Fyrr í kvöld birtist á færsla á Twitter-síðu Kára þar sem hæðst var að Sigga Dúllu, liðstjóra Stjörnunnar og íslenska landsliðsins.
Stjarnan er einmitt mótherji Fjölnis í 5. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Staðan í hálfleik er 0-1, Stjörnunni í vil.
Káramenn fengu mikla gagnrýni á Twitter fyrir þessa döpru færslu um liðsstjórann ástsæla.
Káramenn hafa nú beðist afsökunar á færslunni og tekið hana út.
Káramenn vilja biðjast afsökunnar á okkar ummælum hér áðan. Siggi dúlla er ekkert nema fagmaður og var meiningin ekki til að særa. #dúllan
— Sk Kári (@Sk_Kari_Fjolnir) May 28, 2017
Káramenn, stuðningsmannahópur Fjölnis á enga virðingu skilið fyrir færslu dagsins. Barnaskapur og félaginu til skammar !#fotboltinet
— Bjarki Þór (@Duddarinn) May 28, 2017
Afskaplega er þetta vandað hjá ykkur. Aumkunarvert. #Drasl https://t.co/iING5HjJF5
— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) May 28, 2017
@Silfurskeidin Þessir gæjar eru sér til skammar, efast um að Fjölnismenn séu hrifnir af svona framkomu. Áfram #dullan þjónar landi og þjóð !
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) May 28, 2017
Ég er og hef lengi verið helvíti framarlega á dúlluvagninum.Þetta Twitt hjá stuðningsmönnum Fjölnis er til háborinnar skammar. #FotboltiNet
— Óskar Smári (@oskarsmari7) May 28, 2017
Stuðningsmenn Fjölnis að verða sér til skammar á Twitter. Banter í góðu, en svona vitleysa er aumkunarverð #fotboltinet #kingsiggidúlla
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) May 28, 2017
Siggi dúlla er þvílíkt eðalmenni og mikill sigurvegari. Vonandi keyrir hann skellihlæjandi með þrjú stig heim úr Grafarvogi.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) May 28, 2017