Notkun forþjappa, keflablásara, beinnar innspýtingar eldsneytis og ýmissa annarra þátta í vélum nútímans hefur gert það mögulegt að fá ógnarafl útúr tiltölulega litlu sprengirými. Gott dæmi um þetta er vélin í Mercedes Benz AMG GLA45, hún er aðeins með 2,0 lítra sprengirými en er samt 375 hestöfl og telst aflmesta fjöldaframleidda fjögurra strokka vél heims. Annar lítur listi öflugustu 4 strokka véla fjöldaframleiddra bíla svona út.
- Mercedes Benz AMG GLA45 2,0 l. 375 hö.
- Volvo S60/V60 Polestar 2,0 l. 362 hö.
- Ford Focus RS 2,3 l. 350 hö.
- Porsche 718 Cayman S/Boxter S 2,5 l. 350 hö.
- Volvo S90/V90/XC90/V90 Cross C. 2,0 l. 316 hö.
- Ford Mustang EcoBoost 2,3 l. 310 hö.
- VW Golf R/Audi S3/Audi TT S 2,0 l. 310 hö.
- Honda Civic Type R 2,0 l. 306 hö.
- Subaru WRX STI 2,0 l. 305 hö.
- Porsche 718 Caman/Boxster 2,5 l. 300 hö.