Betri tímar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. júlí 2017 07:00 Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjólreiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek. Meðan hún gekk enn undir nafninu Robert Millar, var hún gríðarlega öflugur klifrari á hjólinu. Árið 1984 var hún besti klifrarinn á Tour de France, og fékk að launum hina frægu rauðdoppóttu treyju. Fjallaleiðir í Tour de France eru með því erfiðasta sem íþróttafólk leggur á sig. Stundum er farin 200 kílómetra dagleið með um eða yfir fjögur þúsund metra hækkun. Keppnin varir heilar þrjár vikur. Erfitt er að átta sig á slíku þrekvirki, Einmitt við þær aðstæður var Phillipa York í essinu sínu. Hún allt að því flaug upp fjallvegina með taktföstum hreyfingum og skildi keppinauta sína eftir í reyk. Þegar stigið var af hjólinu var hún fáskiptin og hæglát og keppinautum sínum og liðsfélögum mikil ráðgáta. Þrátt fyrir að Robert Millar væri á þeim tíma besti hjólreiðamaður Breta frá upphafi og nyti gífurlegrar virðingar sem slíkur, sótti hann ekki í sviðsljósið, gaf örsjaldan færi á viðtölum og átti það til að vera stuttaralegur við aðdáendur sína. Þegar ferlinum lauk hvarf Robert Millar nánast af sjónarsviðinu. Hann skrifaði reglulega greinar í hjólreiðatímarit, en allar myndir voru frá frægðardögunum. Annars kom hann aldrei fram opinberlega þrátt fyrir mikla eftirspurn. Millar sneri baki við þeim fáu vinum sem hann eignaðist á hjólreiðaferlinum. Enginn vissi hvar hann var og allar ályktanir, sem dregnar voru, byggðust á sögusögnum. Orðrómur var um, að hann hefði farið í kynleiðréttingu. Blaðamenn sem töldu sig hafa heimildir fyrir því, tjölduðu við heimili hans og freistuðu þess að fá söguna staðfesta, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Því var við hæfi að ævisaga Millars sem kom út fyrir tíu árum og hann tók engan þátt í, héti: „Leitin að Robert Millar“. Hin raunverulega saga er hins vegar sú í stuttu máli, að Robert Millar er kona sem heitir Phillipa York. Orðrómurinn var réttur. York tilkynnti á dögunum að hún hefði undanfarin fimmtán ár lifað sem kona. Hún sagði að fyrst nú væri umheimurinn reiðubúinn til að taka á móti henni, og hennar fólk búið undir þá athygli sem óhjákvæmilega fylgir breytingunni. Viðbrögðin hafa verið jákvæð. Gamlir félagar hafa tekið York opnum örmum og hún var í snarhasti ráðin sem sérfræðingur hjá bresku ITV sjónvarpsstöðinni. Hún hefur gegnt því hlutverki nú meðan Tour de France stendur yfir og staðið sig vel. Sagan af Phillipu York er til marks um miklar framfarir í málefnum minnihlutahópa. Engu að síður þarf hugrekki til og það hefur York, rétt eins og í fjöllunum forðum daga. Þrátt fyrir þetta er enn furðulega lítil umræða um stöðu minnihlutahópa í afreksíþróttum. Vonandi stendur það til bóta. Fyrirmynd Phillipu York auðveldar fólki í slíkum sporum eftirleikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Phillipu York þekkja fáir. York hét áður Robert Millar og var heimsfrægur hjólreiðamaður. Hann vann þrjár dagleiðir í Tour de France keppni, sem er stórkostlegt íþróttaafrek. Meðan hún gekk enn undir nafninu Robert Millar, var hún gríðarlega öflugur klifrari á hjólinu. Árið 1984 var hún besti klifrarinn á Tour de France, og fékk að launum hina frægu rauðdoppóttu treyju. Fjallaleiðir í Tour de France eru með því erfiðasta sem íþróttafólk leggur á sig. Stundum er farin 200 kílómetra dagleið með um eða yfir fjögur þúsund metra hækkun. Keppnin varir heilar þrjár vikur. Erfitt er að átta sig á slíku þrekvirki, Einmitt við þær aðstæður var Phillipa York í essinu sínu. Hún allt að því flaug upp fjallvegina með taktföstum hreyfingum og skildi keppinauta sína eftir í reyk. Þegar stigið var af hjólinu var hún fáskiptin og hæglát og keppinautum sínum og liðsfélögum mikil ráðgáta. Þrátt fyrir að Robert Millar væri á þeim tíma besti hjólreiðamaður Breta frá upphafi og nyti gífurlegrar virðingar sem slíkur, sótti hann ekki í sviðsljósið, gaf örsjaldan færi á viðtölum og átti það til að vera stuttaralegur við aðdáendur sína. Þegar ferlinum lauk hvarf Robert Millar nánast af sjónarsviðinu. Hann skrifaði reglulega greinar í hjólreiðatímarit, en allar myndir voru frá frægðardögunum. Annars kom hann aldrei fram opinberlega þrátt fyrir mikla eftirspurn. Millar sneri baki við þeim fáu vinum sem hann eignaðist á hjólreiðaferlinum. Enginn vissi hvar hann var og allar ályktanir, sem dregnar voru, byggðust á sögusögnum. Orðrómur var um, að hann hefði farið í kynleiðréttingu. Blaðamenn sem töldu sig hafa heimildir fyrir því, tjölduðu við heimili hans og freistuðu þess að fá söguna staðfesta, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Því var við hæfi að ævisaga Millars sem kom út fyrir tíu árum og hann tók engan þátt í, héti: „Leitin að Robert Millar“. Hin raunverulega saga er hins vegar sú í stuttu máli, að Robert Millar er kona sem heitir Phillipa York. Orðrómurinn var réttur. York tilkynnti á dögunum að hún hefði undanfarin fimmtán ár lifað sem kona. Hún sagði að fyrst nú væri umheimurinn reiðubúinn til að taka á móti henni, og hennar fólk búið undir þá athygli sem óhjákvæmilega fylgir breytingunni. Viðbrögðin hafa verið jákvæð. Gamlir félagar hafa tekið York opnum örmum og hún var í snarhasti ráðin sem sérfræðingur hjá bresku ITV sjónvarpsstöðinni. Hún hefur gegnt því hlutverki nú meðan Tour de France stendur yfir og staðið sig vel. Sagan af Phillipu York er til marks um miklar framfarir í málefnum minnihlutahópa. Engu að síður þarf hugrekki til og það hefur York, rétt eins og í fjöllunum forðum daga. Þrátt fyrir þetta er enn furðulega lítil umræða um stöðu minnihlutahópa í afreksíþróttum. Vonandi stendur það til bóta. Fyrirmynd Phillipu York auðveldar fólki í slíkum sporum eftirleikinn.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun