Fyrsta húðflúrið í 76 ára afmælisgjöf Guðný Hrönn skrifar 12. september 2017 09:30 Húðflúrlistamaðurinn Ívar er búinn að setja tattú á bæði mömmu sína og ömmu. „Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa. Húðflúr Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Hún fékk tattú í 76 ára afmælisgjöf frá mér. Hún var ekki með tattú fyrir en var alveg himinlifandi með þessa gjöf. Hún ákvað svo fyrir nokkrum vikum síðan að skella sér í stutta ferð til Kaupmannahafnar og sækja gjöfina,“ segir Ívar Østerby Ævarsson sem á tattústofu í Kaupmannahöfn. Hann setti tattú á ömmu sína, Eygló Jónu Gunnarsdóttur, um helgina. „Ég er alveg rosalega ánægð. Hann er bara svo svakalega flinkur,“ segir Eygló spurð út í hvernig henni lítist á nýja húðflúrið sitt. „Hún stóð sig eins og hetja, henni fannst þetta bara hálfhlægilegt,“ segir Ívar og hlær þegar hann er spurður út í hvernig amma hafi staðið sig á meðan hann húðflúraði hana. Hann lýsir henni sem ævintýragjarnri.„Nei, þetta var bara smá svona kitl. Ég kveinkaði mér aldrei,“ segir Eygló þegar hún er spurð hvort þetta hafi ekki verið vont. Hana hefur aldrei langað í tattú í gegnum tíðina að eigin sögn, ekki fyrr en núna. „Nei, aldrei, bara eftir að Ívar fór í þennan bransa. Og hann gaf mér þetta náttúrulega í afmælisgjöf og maður verður að þiggja afmælisgjafirnar sínar,“ segir hún og hlær. Spurður nánar út í tattúið sem amma hans valdi að fá sér segir Ívar: „Þetta er Lúthersrós sem hún fékk sér í tilefni þess að það eru 500 ár síðan lútherstrú var stofnuð.“ Þess má geta að Eygló var djákni í Selfosskirkju. „Þegar ég var vígð sem djákni þá fékk ég Lúthersrós í glerboxi. Ég tók mynd af henni og Ívar útfærði hana í tattú. Og hann gerði hana miklu flottari,“ segir Eygló. Mamma fékk líka tattúAðspurður hvernig ömmu hans lítist á starfsframann sem hann valdi sér segir Ívar hana vera sátta. „Hún er ánægð með starfið sem ég valdi mér og hún hefur mikinn áhuga. Mamma líka. En fyrst var mamma ekkert rosalega spennt. Þegar ég var 17 eða 18 ára og sagði henni að þetta væri það sem ég vildi gera, þá held ég að hún hafi orðið veik í viku,“ útskýrir Ívar og skellir upp úr.„Mamma fékk sér sitt fyrsta tattú fyrir um tveimur árum, þannig að hún hefur aldeilis snúist við.“ Móðir Ívars, Lísa Björg Ingvarsdóttir, er stolt í dag. „Nei, fyrst leist mér ekki á þetta, en hann er svo listrænn og hefur alltaf verið svo flinkur að teikna. Það er náttúrulega alveg magnað að geta unnið við það sem maður elskar,“ segir Lísa.
Húðflúr Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira