðstæður í huga en ég var samt til í framandi aðstæður,“ segir Una. Svo kom að því að ráðuneytið spurði hana hvort hún vildi fara til Afganistans. Þörf væri á manneskju með sjónvarpsreynslu og reynslu af framandi aðstæðum og hentaði Una því vel, hefur enda ferðast um heiminn og gegnt starfi fréttamanns á Stöð 2. „Ég vissi það um leið að þetta væri lífsreynsla sem ég gæti ekki sagt nei við.“ Daglegt starf Unu felst að miklu leyti í því að framleiða myndefni fyrir NATO. „Ég er að filma fyrst og fremst. Það er svolítið nýtt fyrir mér. Þótt ég hafi verið að vinna með sjónvarpsefni þá þurfti ég svolítið að tileinka mér að vera sjálf á bak við myndavélina og að klippa og gera allt sem eins manns teymi.“Herstöðin suðupotturHöfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Kabúl eru afar fjölmennar þótt svæðið sé ekki stórt. Þar starfar fólk frá 39 ríkjum og eru höfuðstöðvarnar einnig bandarísk herstöð. Því getur stemningin á vinnustaðnum orðið skrautleg. „Þetta er bókstaflega tvíklofið því Bandaríkjamenn eru fjölmennastir þarna. Þeir eru þarna bæði sem hluti af NATO og líka sem hluti af Bandaríkjaher og eru því með tvö aðskilin verkefni í gangi. Maður sér mikinn mun á milli Evrópuþjóðanna og Bandaríkjamanna í nálgun og sýn á verkefnið. Það verða stundum árekstrar sem eru aðallega á milli Bandaríkjanna og Evrópulandanna sem heildar. Þar er bara ákveðinn áherslumunur,“ segir Una. Una segir að aðrir fulltrúar Norðurlandaþjóðanna hafi boðið hana hjartanlega velkomna og tekið vel á móti henni. Norðurlandaþjóðirnar reki félagsmiðstöð sem er meðal annars nýtt í að baka vöfflur alla föstudaga og bjóða öðrum þjóðum í veislu. „Það er skemmtilegt svona á alþjóðavettvangi hvernig þetta gerist sjálfkrafa. Ég var nýkomin út og þekkti engan og Norðurlandabúarnir koma að mér með opinn faðminn og segja: „Auðvitað ert þú með okkur um jólin. Þú ert ein af okkur.“ Það er voða notalegt að finna það,“ segir Una. Hún umgengst þó ekki einungis aðra Norðurlandabúa. „Ég fer alltaf reglulega á kaffifundi með nokkrum hermönnum þarna sem eru frá Albaníu, Tyrklandi, Rúmeníu og Spáni. Það er nokkuð tilviljanakennt hvernig þetta velst saman. Það er þannig að það eru helst Bandaríkjamennirnir sem halda sig dálítið út af fyrir sig og svo eru Evrópubúarnir allir í einum hrærigraut.“„Helmand er eitt af erfiðustu héröðum Afganistans þar sem bardagar eru harðastir milli talíbana og afganska hersins. Góð þjálfun hermanna þar þykir því mjög mikilvæg. Ég fór þangað í vikulanga vinnuferð þar sem ég fylgdist með margs konar þjálfun afganskra hermanna og er þarna á skotvellinum þar sem var verið að þjálfa leyniskyttur. Sjaldnast þarf ég að vera með slæðu við mín störf en geri það samt stundum í aðstæðum eins og þessum,“ segir Una. Mynd/Kay NissenHvekktari eftir árás Afganistan er stríðshrjáð svæði og kljást þar hermenn ríkisstjórnarinnar og Bandaríkjamenn við hryðjuverkasamtök, einkum talíbana. Í maí síðastliðnum var gerð sprengjuárás nærri vinnustað Unu þar sem rúmlega 150 fórust. Að sögn Unu voru almennir borgarar líklega ekki skotmarkið. „Við, alþjóðaliðið, vorum skotmarkið. Tilhugsunin um að svona geti gerst, að þau gætu náð markmiði sínu, er mjög slæm en það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur. Þessi tilraun misheppnaðist. Hún var náttúrulega hörmuleg, það var rosalegt mannfall þarna, en það var líklega ekki markmiðið hjá þeim að drepa almenna borgara og vegna þess að það gerðist er enginn sem lýsir ábyrgð á árásinni.“ Una segir andrúmsloftið í höfuðstöðvunum hafa orðið þrúgandi eftir árásina. „Það verður það. Maður er hvekktari.“ Þá segir hún að í kjölfar árásarinnar hafi öll umferð flutningabíla, en einn slíkur var sprengdur í árásinni, verið bönnuð tímabundið. „Við fundum fyrir því, það var ekki hægt að flytja út rusl eða flytja inn vatn og mat.“ Hins vegar er Una sjaldan í nágrenni slíkra árása. „Ég hef ekki verið í hættulegum aðstæðum þarna í sjálfu sér. Og það á ekki að gerast. Það á ekki að vera hluti af mínu starfi en það getur auðvitað alltaf eitthvað gerst.“ Einu sinni hafi hún hins vegar verið á sjúkrahúsi að taka viðtal, nánar tiltekið í marsmánuði. „Það sprakk sprengja í nágrenninu. Þá vorum við úti á opnu svæði og maður heyrði að hún var nálægt okkur en samt ekki það nálægt að okkur stafaði hætta af henni. Maður veit aldrei hvað kemur í kjölfarið þannig að við drifum okkur að pakka saman og fara burt.“ Viku síðar var ráðist á sjúkrahúsið.Una myndar hermenn í Herat. “Einn stærsti hlutinn af verkefni NATO í Afganistan núna er að þjálfa afganska herinn. Mín vinna snýst að stórum hluta um að mynda þá þjálfun, eins og ég er að gera þarna í Herat héraði, þar sem ítalski herinn stýrir verkefnum.” Mynd/Kay NissenUpplifir sig örugga Þrátt fyrir árásina í maí og þrátt fyrir að starfa á stríðshrjáðu svæði upplifir Una sig örugga. „Ég veit að það er allt gert til að tryggja öryggi, í svo miklum mæli að stundum finnst manni það fara yfir strikið. Það heftir starf okkar allra. Maður er endalaust að lenda í því að maður er að reyna að koma á verkefnum og viðtölum og það er alltaf verið að aflýsa þeim,“ segir hún. Þegar Una fer í slík verkefni þarf hún alltaf að hafa með sér hóp lífvarða og það er ekki sjálfgefið að hægt sé að veita slíkan stuðning. Stundum sé jafnvel öllum þyrluferðum aflýst. Una segir afar erfitt, raunar ómögulegt, að lýsa tilfinningunni og aðstæðunum fyrir fólki sem hefur ekki upplifað þær. „Ég bjóst við því að þetta væri erfitt áður en ég fór en þetta er svo rosalega hamlandi. Það eru múrar alls staðar. Þetta er eins og völundarhús. Maður verður áttavilltur um leið og maður fer út fyrir beisið því þetta eru bara sandpokaveggir, gaddavír og vegatálmar alls staðar. Þetta er eins langt frá íslenskri upplifun og ég gæti mögulega ímyndað mér. Það er engin leið að koma upplifuninni almennilega til skila, hvernig það er að fara þarna um. Mér líður stundum stanslaust eins og ég sé í bíómynd.“ Þá stendur Unu ekki til boða að fara út fyrir veggi borgarinnar til þess að upplifa mannlífið í Kabúl. „Það er eiginleg alveg búið að taka fyrir það, nánast að öllu leyti,“ segir hún og bætir við: „Þeir sem eru þarna fyrir alþjóðastofnanir eða fyrir herlið, þeir mega eiginlega ekki fara inn í borgina til að versla eða fara á veitingastaði. Það tíðkast ekki lengur út af öryggisástæðum. Bæði út af okkar öryggi en líka af því að við erum þá að stofna öryggi þeirra sem eru í kringum okkur í hættu. Því miður.“ Þar af leiðandi hefur hún ekki kynnst almennum borgurum í Kabúl mikið. Hún hefur þó kynnst afgönskum blaðamönnum og segir hún þróun blaðamennsku ljósan punkt í stöðu mála í Afganistan. „Það er mjög blómleg afgönsk pressa, sem var ekki til undir talíbönum. Það er fullt af sjálfstæðum fjölmiðlum þarna og mikill metnaður í því. Það er mjög jákvæð og góð þróun í lýðræðisátt enda fjölmiðlar ein af grunnstoðunum.“„Yfir hátíðarnar fór ég með John Nicholson hershöfðingja, æðsta manni herafla NATO í Afganistan, í ferðir milli herstöðva um landið allt. Þennan daginn fórum við í Chinook-þyrlunni sem sést þarna fyrir aftan mig,“ segir Una um þessa mynd. Mynd/Robert TrujilloÁstandið að versna Þótt fjölmiðlar séu að styrkjast í Afganistan telur Una að ástand mála í landinu sé að versna. „Allavega að því leyti að óvissan er orðin meiri og það hefur færst aukinn þungi í árásir sem eru gerðar. Það hefur ekki batnað nóg í of langan tíma núna þannig að fólk er að verða svartsýnna og það missir vonina svolítið,“ segir Una. „Á þessum tímapunkti hefði fólk viljað sjá fyrir endann á þessu og vegna þess að það sér ekki fyrir endann á þessu er það svolítið erfitt. Það er svolítið áfall,“ bætir hún við. Átökin eru fyrst og fremst við talíbana. „Al-Kaída er þarna ennþá en það fer ekki mikið fyrir þeim. Það eru aðallega talíbanar og svo eru ISIS-liðar að færa sig upp á skaftið. Þeir komu ekki þarna inn fyrr en seint árið 2015 og hafa ekki mjög mikil ítök þarna. Þeir eru ekki fjölmennir og eru á jaðrinum. En þeir eru að reyna og það er ekki góð þróun,“ segir Una. „Það vill enginn hafa þá, ekki talíbanar heldur. Það eru líka að brjótast út átök milli ISIS og talíbana. ISIS er alger hryllingur.“ Í apríl varpaði Bandaríkjaher svokallaðri MOAB-sprengju á neðanjarðargangakerfi ISIS í Nangarhar í austurhluta Afganistans. Að sögn Unu höfðu liðsmenn ISIS þar meðal annars afhöfðað lögreglumenn, þvingað þorpshöfðingja til að setjast á sprengjur, skyldað konur í búrkur og karla til að vera með alskegg. „Fyrir vikið virðast almennir borgarar þarna hafi verið sáttir við aðgerðir Bandaríkjamanna, þótt þessi sprengja hafi verið drastísk,“ segir Una. Allir þeir sem vinna á sömu skrifstofu og Una eru bandarískir hermenn og var stemningin á skrifstofunni skrítin í aðdraganda árásarinnar. „Þeir vissu af henni áður en sprengjunni var varpað og funduðu um það. Þá þurfti að gæta þess mjög vel að ég stæði algjörlega utan við slíka fundi því ég mátti ekki vita af þessu,“ segir Una og bætir því við að ekki sé um einsdæmi að ræða. Að sögn Unu virðist ætla að takast að koma í veg fyrir að ISIS nái fótfestu í Afganistan. Hins vegar sé óljóst hvernig átökin við talíbana fari. „Það er samhljómur um að það muni ekki vinnast fullnaðarsigur með hernaði í Afganistan. Ef það ætti að vera lokamarkmiðið þá myndi þetta stríð halda endalaust áfram. Það sem þarf að nást þarna er friðarsamkomulag og pólitískur stöðugleiki sem hugsanlega næst með samningum við talíbana. Bandaríkjamenn telja að til þess að ná því fram þurfi að draga vígtennurnar úr talíbönum. Þeim má ekki finnast þeir vera að sigra.“„Ég ákvað að klæða mig í sparifötin á aðfangadagskvöld þótt norrænu hermennirnir sem ég hélt jólin með væru allir í herklæðum. Þarna er ég að deila út möndlugraut í eftirrétt ásamt danska hershöfðingjanum Torben Möller,“ segir Una um þessa sjálfsmynd. Mynd/UnaMikilvægt að fá innsýn „Eins og flestir Íslendingar er ég mjög mikill friðarsinni og allur hernaður stendur manni dálítið fjarri,“ segir Una. Að hennar mati er hægt að vera tvenns konar friðarsinni. Annars vegar er hægt að loka augunum algjörlega fyrir stríði. „Eða þú getur nálgast þetta á raunsærri hátt og gert þér grein fyrir að stríð séu í gangi í heiminum og að afleiðingarnar snerti okkur. Við eigum líka aðild að þeim menningarheimi og þeirri pólitík sem liggur að baki. Mér finnst mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa sem fá innsýn í hvernig stríðsmaskínan virkar og hvernig stórveldin vinna,“ segir Una. „Við getum kosið að vera ekki virkur þátttakandi í því, sem er jákvætt, en við ættum samt að hafa stofnanaþekkinguna á því hvað er að gerast þarna. Ég tel að það sé gagnlegt fyrir Ísland að gæta að því að vera meðvitað um ástandið og hafa þekkingu í kerfinu hjá sér um hvað sé að gerast á alþjóðavettvangi. Þannig getum víð líka tekið upplýstar ákvarðanir um okkar friðarafstöðu,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira