Nýr BMW M5 er öflugasti BMW frá upphafi Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 15:59 Hinn nýi BMW M5 á sýningarpöllunum í Frankfurt. Aðalstjarna BMW á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt er þessi BMW M5 með 600 hestafla orkutröll undir húddinu og hefur BMW aldrei fjöldaframleitt öflugari bíl. Reyndar dregur nýr X7 iPerformance tilraunajeppi BMW einnig augun til sín á sýningunni en tvennum sögum fer af fegurð hans. Afl BMW M5 fer upp frá 575 í 600 hestöfl en aðalbreytingin er ef til vill helst fólgin í því að nú er M5 fjórhjóladrifinn. Allt þetta afl bílsins þeytir honum í 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum og kemur honum mest í 305 km hraða ef hraðatakmarkarinn við 250 km/klst er tekinn úr sambandi. Sjálfskiptingin er 8 gíra M Steptronic sem tengd er við þrjár akstursstillingar; Efficient, Sport og Sport Plus. Reyndar má lengi velta fyrir sér af hverju einhver kaupir BMW M5 og stillir hann svo á akstursstillinguna Efficient. Þá væri heppilegra að fá sér bara BMW 520d og spara svaðalega í eldsneyti. Hægt er að hafa nýjan BMW M5 bæði í fjórhjóladrifi og eingöngu í afturhjóladrifi og einnig er hægt að aftengja stöðugleikastýringuna, væntanlega fyrir þá sem vilja nota bílinn til að drifta. Bílinn má bæði fá á 19 og 20 tommu álfelgum. Hann vegur nú 1.855 kíló og hefur farið í 90 kg megrun frá síðustu kynslóð. Sala nýs BMW M5 hefst í þessum mánuði og kostar hann frá 117.900 evrum í Þýskalandi. BMW framleiðir 400 eintök af First Edition útgáfu bílsins og fást þeir meðal annars með möttu lakki. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Aðalstjarna BMW á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt er þessi BMW M5 með 600 hestafla orkutröll undir húddinu og hefur BMW aldrei fjöldaframleitt öflugari bíl. Reyndar dregur nýr X7 iPerformance tilraunajeppi BMW einnig augun til sín á sýningunni en tvennum sögum fer af fegurð hans. Afl BMW M5 fer upp frá 575 í 600 hestöfl en aðalbreytingin er ef til vill helst fólgin í því að nú er M5 fjórhjóladrifinn. Allt þetta afl bílsins þeytir honum í 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum og kemur honum mest í 305 km hraða ef hraðatakmarkarinn við 250 km/klst er tekinn úr sambandi. Sjálfskiptingin er 8 gíra M Steptronic sem tengd er við þrjár akstursstillingar; Efficient, Sport og Sport Plus. Reyndar má lengi velta fyrir sér af hverju einhver kaupir BMW M5 og stillir hann svo á akstursstillinguna Efficient. Þá væri heppilegra að fá sér bara BMW 520d og spara svaðalega í eldsneyti. Hægt er að hafa nýjan BMW M5 bæði í fjórhjóladrifi og eingöngu í afturhjóladrifi og einnig er hægt að aftengja stöðugleikastýringuna, væntanlega fyrir þá sem vilja nota bílinn til að drifta. Bílinn má bæði fá á 19 og 20 tommu álfelgum. Hann vegur nú 1.855 kíló og hefur farið í 90 kg megrun frá síðustu kynslóð. Sala nýs BMW M5 hefst í þessum mánuði og kostar hann frá 117.900 evrum í Þýskalandi. BMW framleiðir 400 eintök af First Edition útgáfu bílsins og fást þeir meðal annars með möttu lakki.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent