Musk deildi myndum af bílnum á Twitter-síðu sinni í gær en fyrstu þrjátíu eigendur bílsins munu fá að setjast undir stýri þann 28. júlí næstkomandi. Að því búnu verður bíllinn gerður aðgengilegur kaupendum úr röðum almennings.
First Production Model 3 pic.twitter.com/TCa2NSUNI3
— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017
Skráningum á nýjum Teslu-bílum í Kaliforníu-fylki í Bandaríkjunum, þar sem stærstur hluti viðskiptavina fyrirtækisins býr, fækkaði um 24 prósent í apríl á síðasta ári í samanburði við aprílmánuð árið 2014.
Þá birtir Elon Musk nýju myndirnar af Model 3 í kjölfar fréttaflutnings af bílaframleiðandanum Volvo, sem hyggst verða fyrsti hefðbundni bílaframleiðandinn til að hætta alfarið notkun á bensín- og díselvélum í bifreiðar sínar.
— Elon Musk (@elonmusk) July 9, 2017