Úrslitin ráðast í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni: Hvaða lag finnst þér best? Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2017 15:30 Kjartan og Hjörvar hafa haldið utan um keppnina. Á morgun dregur til tíðinda í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni, en undanfarna viku hafa undanúrslitin farið fram. Brennslan leitar að besta íslenska stuðningsmannalagi sögunnar og eru nú þegar fimm lög komin í úrslit. „Línurnar hafa verið glóandi alla keppnina, en þjóðin fær að velja,“ segja þeir Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson, stjórnendur Brennslunnar nánast í kór. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að keppt var í fjórum undanriðlum, þar sem fjögur lög voru saman í riðli. Þjóðin fékk að velja hvaða lög komust upp úr riðlakeppninni, kosið var í gegnum síma. Á mánudag fór lag Tindastóls áfram, sungið af Kristjáni Gíslasyni. Á þriðjudag fór lagið Komum fagnandi áfram, lag ÍBV. Bakvörðurinn knái Ívar Bjarklind syngur það lag.Á miðvikudag fór lagið Deyja fyrir klúbbinn áfram, sem er lag Þórs frá Akureyri. Lagið er sungið af Dagnýju Elísu Halldórsdóttur.Og í dag fór lag Fjölnis áfram, í flutningi Jónsa úr sveitinni Í svörtum fötum.Sérstök dómnefnd velur svokallaðan „Svarta-Pétur“, lag sem fer upp úr riðlakeppni án þess að hafa unnið símkosningu. Hið ógleymanlega lag Hauka, flutt af Páli Rósinkranz er komið áfram. En lagið ber titilinn Það var lagið (Ekki lengur lítill fugl).Úrslitin fara svo fram á morgun, klukkan 8:45. Stjórnendur Brennslunnar eru spenntir. „Það er mikill meðbyr með Eyjamönnum akkúrat núna,“ segir Hjörvar Hafliðason og bætir við: „En hvort hann haldi út keppni skal ósagt látið.“ Twitter-samfélagið fær svo að velja eitt lag í úrslit, en fjögur lög voru tilnefnd. Hægt er að taka þátt hér:Dómnefndin hefur valið HAUKAR VERÐA ALLTAF BESTIR sem Wild-Card lagið. Hvaða lag viljið þið fá inn sem ykkar lag? #Brennslan— Brennslan (@BrennslanFM) July 20, 2017 Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira
Á morgun dregur til tíðinda í Söngvakeppni íþróttafélaga í Brennslunni, en undanfarna viku hafa undanúrslitin farið fram. Brennslan leitar að besta íslenska stuðningsmannalagi sögunnar og eru nú þegar fimm lög komin í úrslit. „Línurnar hafa verið glóandi alla keppnina, en þjóðin fær að velja,“ segja þeir Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson, stjórnendur Brennslunnar nánast í kór. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að keppt var í fjórum undanriðlum, þar sem fjögur lög voru saman í riðli. Þjóðin fékk að velja hvaða lög komust upp úr riðlakeppninni, kosið var í gegnum síma. Á mánudag fór lag Tindastóls áfram, sungið af Kristjáni Gíslasyni. Á þriðjudag fór lagið Komum fagnandi áfram, lag ÍBV. Bakvörðurinn knái Ívar Bjarklind syngur það lag.Á miðvikudag fór lagið Deyja fyrir klúbbinn áfram, sem er lag Þórs frá Akureyri. Lagið er sungið af Dagnýju Elísu Halldórsdóttur.Og í dag fór lag Fjölnis áfram, í flutningi Jónsa úr sveitinni Í svörtum fötum.Sérstök dómnefnd velur svokallaðan „Svarta-Pétur“, lag sem fer upp úr riðlakeppni án þess að hafa unnið símkosningu. Hið ógleymanlega lag Hauka, flutt af Páli Rósinkranz er komið áfram. En lagið ber titilinn Það var lagið (Ekki lengur lítill fugl).Úrslitin fara svo fram á morgun, klukkan 8:45. Stjórnendur Brennslunnar eru spenntir. „Það er mikill meðbyr með Eyjamönnum akkúrat núna,“ segir Hjörvar Hafliðason og bætir við: „En hvort hann haldi út keppni skal ósagt látið.“ Twitter-samfélagið fær svo að velja eitt lag í úrslit, en fjögur lög voru tilnefnd. Hægt er að taka þátt hér:Dómnefndin hefur valið HAUKAR VERÐA ALLTAF BESTIR sem Wild-Card lagið. Hvaða lag viljið þið fá inn sem ykkar lag? #Brennslan— Brennslan (@BrennslanFM) July 20, 2017
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Sjá meira