Hætti í tónlist út af kvíða Sólveig Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 10:00 Jónas spilar með Ritvélum framtíðarinnar alla sunnudaga á Rósenberg í sumar. Anton Brink Tónlistarmaðurinn og forritarinn Jónas Sigurðsson glímdi lengi við kvíða sem varð til þess að hann hætti í tónlist í kjölfar velgengni Sólstrandargæja. Hann vinnur að nýrri plötu sem kemur út í lok árs og spilar alla sunnudaga á Rósenberg í sumar með Ritvélum framtíðarinnar. „Ég er að reyna að minnka koffínið,“ segir Jónas glaðlega meðan hann hellir sér kaffi í bolla. „Ég er vanur að drekka nokkra espresso þannig að þetta er skref upp á við,“ bætir hann við og hlær. Við setjumst í þægilegan sófa á Kjarvalsstöðum og byrjum á byrjuninni, uppvaxtarárunum í Þorlákshöfn. „Þar var yndislegt að alast upp. Þorpið var mjög hrátt eins og oft var með þessi fiskiþorp sem voru að byggjast upp á sjötta og sjöunda áratugnum. Foreldrar mínir voru hluti af frumbyggjunum og búa þar enn í dag,“ segir Jónas en með honum blundar draumur um að flytja í þorpið að nýju.Jónas vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út i lok árs. Á henni verða lög sem hann hefur gefið út síðustu ár auk nýrra laga sem hann hefur verið að vinna að. mynd/Anton BrinkAnton BrinkHann lýsir sér sem orkumiklum og leitandi á unglingsárunum. Hann hafi þó fundið mikla jarðtengingu í tónlistinni en hann var þá þegar farinn að spila á gítar og trommur. Það var síðan tónlistaráhuginn sem dró hann í menntaskóla út á land. „Vinur minn fór í Alþýðuskólann á Eiðum og fór að senda mér plaköt þar sem hann var orðinn einhver spaði í hljómsveit. Það fannst mér geggjað og fannst ég verða að fara líka,“ segir Jónas og sá ekki eftir því. Tónlistin var allsráðandi á heimavistinni og mikill hetjuskapur þótti að vera í hljómsveit. „Það var gott fyrir mig sem vantaði sjálfstraust.“Sólstrandargæjar slá í gegn Fyrir austan varð til grínhljómsveitin Sólstrandargæjarnir sem samanstóð af Jónasi og vini hans Unnsteini Guðjónssyni. „Nafnið var tilvísun í vinsældir Baywatch á þeim tíma,“ segir Jónas en hljómsveitin átti nokkur partílög sem voru vinsæl meðal samnemenda. „Á þessum tíma var ég mikið partíljón og það var mitt „thing“ að vera gaurinn með gítarinn í partíum.“Eftir námið á Eiðum og Menntaskólanum á Egilsstöðum flutti Jónas aftur suður og var í alls konar tilraunahljómsveitum. Svo var það árið 1995 að Unnsteinn spurði hvort hann væri til í að taka upp partílögin með Sólstrandargæjunum. „Mér fannst ótrúlegt að nokkur hefði áhuga á þeirri tónlist en við fórum í stúdíó eina helgi, tókum upp og gáfum út plötu sem varð síðan alveg „major hit“. Sumarið 1995 fékk ég því að upplifa að vera dálítið frægur.“Hætti í tónlist vegna kvíða En þó frægðin hafi verið langþráður draumur var raunveruleikinn ekki jafn fagur. „Það hefur alltaf verið kvíði í mér, alveg frá því var lítill, en þarna sprakk hann út. Reyndar hafði ég ekki þetta orð, kvíði, til að skilgreina hvernig mér leið. Ég bara fór að trúa öllum þessum hugsunum sem sögðu mér að ég væri glataður og ætti bara að hætta þessu og loka mig niðri í kjallara,“ lýsir Jónas en það var einmitt það sem hann gerði. „Árið 1996 sagði ég skilið við tónlistina, fór að vinna við að líma saman stóla. Svo flutti ég aftur til Þorlákshafnar og fór að vinna þar alls konar störf, í landi og á sjó.Forritari hjá Microsoft Slugs, skróp og svefn hafði einkennt skólagöngu Jónasar sem hélt að hann gæti ekki verið klár. Það kom honum því á óvart þegar hann fór á námskeið í forritun að hún lá fyrir honum eins og opin bók. „Ég fór að starfa við forritun og gekk rosa vel, flutti svo til Danmerkur og fékk vinnu hjá Microsoft sem var mikið tækifæri,“ segir Jónas.Að neðan má hlusta á lagið Hafið er Svart.Úr klóm Vísindakirkjunnar Þrátt fyrir velgengni í starfi óx vanlíðan innra með honum. „Ég hélt ég gæti troðið mér í þetta box sem ég passaði ekki í enda var ég ekki í tengslum við sjálfan mig,“ segir Jónas sem fór á þessum tíma á kaf í andlegar pælingar, sótti hugleiðslunámskeið og fékk djúpa tilfinningu fyrir því að til væri eitthvað meira. „Ég var mjög opinn á þessum tíma, trúði að æðri máttarvöld væru að störfum og tók öllu sem tákni. Það kom til mín kona frá Vísindakirkjunni og bauð mér að taka próf. Ég ákvað að slá til og út úr prófinu kom auðvitað að ég væri stórskaddaður andlega. Því var mér boðið á sjö daga námskeið og ég fór í kjölfarið að mæta á fundi til að svala forvitni minni. Eftir hvern fund var maður látinn lofa að koma aftur og hringt ef maður gerði það ekki. Ég er svo meðvirkur að ég entist þarna í tvo, þrjá mánuði. Eftir því sem ég fór dýpra fór ég að skynja hættuna og fannst þetta ekki fyndið lengur. Ég hætti því að mæta, en það var hringt í mig í rúmt ár á eftir,“ minnist hann glettinn.Jónas Sig og ritvélarnar hafa notið mikillar velgengni undanfarin ár.Vísir/PjeturSló ísraelskt lán Jónas fór í dönskuskóla í Danmörku og kynntist þar Ísraela sem var í verkfræðinámi og auk þess tónlistarmaður. „Við fórum að djamma saman. Einn daginn hitti ég hann á kaffihúsi og þá sagðist hann hafa erft pening eftir pabba sinn og tilkynnti mér: „Jónas, þú átt erindi í tónlist og ég ætla að lána þér pening fyrir plötu.“ Ég neitaði í fyrstu en eftir nánari umhugsun ákvað ég að slá til. Hugsaði að almættið væri að segja mér eitthvað.“ Jónas sneri því aftur heim, settist niður og gaf út sína fyrstu sólóplötu, Malbikið svífur, í lok árs 2006. „Hún vakti talsverða athygli enda mundu margir eftir mér úr Sólstrandargæjunum, en þarna var ég kominn í allt öðrum fíling. Mér þótti vænt um móttökurnar enda margir sem hvöttu mig áfram,“ segir Jónas. „Núna gerðist allt miklu hægar sem hentaði mér mun betur.“Textarnir skipta máli Jónas leggur mikla áherslu á vandaða textagerð og hefur fengið verðlaun fyrir texta sína. „Ég vil fanga einhvers konar tilfinningu,“ segir hann og nefnir sem dæmi Hafið er svart. „Þá var ég að hugsa til Þorlákshafnar og þeirrar karlmennsku sem ég ólst upp við. Þarna er sjómaður sem talar ekki mikið af því að hann kann það ekki, getur orðið þungur og liðið illa af því að hann er eins og hann er,“ segir Jónas og viðurkennir að hann finni þennan karl innra með sér, sérstaklega eftir því sem hann eldist.Jónas gekk til liðs við Öldu á dögunum og handsalar hér samninginn við þá Sölva Blöndal og Ólaf Arnalds.AldaGefur út nýja plötu Jónas gerði nýlega samning við nýtt útgáfufyrirtæki, Alda music, og vinnur nú að nýrri plötu sem ætlunin er að gefa út í lok þessa árs. Á þeirri plötu verða þau lög sem hann hefur gefið út frá 2012 auk nýrra laga. Nýjasta lagið er Vígin falla sem hefur fengið þó nokkra spilun undanfarið. „Ég hef fært mig dálítið úr þessari sálgreiningu í textagerðinni yfir í að fjalla um samfélagið. Það er svo margt skakkt í þessu samfélagi, skilaboðin og gildismatið. Margt sem við verðum að laga. Mér finnst ómetanlegt að vera tónlistarmaður og hafa tækifæri til að koma þessum skilaboðum á framfæri.“ Þó tónlistin spili stórt hlutverk í lífi Jónasar í dag er hún ekki hans aðalvinna. „Ég er með eigið hugbúnaðarfyrirtæki. Við vinnum sérsmíðuð öpp fyrir viðskiptakerfi,“ segir Jónas sem finnst þessir tveir heimar blandast vel saman. „Sköpunin er sú sama. Það er margt líkt við að búa til kerfi og tónlist.“Fjölskyldan í fyrsta sæti Jónas kynntist konu sinni tvítugur. „Við fórum á eitt deit og eignuðumst dóttur níu mánuðum síðar,“ segir hann og hlær. Þau eiga í dag 22 ára dóttur og 18 ára son. „Það hefur gengið á ýmsu í okkar sambandi og skipst á skin og skúrir en við eigum afar fallegt samband í dag,“ segir Jónas sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. „Það skiptir mig miklu máli að öllum líði vel og að afkoma fjölskyldunnar sé tryggð.“ Börn hans hafa ekki farið út í tónlist. „En þau taka virkan þátt þegar ég er að semja lög, koma með góðar ábendingar um útsetninguna.“Alla sunnudaga á Rosenberg Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar verða á ferð og flugi í sumar og spila á tónlistarhátíðum um allt land. „Svo er ég með tilraunaverkefni í gangi og mun spila alla sunnudaga í sumar á Rosenberg. Mér hefur þótt leiðinlegt hvað við spilum oft lítið í bænum á sama tíma og við þeysumst um landið þvert og endilangt. Þetta er tækifæri til að bæta úr því.“ Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og forritarinn Jónas Sigurðsson glímdi lengi við kvíða sem varð til þess að hann hætti í tónlist í kjölfar velgengni Sólstrandargæja. Hann vinnur að nýrri plötu sem kemur út í lok árs og spilar alla sunnudaga á Rósenberg í sumar með Ritvélum framtíðarinnar. „Ég er að reyna að minnka koffínið,“ segir Jónas glaðlega meðan hann hellir sér kaffi í bolla. „Ég er vanur að drekka nokkra espresso þannig að þetta er skref upp á við,“ bætir hann við og hlær. Við setjumst í þægilegan sófa á Kjarvalsstöðum og byrjum á byrjuninni, uppvaxtarárunum í Þorlákshöfn. „Þar var yndislegt að alast upp. Þorpið var mjög hrátt eins og oft var með þessi fiskiþorp sem voru að byggjast upp á sjötta og sjöunda áratugnum. Foreldrar mínir voru hluti af frumbyggjunum og búa þar enn í dag,“ segir Jónas en með honum blundar draumur um að flytja í þorpið að nýju.Jónas vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út i lok árs. Á henni verða lög sem hann hefur gefið út síðustu ár auk nýrra laga sem hann hefur verið að vinna að. mynd/Anton BrinkAnton BrinkHann lýsir sér sem orkumiklum og leitandi á unglingsárunum. Hann hafi þó fundið mikla jarðtengingu í tónlistinni en hann var þá þegar farinn að spila á gítar og trommur. Það var síðan tónlistaráhuginn sem dró hann í menntaskóla út á land. „Vinur minn fór í Alþýðuskólann á Eiðum og fór að senda mér plaköt þar sem hann var orðinn einhver spaði í hljómsveit. Það fannst mér geggjað og fannst ég verða að fara líka,“ segir Jónas og sá ekki eftir því. Tónlistin var allsráðandi á heimavistinni og mikill hetjuskapur þótti að vera í hljómsveit. „Það var gott fyrir mig sem vantaði sjálfstraust.“Sólstrandargæjar slá í gegn Fyrir austan varð til grínhljómsveitin Sólstrandargæjarnir sem samanstóð af Jónasi og vini hans Unnsteini Guðjónssyni. „Nafnið var tilvísun í vinsældir Baywatch á þeim tíma,“ segir Jónas en hljómsveitin átti nokkur partílög sem voru vinsæl meðal samnemenda. „Á þessum tíma var ég mikið partíljón og það var mitt „thing“ að vera gaurinn með gítarinn í partíum.“Eftir námið á Eiðum og Menntaskólanum á Egilsstöðum flutti Jónas aftur suður og var í alls konar tilraunahljómsveitum. Svo var það árið 1995 að Unnsteinn spurði hvort hann væri til í að taka upp partílögin með Sólstrandargæjunum. „Mér fannst ótrúlegt að nokkur hefði áhuga á þeirri tónlist en við fórum í stúdíó eina helgi, tókum upp og gáfum út plötu sem varð síðan alveg „major hit“. Sumarið 1995 fékk ég því að upplifa að vera dálítið frægur.“Hætti í tónlist vegna kvíða En þó frægðin hafi verið langþráður draumur var raunveruleikinn ekki jafn fagur. „Það hefur alltaf verið kvíði í mér, alveg frá því var lítill, en þarna sprakk hann út. Reyndar hafði ég ekki þetta orð, kvíði, til að skilgreina hvernig mér leið. Ég bara fór að trúa öllum þessum hugsunum sem sögðu mér að ég væri glataður og ætti bara að hætta þessu og loka mig niðri í kjallara,“ lýsir Jónas en það var einmitt það sem hann gerði. „Árið 1996 sagði ég skilið við tónlistina, fór að vinna við að líma saman stóla. Svo flutti ég aftur til Þorlákshafnar og fór að vinna þar alls konar störf, í landi og á sjó.Forritari hjá Microsoft Slugs, skróp og svefn hafði einkennt skólagöngu Jónasar sem hélt að hann gæti ekki verið klár. Það kom honum því á óvart þegar hann fór á námskeið í forritun að hún lá fyrir honum eins og opin bók. „Ég fór að starfa við forritun og gekk rosa vel, flutti svo til Danmerkur og fékk vinnu hjá Microsoft sem var mikið tækifæri,“ segir Jónas.Að neðan má hlusta á lagið Hafið er Svart.Úr klóm Vísindakirkjunnar Þrátt fyrir velgengni í starfi óx vanlíðan innra með honum. „Ég hélt ég gæti troðið mér í þetta box sem ég passaði ekki í enda var ég ekki í tengslum við sjálfan mig,“ segir Jónas sem fór á þessum tíma á kaf í andlegar pælingar, sótti hugleiðslunámskeið og fékk djúpa tilfinningu fyrir því að til væri eitthvað meira. „Ég var mjög opinn á þessum tíma, trúði að æðri máttarvöld væru að störfum og tók öllu sem tákni. Það kom til mín kona frá Vísindakirkjunni og bauð mér að taka próf. Ég ákvað að slá til og út úr prófinu kom auðvitað að ég væri stórskaddaður andlega. Því var mér boðið á sjö daga námskeið og ég fór í kjölfarið að mæta á fundi til að svala forvitni minni. Eftir hvern fund var maður látinn lofa að koma aftur og hringt ef maður gerði það ekki. Ég er svo meðvirkur að ég entist þarna í tvo, þrjá mánuði. Eftir því sem ég fór dýpra fór ég að skynja hættuna og fannst þetta ekki fyndið lengur. Ég hætti því að mæta, en það var hringt í mig í rúmt ár á eftir,“ minnist hann glettinn.Jónas Sig og ritvélarnar hafa notið mikillar velgengni undanfarin ár.Vísir/PjeturSló ísraelskt lán Jónas fór í dönskuskóla í Danmörku og kynntist þar Ísraela sem var í verkfræðinámi og auk þess tónlistarmaður. „Við fórum að djamma saman. Einn daginn hitti ég hann á kaffihúsi og þá sagðist hann hafa erft pening eftir pabba sinn og tilkynnti mér: „Jónas, þú átt erindi í tónlist og ég ætla að lána þér pening fyrir plötu.“ Ég neitaði í fyrstu en eftir nánari umhugsun ákvað ég að slá til. Hugsaði að almættið væri að segja mér eitthvað.“ Jónas sneri því aftur heim, settist niður og gaf út sína fyrstu sólóplötu, Malbikið svífur, í lok árs 2006. „Hún vakti talsverða athygli enda mundu margir eftir mér úr Sólstrandargæjunum, en þarna var ég kominn í allt öðrum fíling. Mér þótti vænt um móttökurnar enda margir sem hvöttu mig áfram,“ segir Jónas. „Núna gerðist allt miklu hægar sem hentaði mér mun betur.“Textarnir skipta máli Jónas leggur mikla áherslu á vandaða textagerð og hefur fengið verðlaun fyrir texta sína. „Ég vil fanga einhvers konar tilfinningu,“ segir hann og nefnir sem dæmi Hafið er svart. „Þá var ég að hugsa til Þorlákshafnar og þeirrar karlmennsku sem ég ólst upp við. Þarna er sjómaður sem talar ekki mikið af því að hann kann það ekki, getur orðið þungur og liðið illa af því að hann er eins og hann er,“ segir Jónas og viðurkennir að hann finni þennan karl innra með sér, sérstaklega eftir því sem hann eldist.Jónas gekk til liðs við Öldu á dögunum og handsalar hér samninginn við þá Sölva Blöndal og Ólaf Arnalds.AldaGefur út nýja plötu Jónas gerði nýlega samning við nýtt útgáfufyrirtæki, Alda music, og vinnur nú að nýrri plötu sem ætlunin er að gefa út í lok þessa árs. Á þeirri plötu verða þau lög sem hann hefur gefið út frá 2012 auk nýrra laga. Nýjasta lagið er Vígin falla sem hefur fengið þó nokkra spilun undanfarið. „Ég hef fært mig dálítið úr þessari sálgreiningu í textagerðinni yfir í að fjalla um samfélagið. Það er svo margt skakkt í þessu samfélagi, skilaboðin og gildismatið. Margt sem við verðum að laga. Mér finnst ómetanlegt að vera tónlistarmaður og hafa tækifæri til að koma þessum skilaboðum á framfæri.“ Þó tónlistin spili stórt hlutverk í lífi Jónasar í dag er hún ekki hans aðalvinna. „Ég er með eigið hugbúnaðarfyrirtæki. Við vinnum sérsmíðuð öpp fyrir viðskiptakerfi,“ segir Jónas sem finnst þessir tveir heimar blandast vel saman. „Sköpunin er sú sama. Það er margt líkt við að búa til kerfi og tónlist.“Fjölskyldan í fyrsta sæti Jónas kynntist konu sinni tvítugur. „Við fórum á eitt deit og eignuðumst dóttur níu mánuðum síðar,“ segir hann og hlær. Þau eiga í dag 22 ára dóttur og 18 ára son. „Það hefur gengið á ýmsu í okkar sambandi og skipst á skin og skúrir en við eigum afar fallegt samband í dag,“ segir Jónas sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. „Það skiptir mig miklu máli að öllum líði vel og að afkoma fjölskyldunnar sé tryggð.“ Börn hans hafa ekki farið út í tónlist. „En þau taka virkan þátt þegar ég er að semja lög, koma með góðar ábendingar um útsetninguna.“Alla sunnudaga á Rosenberg Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar verða á ferð og flugi í sumar og spila á tónlistarhátíðum um allt land. „Svo er ég með tilraunaverkefni í gangi og mun spila alla sunnudaga í sumar á Rosenberg. Mér hefur þótt leiðinlegt hvað við spilum oft lítið í bænum á sama tíma og við þeysumst um landið þvert og endilangt. Þetta er tækifæri til að bæta úr því.“
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Reykti pabba sinn Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira