Halldóra þýddi líka verkið. Hún byrjaði á að setja það upp í Selásskóla í Reykjavík 2015, þar voru líka fjórar sýningar og leikararnir tuttugu talsins, að sögn Halldóru sem kveðst hafa fyllst löngun til að setja verkið upp aftur og því strax farið að undirbúa uppsetningu fyrir vestan fyrir tveimur árum. Hún er fædd og uppalin í Bolungarvík og er í kennaranámi, langar að gerast leiklistarkennari og sýningin er hluti af lokaverkefni hennar til B.ed.-náms.

– aig / gun