Kevin Lee og Tony Ferguson berjast um lottómiðann stóra Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. október 2017 07:00 Tony Ferguson og Kevin Lee. Vísir/Getty Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2. MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Á meðan Conor McGregor er fjarri góðu gamni þarf lífið að halda áfram í léttvigtinni. Í kvöld verður barist um bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni og mun Conor McGregor fylgjast grannt með. Conor McGregor vann léttvigtartitilinn á UFC 205 í nóvember í fyrra. Síðan þá hefur hann ekkert barist í MMA og tók boxbardaga gegn Floyd Mayweather í ágúst. Í fjarveru hans hefur UFC búið til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í léttvigtinni og verður barist um þann titil í nótt á UFC 216. Um titilinn berjast þeir Tony Ferguson og Kevin Lee og verður það aðalbardagi kvöldsins. Óvíst er hver næstu skref Conor verða en margir setja þá kröfu að hann verji léttvigtartitil sinn. Það hefur hann ekki ennþá gert og gæti fyrsta titilvörnin verið gegn sigurvegara kvöldsins. Þriðji bardaginn gegn Nate Diaz hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ljóst er að sigurvegari kvöldsins verður að vekja áhuga á bardaga gegn Conor McGregor. Bardagi gegn Conor McGregor er langstærsti og tekjuhæsti bardagi sem þeir Kevin Lee og Tony Ferguson geta komist í tæri við. Að fá bardaga gegn Conor McGregor er risastórt tækifæri en til þess að fá þann bardaga þurfa þeir að búa til áhuga – ekki bara hjá Conor heldur líka hjá bardagaaðdáendum. Sigurvegarinn verður því að skila inn dúndur frammistöðu í búrinu, sigra sannfærandi og í viðtalinu sannfæra áhorfendur um að hann muni pakka Conor McGregor auðveldlega saman er þeir mætast. Nate Diaz bjó til áhuga á sínum tíma og hann uppskar ansi veglega eftir eftirtektarvert viðtal. Sjálfir eru þeir Tony Ferguson og Kevin Lee frábærir bardagamenn og ætti viðureign þeirra að verða ansi spennandi. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og er það lengsta sigurganga í sögu léttvigtarinnar. Kevin Lee gæti verið ný stjarna í fæðingu í UFC. Hann hefur alltaf talað og klætt sig eins og stórstjarna með mikið sjálfstraust en núna eru úrslitin sömuleiðis farin að skila sér. Hann hefur klárað fjóra bardaga í röð og fær sitt stærsta tækifæra til þessa í nótt. Ferguson er talinn sigurstranglegri en kannski fáum við bestu frammistöðu Kevin Lee til þessa nú þegar allt er undir. Kevin Lee var þó í vandræðum í vigtuninni í gær og gæti það haft áhrif á hann í nótt. Að auki mun Demetrious Johnson freista þess að bæta sögulegt met Anderson Silva í nótt. Anderson Silva á metið yfir flestar titilvarnir í sögu UFC eða tíu talsins. Johnson jafnaði það met fyrr á árinu og ætlar nú að bæta það með sigri á Ray Borg. Borg ætlar að standa í vegi fyrir Johnson og gera allt sem hann getur til að steypa meistaranum af stóli. UFC 216 fer fram í nótt í Las Vegas. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl 2.
MMA Tengdar fréttir Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum. 29. september 2017 23:30