Heilbrigðishítin Óttar Guðmundsson skrifar 9. desember 2017 07:00 Í nýafstaðinni kosningabaráttu voru allir frambjóðendur sammála um að efla heilbrigðiskerfið. Menn yfirbuðu hver annan eins og drukknir gestir á bögglauppboði á karlakvöldi. Upphæðirnar skiptu milljörðum enda sögðu sumir kerfið vera á brauðfótum og flaggskipið, Landspítalinn, maraði í hálfu kafi. En það kostar klof að ríða röftum. Læknisfræðinni fleygir fram og meðferð og rannsóknir verða æ dýrari. Nútímalæknisfræði má líkja við vísindaskáldsögu þar sem hátækni og kostnaði eru engin takmörk sett. Líffærabankar með varahlutum úr dýrum, fólki eða plasti eru innan seilingar. Halda má fólki lifandi í öndunarvélum í nokkur ár. Hægt er að gera eitthvað fyrir alla til að lengja líf um vikur eða mánuði ef efni eru nóg. Fársjúkir sjúklingar eru sendir fyrir stórfé til útlanda í vafasamar meðferðir og rannsóknir. Spurningin er hvort meðhöndla eigi alltaf af fullum krafti án tillits til greiningar, aldurs eða almenns ástands? Hvenær á að gefast upp og viðurkenna tilvist dauðans og endanleika lífsins? Skiptir lífslengd meira máli en lífsgæði? Heilbrigðiskerfið verður smám saman að botnlausri hít sem enginn getur stjórnað eða skilið. Fjárþörfin eykst stöðugt með aukinni tækni og kröfum. Óánægjuraddir um heilbrigðiskerfið eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum til að þrýsta á um aukna þjónustu. Landlæknir hefur lagt til að gerðar verði skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu áður en meiri peningum er mokað í hítina. Nýr heilbrigðisráðherra boðaði á dögunum á Bessastöðum stóraukin framlög í málaflokkinn. Væri ekki skynsamlegt að skoða hvernig við erum að eyða öllum þessum fjármunum. Án forgangsröðunar og endurskipulagningar verður íslenska heilbrigðiskerfið alltaf svarthol sem sogar til sín opinbera fjármuni og fær aldrei nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Í nýafstaðinni kosningabaráttu voru allir frambjóðendur sammála um að efla heilbrigðiskerfið. Menn yfirbuðu hver annan eins og drukknir gestir á bögglauppboði á karlakvöldi. Upphæðirnar skiptu milljörðum enda sögðu sumir kerfið vera á brauðfótum og flaggskipið, Landspítalinn, maraði í hálfu kafi. En það kostar klof að ríða röftum. Læknisfræðinni fleygir fram og meðferð og rannsóknir verða æ dýrari. Nútímalæknisfræði má líkja við vísindaskáldsögu þar sem hátækni og kostnaði eru engin takmörk sett. Líffærabankar með varahlutum úr dýrum, fólki eða plasti eru innan seilingar. Halda má fólki lifandi í öndunarvélum í nokkur ár. Hægt er að gera eitthvað fyrir alla til að lengja líf um vikur eða mánuði ef efni eru nóg. Fársjúkir sjúklingar eru sendir fyrir stórfé til útlanda í vafasamar meðferðir og rannsóknir. Spurningin er hvort meðhöndla eigi alltaf af fullum krafti án tillits til greiningar, aldurs eða almenns ástands? Hvenær á að gefast upp og viðurkenna tilvist dauðans og endanleika lífsins? Skiptir lífslengd meira máli en lífsgæði? Heilbrigðiskerfið verður smám saman að botnlausri hít sem enginn getur stjórnað eða skilið. Fjárþörfin eykst stöðugt með aukinni tækni og kröfum. Óánægjuraddir um heilbrigðiskerfið eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum til að þrýsta á um aukna þjónustu. Landlæknir hefur lagt til að gerðar verði skipulagsbreytingar á heilbrigðiskerfinu áður en meiri peningum er mokað í hítina. Nýr heilbrigðisráðherra boðaði á dögunum á Bessastöðum stóraukin framlög í málaflokkinn. Væri ekki skynsamlegt að skoða hvernig við erum að eyða öllum þessum fjármunum. Án forgangsröðunar og endurskipulagningar verður íslenska heilbrigðiskerfið alltaf svarthol sem sogar til sín opinbera fjármuni og fær aldrei nóg.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun