CES 2017: Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2017 15:00 DataTraveler Ultimate GT minnislykill er 2TB að stærð. Vísir/AFP Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknifyrirtæki keppast nú við að sýna nýjustu vörur sínar á CES eða Consumer Electronics Show í Las Vegas. Tæknilega séð hefst ráðstefnan ekki fyrr en á morgun, en margir hafa tekið forskot á sæluna. Meðal þeirra tækja sem þegar er búið að sýna eru Rándýrar fartölvur, vélmenni og stærstu minnislyklar heims. Þá hafa bílar þar að auki verið fyrirferðarmiklir. Fyrst er vert að nefna fartölvuna Predator 21 X frá Acer, sem kostar um milljón krónur, eða 8.999 dali. Í henni eru tvö GTX 1080 skjákort, fimm viftur og hún er með 21 tommu sveigðan skjá. Tölvan vegur heil 8,8 kíló. Þá kynnti Dell tölvuna Inspiron 15 7000 sem er um níu hundruð þúsund krónum ódýrari. Fyrirtækið Kingston kynnti DataTraveler Ultimate GT minnislyklana sem gera verið allt að 2TB að stærð. Það gerir þá að stærstu minnislyklum sem hægt er að fá samkvæmt CNET, þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á ráðstefnunni. Það gæti þó breyst á næstu dögum. Verð liggur ekki fyrir en þeir fara í sölu í næsta mánuði. Vélmennið Kuri lét einnig sjá sig á CES. Það er framleitt af fyrirtækinu Mayfield Robotics og tengist á netið og tengist öðrum tækjum með Bluetooth. Þá er innbyggð myndavél í því og getur það vaktað heimilið og stýrt heimilistækjum með raddstýringum. Þá segja forsvarsmenn fyrirtækisins að vélmennið muni jafnvel geta rekið gæludýr niður úr sófum og öðrum stöðum sem þau eiga ekki að vera þegar eigendurnir eru ekki heima. Stærsti kostur Kuri er þó án efa sá að vélmennið mun líklega ekki reyna að taka yfir heiminn.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira