Iris situr fyrir í herferð fyrir nýjasta varalit Burberry sem kallast Liquid Lip Velvet. Þar sést vel að Law eigi framtíðina fyrir sér í fyrirsætuheiminum. Hún bætist í hóp fyrirsæta á borð við Cara Delevingne, Kate Moss, Suki Waterhouse og Jourdan Dunn sem hafa áður verið andlit Burberry Beauty. Ekki amalegur félagsskapur.
