Æran fæst hvorki keypt né afhent Helga Vala Helgadóttir skrifar 10. júlí 2017 07:30 Æra: „kvk. heiður, sómi, sómatilfinning, virðing álit.“ Svona hljóðar orðskýring yfir æru í Íslenskri orðabók sem Edda gaf út árið 2002. Eins og sjá má þá merkir æra heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit. Sú merking sem lögð er í að fá uppreisn æru, skv. orðabókinni, er að fá viðurkenndan heiðarleika sinn og óflekkað mannorð fyrir dómi. Það segir mér einfaldlega að það er engin tenging milli þess að hafa æru og fá uppreisn æru (orðið uppreisn í orðabók, ekki uppreist). Sá sem hefur engan heiður, ekki sóma eða sómatilfinningu og nýtur hvorki virðingar né álits samborgara getur ekki með einni umsókn til innanríkisráðuneytis endurheimt þetta. Æran fæst hvorki keypt né verður hún afhent. Hún er óáþreifanleg, og verður ekki metin til fjár. Sá sem einu sinni hefur orðið fyrir mannorðshnekki, getur endurheimt æru sína, virðingu og álit samborgara en að mínu viti er grundvöllur slíks að viðkomandi hafi snefil af sómatilfinningu. Að hann sýni samborgurum að hann sé verðugur ærunnar, að hann geti breytt rétt og sjái villu sína og ástæðu þess að hann varð fyrir mannorðshnekki. Án sómatilfinningar get ég ekki séð að ærulaus maður geti endurheimt æru sína, burtséð frá því hvort hann skilar einhverjum pappírum með umsókn um uppreist æru. Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sómatilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Æra: „kvk. heiður, sómi, sómatilfinning, virðing álit.“ Svona hljóðar orðskýring yfir æru í Íslenskri orðabók sem Edda gaf út árið 2002. Eins og sjá má þá merkir æra heiður, sómi, sómatilfinning, virðing, álit. Sú merking sem lögð er í að fá uppreisn æru, skv. orðabókinni, er að fá viðurkenndan heiðarleika sinn og óflekkað mannorð fyrir dómi. Það segir mér einfaldlega að það er engin tenging milli þess að hafa æru og fá uppreisn æru (orðið uppreisn í orðabók, ekki uppreist). Sá sem hefur engan heiður, ekki sóma eða sómatilfinningu og nýtur hvorki virðingar né álits samborgara getur ekki með einni umsókn til innanríkisráðuneytis endurheimt þetta. Æran fæst hvorki keypt né verður hún afhent. Hún er óáþreifanleg, og verður ekki metin til fjár. Sá sem einu sinni hefur orðið fyrir mannorðshnekki, getur endurheimt æru sína, virðingu og álit samborgara en að mínu viti er grundvöllur slíks að viðkomandi hafi snefil af sómatilfinningu. Að hann sýni samborgurum að hann sé verðugur ærunnar, að hann geti breytt rétt og sjái villu sína og ástæðu þess að hann varð fyrir mannorðshnekki. Án sómatilfinningar get ég ekki séð að ærulaus maður geti endurheimt æru sína, burtséð frá því hvort hann skilar einhverjum pappírum með umsókn um uppreist æru. Uppreist æra er lagatæknilegt fyrirbæri sem á ekkert skylt við hina raunverulegu æru manns. Það er því í raun misskilningur að ætlast til þess að sá sem hefur enga sómatilfinningu átti sig á hvað samborgurum er misboðinn hinn lagatæknilegi gjörningur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun