Iðnnám ekki nám í skilningi laga Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 12:55 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni. Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að breyta þurfi viðhorfum gagnvart iðnnámi, sem ekki er skilgreint sem nám í lagalegum skilningi. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni fyrr í morgun. Umræðan á sér stað í kjölfar úrskurðar Útlendingastofnunar um að synja matreiðslunemanum Chuong Le Bui námsmannadvalarleyfi hér á landi. Henni er gert að yfirgefa landið á næstu fimmtán dögum, eins og Vísir greindi frá í gær. Sigurður segir í viðtalinu að viðhorfsbreytingar þarfnist. „Slíkar breytingar taka tíma og þær þurfa að eiga sér stað víða í samfélaginu en ráðamenn ættu auðvitað að fara fremstir í flokki og hampa iðnmenntun. Ég vona það svo sannarlega að á þeim maraþonfundum sem nú eiga sér stað þessa dagana í ráðherrabústaðnum að þá sé þetta meðal þess sem þar er rætt.“ Í skilningi nýrra útlendingalaga stendur iðnnám ekki jafnfætis háskólanámi og telst í raun ekki vera nám í skilningi laganna. Chuong Le Bui hefði því líklegast fengið námsmannadvalarleyfi hefði hún verið skráð í háskólanám. Lagabreytingin tók gildi um síðastliðin áramót. Sigurður segir að við eigum að taka því fagnandi þegar ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér. „Staðan hjá okkur er auðvitað sú að það er mikill skortur á iðnmenntuðu fólki í landinu og við eigum auðvitað að taka því fagnandi ef ungmenni frá öðrum löndum vilja læra iðnir hér hjá okkur. Það er mikil vinna sem bíður iðnnema að námi loknu og það er mikil eftirspurn eftir fólki með iðnmenntun. Iðnmenntaðir skapa svo sannarlega mikil verðmæti hér í samfélaginu.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni.
Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Sjá meira