Nýtt fyrirkomulag um akstur hópbifreiða í miðborg Reykjavíkur tekur gildi 15. júlí næstkomandi. Nýju reglurnar gera ráð fyrir að hópbifreiðum og stærri ferðajeppum verði aðeins ekið um valdar götur í miðbæ Reykjavíkur. Umræða um tillögurnar hefur hingað til einkennst af gagnrýni en fjölmargir hagsmunahópar taka henni þó fagnandi - og mörgum þykir bannið ekki ganga nógu langt. Stýrihóp um takmarkanirnar var komið á fót síðastliðið haust. Í samvinnu við fulltrúa úr umhverfis- og skipulagsráði, Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur og Samtök ferðaþjónustunnar voru settar fram tillögur um takmörkun á akstri hópbifreiða í miðborginni. Þá voru einnig teknar fyrir tillögur um safnstæði fyrir bifreiðarnar.Frá og með 15. júlí munu hópbifreiðar aðeins aka upp Eiríksgötu og niður Njarðargötu, upp Ingólfsstræti og Hverfisgötu og austur Túngötu og Vonarstræti eins og sjá má á mynd hér að ofan. Á öðrum akstursleiðum verður heimilaður akstur hópbifreiða í báðar áttir. Svokölluð safnstæði, þar sem rútur sækja og skila af sér farþegum, verða á 12 stöðum í miðborginni en þau má einnig sjá á meðfylgjandi korti. Stæðum við Tryggvagötu, Snorrabraut og Austurbæ verður komið fyrir á næstu vikum og stæði við Safnahúsið og Höfðatorg verða stækkuð. Niðurstaða stýrihópsins gerir þannig ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Bannið gildir um hópbifreiðar án stærðartakmarkana, bæði stærri og minni, og ökutæki með hópferðaleyfi, þar á meðal stærri, breytta hópferðajeppa.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/PjeturGagnrýnisraddir segja bannið ekki ganga nógu langtHjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að takmörkun á hópbifreiðaakstri sé að öllu leyti innleidd að áeggjan óánægðra íbúa á svæðinu og aðila innan ferðaþjónustunnar. „Tilefnið var alveg klárt, það bárust sífelldar kvartanir frá íbúum í miðborginni og bar á mikilli óánægju með rútuumferð inn í íbúagötur. Fólki í miðborginni þótti þetta óþolandi ástand og svo tókum við einnig eftir því að mikil umræða um þetta skapaðist á samfélagsmiðlum, þar sem fólk var einnig óánægt.“ Takmarkanirnar á hópbifreiðaakstri hafa sætt nokkurri gagnrýni, að stærstum hluta úr hópi þeirra er keyra umræddar bifreiðar, en athugasemdir stjórnarmanns í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, vöktu mikla athygli í byrjun mánaðar. Hjálmar, sem sjálfur býr í Þingholtunum, blæs á gagnrýnisraddirnar og segir bannið rökrétt næsta skref í takmörkunum á rútuumferð í miðborginni en áður hafði umferð stærri rúta verið takmörkuð á sambærilegan hátt árið 2015. Hann bendir á að nýju tillögurnar hafi verið auglýstar í byrjun árs 2017. Þá hafi fjöldi athugasemda borist sem snerust nær allar um að ekki væri gengið nógu langt í umferðarlokunum. „Okkur bárust um 90 athugasemdir, sem er mjög mikið. Langflestar, kannski 90 prósent athugasemdanna, voru frá íbúum á miðborgarsvæðinu, sérstaklega á Njarðargötu og Eiríksgötu, sem töldu að það væri ekki gengið nógu langt í þessum takmörkunum. Þeir vildu ganga enn lengra.“Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir aðalmaður í umhverfis- og skipulagsráði og borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina.Vísir/Anton BrinkEina lausnin sem kom til greina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, aðalmaður í umhverfis- og skipulagsráði og borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, segir að þverpólitísk samstaða hafi ríkt um tillögurnar. „Það voru allir á þessari niðurstöðu í umhverfis- og skipulagsráði. Þetta var unnið með samtökum ferðaþjónustunnar og þetta var í rauninni eina lausnin sem kom til greina,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi. „Það er erfitt að hleypa rútunum inn í miðborgina og í rauninni enginn sem vill það.“ Hún segir að lendingin í málinu hafi verið þessi skýrsla stýrihópsins og takmarkanirnar verði endurskoðaðar eftir ákveðið reynslutímabil. „Þetta er lifandi, tillagan er ekki óbreytanleg.“Refsing fyrir brot verður í samræmi við umferðarlögÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hópbifreiðabannið segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að akstur hópbifreiða á ákveðnum svæðum hafi valdið miklum óþægindum en bílarnir hafi átt það til að festast í þröngum götum og af þeim hafi stafað mikill hávaði, oft um miðjar nætur. Hann segir viðurlög við brotum á banninu verða í samræmi við umferðarlög. Ökumönnum beri að virða viðeigandi merkingar en umferðarmerki ættu að greina skilmerkilega frá banninu á viðeigandi stöðum. „Samkvæmt reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota er 5000 króna sekt við því að virða ekki þessi merki sem um er rætt,“ skrifar Guðbrandur.Björn Teitsson formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.Vísir/PjeturSegir hópbifreiðar hlægilega sjón í stórborgum SkandinavíuSamtök um bíllausan lífsstíl hafa það að markmiði að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er. Björn Teitsson, formaður samtakanna, fagnar tillögum stýrihóps umhverfis- og skipulagsráðs. „Ég er náttúrulega mjög fylgjandi því þegar umferð stórra bifreiða er takmörkuð því þá er um leið verið að opna fyrir fólk. Aldrei í sögu Íslands hefur verið jafnmikið af fólki á gefnum tíma í miðborg Reykjavíkur og núna. Eins og staðan hefur verið er ekki pláss fyrir fólk,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að staðan sé önnur í nágrannaborgum okkar á Norðurlöndum. „Ef við berum okkur saman við sambærilegar borgir í Skandinavíu þá væri einfaldlega hlægilegt ef það væru hópbifreiðar eða stórir fjallajeppar í miðborgum Kaupmannahafnar, Óslóar eða Stokkhólms.“ Í skýrslu stýrihópsins kemur fram að takmarkanirnar séu í takt við þær sem hafa átt sér stað í erlendum borgum. Í Ósló, höfuðborg Noregs, er áætlað að algjört bann á akstri bifreiða í miðborginni taki gildi á næstu tveimur árum og í Róm, höfuðborg Ítalíu, er stefnt að því að banna ferðamannarútur alfarið í miðborginni og taka enn fremur gjald af öllum ferðamannarútum sem keyra innan borgarmarkanna.Bára Hólmgeirsdóttir eigandi verslunarinnar Aftur á Laugavegi.Vísir/Anton Brink„Ég er í raun og veru fylgjandi mannlífi“Bára Hólmgeirsdóttir rekur verslunina Aftur á Laugavegi. Í samtali við Vísi segist Bára fyrst og fremst fylgjandi mannlífi í miðborginni en hún tekur undir ummæli Björns um akstur hópbifreiða í miðbæjum annarra borga. „Ég er fylgjandi takmörkun á umferð í miðborginni, bara algjörlega. Ég er í raun og veru fylgjandi mannlífi frekar en að ég sé á móti einhverju. Ég er fylgjandi því að mannlífið fái að blómstra og finnst skrýtið að það séu rútur og stórir bílar niðri í miðbæ. Ég kannast ekki við þetta úr neinni annarri borg.“ Bára nefnir það sérstaklega að ferðamenn, sem koma í búðina hennar, segi Reykjavík of „ferðamannavædda.“ Hún segir umferð hópbifreiða tengjast þessu vandamáli. „Íslendingar þurfa að losa sig við þessa vertíðarhugsun og hugsa til lengri tíma, að reyna ekki að hala bara sem mest inn á túristunum. Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig borg við viljum búa í, hvert borgin er að þróast og hvað við viljum bjóða fólki upp á sem kemur að heimsækja okkur.“Nýja hópbifreiðabannið í miðborginni tekur gildi 15. júlí næstkomandi. Þá tekur við reynslutímabil en bannið verður endurskoðað innan tveggja ára. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Stefna að stækkun bannsvæðis hópbifreiða í Reykjavík Samgöngustjóri Reykjavíkur segir líklegt að tillaga sem felur í sér stækkun á bannsvæði hópbifreiða í Reykjavík taki gildi fyrir sumarið. Hann segir ummæli framkvæmdastjóra Kynnisferða þar sem borgin er sökuð um samráðsleysi vegna bannsins sé ef til vill byggð á misskilningi enda hafi bannið ekki tekið gildi. 8. apríl 2017 15:01 Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Kristján G. Kristjánsson segir lúxusjeppafyrirtækin afar ósátt við að vera gerð útlæg úr miðborginni. Algert bann við hópferðabílum sé vanhugsað og muni bregða fæti fyrir hótelrekstur á bannsvæðinu. 6. júní 2017 07:00 Vilja banna fjallajeppa í miðbænum Tillaga stýrihóps um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni gengur lengra en áður. Breyttum fjallajeppum er gefið rauða spjaldið. Bannið tekur ekki til þeirra sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína. FETAR segja sinnuleysi borga 29. apríl 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Nýtt fyrirkomulag um akstur hópbifreiða í miðborg Reykjavíkur tekur gildi 15. júlí næstkomandi. Nýju reglurnar gera ráð fyrir að hópbifreiðum og stærri ferðajeppum verði aðeins ekið um valdar götur í miðbæ Reykjavíkur. Umræða um tillögurnar hefur hingað til einkennst af gagnrýni en fjölmargir hagsmunahópar taka henni þó fagnandi - og mörgum þykir bannið ekki ganga nógu langt. Stýrihóp um takmarkanirnar var komið á fót síðastliðið haust. Í samvinnu við fulltrúa úr umhverfis- og skipulagsráði, Íbúasamtök miðborgar Reykjavíkur og Samtök ferðaþjónustunnar voru settar fram tillögur um takmörkun á akstri hópbifreiða í miðborginni. Þá voru einnig teknar fyrir tillögur um safnstæði fyrir bifreiðarnar.Frá og með 15. júlí munu hópbifreiðar aðeins aka upp Eiríksgötu og niður Njarðargötu, upp Ingólfsstræti og Hverfisgötu og austur Túngötu og Vonarstræti eins og sjá má á mynd hér að ofan. Á öðrum akstursleiðum verður heimilaður akstur hópbifreiða í báðar áttir. Svokölluð safnstæði, þar sem rútur sækja og skila af sér farþegum, verða á 12 stöðum í miðborginni en þau má einnig sjá á meðfylgjandi korti. Stæðum við Tryggvagötu, Snorrabraut og Austurbæ verður komið fyrir á næstu vikum og stæði við Safnahúsið og Höfðatorg verða stækkuð. Niðurstaða stýrihópsins gerir þannig ráð fyrir stækkun á bannsvæði aksturs hópbifreiða til vesturs. Bannið gildir um hópbifreiðar án stærðartakmarkana, bæði stærri og minni, og ökutæki með hópferðaleyfi, þar á meðal stærri, breytta hópferðajeppa.Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/PjeturGagnrýnisraddir segja bannið ekki ganga nógu langtHjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi að takmörkun á hópbifreiðaakstri sé að öllu leyti innleidd að áeggjan óánægðra íbúa á svæðinu og aðila innan ferðaþjónustunnar. „Tilefnið var alveg klárt, það bárust sífelldar kvartanir frá íbúum í miðborginni og bar á mikilli óánægju með rútuumferð inn í íbúagötur. Fólki í miðborginni þótti þetta óþolandi ástand og svo tókum við einnig eftir því að mikil umræða um þetta skapaðist á samfélagsmiðlum, þar sem fólk var einnig óánægt.“ Takmarkanirnar á hópbifreiðaakstri hafa sætt nokkurri gagnrýni, að stærstum hluta úr hópi þeirra er keyra umræddar bifreiðar, en athugasemdir stjórnarmanns í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, vöktu mikla athygli í byrjun mánaðar. Hjálmar, sem sjálfur býr í Þingholtunum, blæs á gagnrýnisraddirnar og segir bannið rökrétt næsta skref í takmörkunum á rútuumferð í miðborginni en áður hafði umferð stærri rúta verið takmörkuð á sambærilegan hátt árið 2015. Hann bendir á að nýju tillögurnar hafi verið auglýstar í byrjun árs 2017. Þá hafi fjöldi athugasemda borist sem snerust nær allar um að ekki væri gengið nógu langt í umferðarlokunum. „Okkur bárust um 90 athugasemdir, sem er mjög mikið. Langflestar, kannski 90 prósent athugasemdanna, voru frá íbúum á miðborgarsvæðinu, sérstaklega á Njarðargötu og Eiríksgötu, sem töldu að það væri ekki gengið nógu langt í þessum takmörkunum. Þeir vildu ganga enn lengra.“Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir aðalmaður í umhverfis- og skipulagsráði og borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina.Vísir/Anton BrinkEina lausnin sem kom til greina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, aðalmaður í umhverfis- og skipulagsráði og borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, segir að þverpólitísk samstaða hafi ríkt um tillögurnar. „Það voru allir á þessari niðurstöðu í umhverfis- og skipulagsráði. Þetta var unnið með samtökum ferðaþjónustunnar og þetta var í rauninni eina lausnin sem kom til greina,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi. „Það er erfitt að hleypa rútunum inn í miðborgina og í rauninni enginn sem vill það.“ Hún segir að lendingin í málinu hafi verið þessi skýrsla stýrihópsins og takmarkanirnar verði endurskoðaðar eftir ákveðið reynslutímabil. „Þetta er lifandi, tillagan er ekki óbreytanleg.“Refsing fyrir brot verður í samræmi við umferðarlögÍ skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hópbifreiðabannið segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að akstur hópbifreiða á ákveðnum svæðum hafi valdið miklum óþægindum en bílarnir hafi átt það til að festast í þröngum götum og af þeim hafi stafað mikill hávaði, oft um miðjar nætur. Hann segir viðurlög við brotum á banninu verða í samræmi við umferðarlög. Ökumönnum beri að virða viðeigandi merkingar en umferðarmerki ættu að greina skilmerkilega frá banninu á viðeigandi stöðum. „Samkvæmt reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota er 5000 króna sekt við því að virða ekki þessi merki sem um er rætt,“ skrifar Guðbrandur.Björn Teitsson formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.Vísir/PjeturSegir hópbifreiðar hlægilega sjón í stórborgum SkandinavíuSamtök um bíllausan lífsstíl hafa það að markmiði að gera bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu að vænlegri kosti en nú er. Björn Teitsson, formaður samtakanna, fagnar tillögum stýrihóps umhverfis- og skipulagsráðs. „Ég er náttúrulega mjög fylgjandi því þegar umferð stórra bifreiða er takmörkuð því þá er um leið verið að opna fyrir fólk. Aldrei í sögu Íslands hefur verið jafnmikið af fólki á gefnum tíma í miðborg Reykjavíkur og núna. Eins og staðan hefur verið er ekki pláss fyrir fólk,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þá bendir hann á að staðan sé önnur í nágrannaborgum okkar á Norðurlöndum. „Ef við berum okkur saman við sambærilegar borgir í Skandinavíu þá væri einfaldlega hlægilegt ef það væru hópbifreiðar eða stórir fjallajeppar í miðborgum Kaupmannahafnar, Óslóar eða Stokkhólms.“ Í skýrslu stýrihópsins kemur fram að takmarkanirnar séu í takt við þær sem hafa átt sér stað í erlendum borgum. Í Ósló, höfuðborg Noregs, er áætlað að algjört bann á akstri bifreiða í miðborginni taki gildi á næstu tveimur árum og í Róm, höfuðborg Ítalíu, er stefnt að því að banna ferðamannarútur alfarið í miðborginni og taka enn fremur gjald af öllum ferðamannarútum sem keyra innan borgarmarkanna.Bára Hólmgeirsdóttir eigandi verslunarinnar Aftur á Laugavegi.Vísir/Anton Brink„Ég er í raun og veru fylgjandi mannlífi“Bára Hólmgeirsdóttir rekur verslunina Aftur á Laugavegi. Í samtali við Vísi segist Bára fyrst og fremst fylgjandi mannlífi í miðborginni en hún tekur undir ummæli Björns um akstur hópbifreiða í miðbæjum annarra borga. „Ég er fylgjandi takmörkun á umferð í miðborginni, bara algjörlega. Ég er í raun og veru fylgjandi mannlífi frekar en að ég sé á móti einhverju. Ég er fylgjandi því að mannlífið fái að blómstra og finnst skrýtið að það séu rútur og stórir bílar niðri í miðbæ. Ég kannast ekki við þetta úr neinni annarri borg.“ Bára nefnir það sérstaklega að ferðamenn, sem koma í búðina hennar, segi Reykjavík of „ferðamannavædda.“ Hún segir umferð hópbifreiða tengjast þessu vandamáli. „Íslendingar þurfa að losa sig við þessa vertíðarhugsun og hugsa til lengri tíma, að reyna ekki að hala bara sem mest inn á túristunum. Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig borg við viljum búa í, hvert borgin er að þróast og hvað við viljum bjóða fólki upp á sem kemur að heimsækja okkur.“Nýja hópbifreiðabannið í miðborginni tekur gildi 15. júlí næstkomandi. Þá tekur við reynslutímabil en bannið verður endurskoðað innan tveggja ára.
Stefna að stækkun bannsvæðis hópbifreiða í Reykjavík Samgöngustjóri Reykjavíkur segir líklegt að tillaga sem felur í sér stækkun á bannsvæði hópbifreiða í Reykjavík taki gildi fyrir sumarið. Hann segir ummæli framkvæmdastjóra Kynnisferða þar sem borgin er sökuð um samráðsleysi vegna bannsins sé ef til vill byggð á misskilningi enda hafi bannið ekki tekið gildi. 8. apríl 2017 15:01
Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Kristján G. Kristjánsson segir lúxusjeppafyrirtækin afar ósátt við að vera gerð útlæg úr miðborginni. Algert bann við hópferðabílum sé vanhugsað og muni bregða fæti fyrir hótelrekstur á bannsvæðinu. 6. júní 2017 07:00
Vilja banna fjallajeppa í miðbænum Tillaga stýrihóps um akstur hópbifreiða með ferðamenn í miðborginni gengur lengra en áður. Breyttum fjallajeppum er gefið rauða spjaldið. Bannið tekur ekki til þeirra sem eiga sinn fjallabíl fyrir sig og sína. FETAR segja sinnuleysi borga 29. apríl 2017 07:00