Lífið

Minnist George Michael á fallegan hátt: „Hann er ástæðan fyrir því að allir eru til í Carpool Karaoke“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden dýrkaði George Michael.
Corden dýrkaði George Michael.
Breski söngvarinn George Michael lést á jóladag, aðeins 53 ára aldri. Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham.

Eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil en fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka.

Söngvarinn var einn ástsælasti listamaður Breta og þó víða væri leitað en spjallþáttastjórnandinn James Corden minntist hans í þætti sínum í vikunni. Tilfinningarnar báru Bretann ofurliði og tók ræðan greinilega mikið á Corden.

Hann sagði frá því að Michael hafi veri fyrsti listamaðurinn sem söng með Corden í bíl og eftir það hafi verið auðvelt að sannfæra heimsfrægt fólk að setjast upp í bíl með honum til að syngja.

George Michael var listamannsnafn Georgios Kyriacos Panayiotou sem fæddist í Norður-London, 25. júní 1963. Hann seldi meira en 100 milljónir eintaka af plötum á tónlistarferli sem spannaði nærri fjörutíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.