Alibaba berst gegn eftirlíkingum í samstarfi við Louis Vuitton Ritstjórn skrifar 17. janúar 2017 17:00 Louis Vuitton hefur lengi barist gegn eftirlíkingum á vörum þeirra. Mynd/Getty Louis Vuitton er komið í samstarf við Alibaba, sem er stærsta netverslun Kína, til að berjast gegn eftirlíkingum í tískuheiminum. Ásamt þeim eru Swarovski, Samsung og Shiseido. Verkefnið heitir Alibaba Big Data Anti-Counterfeiting Alliance. Tæknin verður notuð til þess að berjast gegn því að það verði hægt að selja vörurnar á netinu. Saman mun verkefnið halda utan um allar þær IP tölur sem notaðar eru til að bera kennsl á hvort að varan sé ekta eða ekki. Samstarfið sýnir að það er raunverulegur vilji hjá Alibaba að takast á við þetta vandamál en þau hafa verið gagnrýnd seinustu ár fyrir að selja falsaðar merkjavörur. Ekki voru allir sáttir með að Alibaba fengi inngöngu í þennan hóp. Gucci, Michael Kors og Tiffany & Co yfirgáfu samstarfið í kjölfarið á inngöngu kínverska verslunarrisans. Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour
Louis Vuitton er komið í samstarf við Alibaba, sem er stærsta netverslun Kína, til að berjast gegn eftirlíkingum í tískuheiminum. Ásamt þeim eru Swarovski, Samsung og Shiseido. Verkefnið heitir Alibaba Big Data Anti-Counterfeiting Alliance. Tæknin verður notuð til þess að berjast gegn því að það verði hægt að selja vörurnar á netinu. Saman mun verkefnið halda utan um allar þær IP tölur sem notaðar eru til að bera kennsl á hvort að varan sé ekta eða ekki. Samstarfið sýnir að það er raunverulegur vilji hjá Alibaba að takast á við þetta vandamál en þau hafa verið gagnrýnd seinustu ár fyrir að selja falsaðar merkjavörur. Ekki voru allir sáttir með að Alibaba fengi inngöngu í þennan hóp. Gucci, Michael Kors og Tiffany & Co yfirgáfu samstarfið í kjölfarið á inngöngu kínverska verslunarrisans.
Mest lesið The Devil Wears Prada fagnar áratugar afmæli Glamour Pinterest spáir fyrir um trendin 2017 Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Viltu vinna handgert skópar frá Kalda? Glamour Stórir hattar og áberandi sólgleraugu í nýju myndbandi Marc Jacobs Glamour Fjölmenni í glæsilegu opnunarpartý Hrím Glamour Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Gönguskór og derhúfa frá Gucci fyrir næsta haust Glamour Kalda frumsýnir haustherferðina innan um íslenska náttúru Glamour Hvað stóð upp úr í New York? Glamour